Vikan


Vikan - 25.07.2000, Blaðsíða 45

Vikan - 25.07.2000, Blaðsíða 45
Þórunn StefánscLóttir þýddi sé hamingjusöm fyrir þeirra hönd!“ Græn augun skutu gneist- um. Hann skyldi ekki halda að hann gæti veitt fleira upp úr henni. „Ertu einhvers konar rann- sóknarblaðamaður?" spurði hún hæðnislega. Hún virti hann gaumgæfilega fyrir sér. Kannski hún hafi hitt naglann á höfuðið. „Nei, Annie, ég er ekki blaða- maður,“ sagði hann og skellihló. „Hvað gerir þú? Þú hlýtur að vinna við eitthvað?" „Ég rek fyrirtæki." „Hvers konar fyrirtæki?“ Hann yppti öxlum. „I augna- blikinu skiptir það engu máli..." „Þú ert ekki sá eini sem hefur leyfi til þess að spyrja spurninga." „Ég hef sama rétt og þú til að koma mér hjá því að svara þeim,“ sagði hann stríðnislega. „Segðu mér meira frá þessum umboðs- manni ... Ég hef heyrt að hann sé mjög myndarlegur og eftir því sem mér skilst hefur hann meira og minna stjórnað lífi þínu frá því þú varst sautján ára. Er það satt að hann hafi drottnað yfir þér; þú hafir ekki mátt fara neitt án fylgdar og hann hafi bókstaflega lokað þig inni þegar þú varst ekki að vinna?“ Annie trúði ekki sínum eigin eyrum. „Auðvitað er það ekki satt! Þetta eru hugarórar slúður- blaðamannanna. Philip hefur alltaf neitað þeim um viðtal við mig og til þess að hefna sín hafa þeir oftar en ekki spunnið upp ill- gjarnar sögur. Það er einfaldlega þannig sem þeir vinna.“ „Þú getur samt ekki neitað því að hann breytti lífi þínu. Þú hlýt- ur að hafa verið honum þakklát og jafnvel verið svolítið skotin í honum.“ „Kannski svolítið, fyrir langa- löngu.“ Hún trúði því varla að honum hefði tekist að veiða upp úr henni sannleikann. Hún hafði verið ákveðin í því að segja hon- um ekki neitt. Hana hitaði í kinn- arnar af reiði. „Það var samt ekkert alvarlegt, er það ekki rétt til getið?“ Hann beið spenntur eftir svari. Það var greinilegt að honum stóð ekki sama. Hún varð að koma honum í skilning um að hún hefði aldrei verið alvarlega ástfangin af Phil- ip. „Nei, það var ekkert alvarlegt. Ég var bara svolítið veik fyrir honum á tímabili, löngu áður en hann byrjaði að vera með Dí.“ Marc kinkaði kolli, eins og hann hefði búist við þessu svari. „Og það var aldrei neinn annar inni í myndinni?" Hún fann reiðina blossa upp aftur. „Þú gefst ekki upp?“ „Nei, aldrei." Hann leit biðjandi á hana og sagði óstyrkri röddu: „ Annie, ég verð að fá að vita hvort ég hafi verið eini elskhugi þinn?“ „Hún tók andköf af reiði. „Þú hefur aldrei verið elskhugi minn og munt aldrei verða það!“ „Það er ekki rétt. Ég var einu sinni elskhugi þinn og það líður ekki á löngu þar til ég verð það aftur,” sagði hann. Hún gat ómögu- lega skilið hvað hann var að fara. Hún roðnaði og sagði: „Um hvað ertu eigin- lega að tala? Þú hef- ur aldrei verið elsk- hugi minn! Ég hef aldrei sofið hjá þér!“ „Ertu alveg viss?“ Það var spurn í aug- um hans og aftur skaut upp koll- inum óljós minning, einhvers konar „déjá vu“, eða hvað það er kallað. Eins og hún hefði áður séð þetta bros og heyrt þessa djúpu, ástríðufullu rödd áður. Hún kyngdi og reyndi aftur að beita reiðinni fyrir sig. „Viltu hætta þessu! Þú græðir ekkert á þessu! Það er ekkert að kollinum á mér. Líf mitt hefur verið í ákaf- lega föstum skorðum frá því ég var sautján ára. Ég hef aldrei far- ið neitt nema í félagsskap Phil eða Dí. Ef ég hefði einhvern tíma þjáðst af minnisleysi, þótt ekki væri nema í nokkrar klukku- stundir, hefðu þau sagt mér frá því.“ „Annie, hlustaðu á mig ...“ sagði hann en hún greip reiðilega fram í fyrir honum áður en hann gat lokið því sem hann ætlaði að segja. „Nei, nú skalt þú hlusta á mig! Ég skil satt að segja ekki hvað vakir fyrir þér, en hvað svo sem það er getur þú gleymt því. Ég veit að ég hef aldrei séð þig áður og þú hefur svo sannarlega aldrei verið elskhugi minn.“ Skjálfhent hneppti hún skyrt- unni að sér undir brennandi augnaráði hans. „Ég var einu sinni elskhugi þinn og það líður ekki á löngu áður en ég verð það aftur,“ end- urtók hann. Annie sneri sér að honum ör- væntingarfull. „Þú ert margoft búinn að segja að ég þurfi ekki að hræðast þig, en hvernig get ég treyst þér eftir þetta? Ég get ekki einu sinni læst að mér. Og hvern- ig get ég treyst því, eftir það sem á undan er gengið, að þú komir ekki hingað inn í nótt og takir mig nauðuga?" „Þér er óhætt að treysta mér,“ sagði hann. „Þú getur fært hús- gögnin fyrir dyrnar ef þú treyst- ir mér ekki. En þú hefur alls enga Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.