Vikan


Vikan - 25.07.2000, Page 56

Vikan - 25.07.2000, Page 56
Á hvaða lyfjum en barnið þitt? Heilbrigðisvandamál yngstu kynslóðarinnar Tækninni fleygir fram í læknauísindunum og öll erum við Hakklát fyrir bær framfarir. Með aukinni Uekkingu, menntun og reynslu er nú farið að uera mögulegt að búa til lyfja- blöndur sem eru gefnar við hinum ýmsu kuillum og sjúk- dómum, bæði meðai barna og fuiiorðinna. í takt við bessa bróun eykst lyfjaneysla barna í hinum vestræna heimi stöðugt og bar eru íslensk börn engin undantekning. Þróun- in undanfarna áratugi er ógnvænleg hér á landi, sérstaklega í Ijósi bess að raunverulegar aukaverkanir bessara lyfja eiga eftir að koma í Ijós begar æska dagsins f dag eidist. óðir ein mætti meö ~ I^L /H sjö ára dóttur sína ^ I I á leikjanámskeið í o> 1 ▼ _A_Reykjavíkísumar. “ Leiðbeinandinn, sem var ung og glaðleg stúlka, tók á móti barn- inu, fékk nauðsynlegar upplýs- ■<u ingar um aðstandendur, sneri sér ™ svo að móðurinni og spurði: „Á ™ hvaða lyfjum er hún?“ Móðirin hváði. „Á hvaða lyfjum? Hún er “ ekki á neinum lyfjum.“ „Þetta er œ fyrsta barnið sem ég innrita í l_ morgun sem þarf ekki að taka nein lyf,“ sagði stúlkan og fór að ræða um þessa gríðarlegu lyfja- inntöku barnanna á námskeið- inu. Móðirin var forvitin og spurðist fyrir um hvaða lyf það væru sem börnin væru að taka og hvort hún hefði innritað barnið óvart á námskeið ætlað veikum börnum. Leiðbeinandinn leið- rétti þann misskilning og sagði að námskeiðið væri ætlað heilbrigð- um börnum, þetta virtist bara vera þróunin í dag. Hún kunni ekki að nefna öll lyfin með nafni en mörg væru á lyfjum sem væru ætluð ofvirkum börnum (trúlega rítalín). Einhver voru svo með asmapúst, örfáir þurftu að taka penisillín og ein stúlka í hópnum þurfti að taka flogaveikilyf. Móð- urinni brá að vonum við þessar fréttir en eftir að hafa aflað sér upplýsinga um stöðu þessara mála sá hún svart á hvftu að þetta var ekki einsdæmi. Slímhúðin og sýklalyf íslensk börn innbyrða gríðar- legt magn lyfja á ári hverju en því miður var ekki hægt að fá ná- kvæmar upplýsingar þess efnis og því ekki hægt að styðjast við neinar tölur í þessum efnum. í samtölum við lækna og foreldra má þó greina að töluvert stór hópur barna þarf að vera á lyfj- um í hverjum mánuði. Að sjálf- sögðu er stór hluti þessara lyfja þeim lífsnauðsynlegur og frábært að búa við þær aðstæður að börn sem fæðast með sjaldgæfa og erf- iða sjúkdóma geti sigrast á þeim, þökk sé góðum lyfjum. Því má heldur ekki gleyma að íslensk börn virðast gjarnari á að fá eyrnabólgu en börn í nágranna- löndunum og skýrir það að hluta til gífurlega mikla sýklalyfjanotk- un hér á landi. Þau börn sem eru vön að fá í eyrun eru oft viðkvæm í slím- húðinni, eru að fá lungnabólgu, sýking- ar í kinnbeinin og svo mætti lengi telja. Sýklalyf geta verið lífsnauðsynleg og því er ekki verið að am- ast við notkun þeirra. Foreldrar ættu samt að hafa í huga að hver sýklalyfja- skammtur sem barn- ið lætur ofan í sig get- ur aukið líkurnar á óþoli fyrir sýklalyfjum síðar. Mörg börn þola sýklalyfin illa og fá gríðarlega miklar aukaverkan- ir. Þau fá mikinn niðurgang, ljót útbrot á bleiusvæðinu og svitna mikið, svo fátt eitt sé nefnt. Það er nauðsynlegt að gefa börnum einhver bætiefni samhliða pen- isillíngjöfinni. LGG+ hylki og AB gerlarnir styrkja þarmaflór- una og magann. Fullorðnu fólki er ráðlagt að taka inn Acidophilus á meðan það tekur sýklalyf. f apótekum og heilsu- búðum má fá upplýsingar um sambærileg efni sem hægt er að gefa börnum. Hitt er svo annað mál að gífurlega mörg börn eru á róandi lyfjum, svefnlyfjum og öðrum lyfjurn sem hafa áhrif á hegðunarmynstur þeirra. Það eru þessi börn og lyfin sem þau eru að innbyrða sem valda mörg- um áhyggjum. Hvaða áhrif munu lyfin hafa á líkamlegan og and- legan þroska barnanna? Hvað er svefntruflunP Mörg lyfjanna eru gefin tíma- bundið, rétt á meðan verið er að yfirstíga vandamál, eins og t.d. svefntruflanir barna. Þeir for- eldrar sem grípa til þess ráðs að gefa börnunum svefnlyf eru yf- irleitt orðnir úrvinda af þreytu og gjörsamlega ráðalausir. Þeir óska kannski eftir svefnlyfinu til að reyna að brjóta upp vítahringinn og láta barnið sofa og fá hvíld. Það er fullkomlega skiljanlegt að fólk grípi til þessa ráðs þegar það hefur reynt allar aðrar leiðir og þar sem þetta er ein þeirra leiða sem er í boði, af hverju ekki að notfæra sér hana? Því miður er reyndin sú að margir foreldrar stökkva af stað og fá róandi lyf um leið og vanda- málin koma upp í svefnmynstri barna. Börn eru jú börn og sofa ekki alltaf samkvæmt klukku. Það getur tekið þau nokkra mán- uði og jafnvel upp í tvö ár að fara að sofa eins og fullorðið fólk. Þótt þau vakni klukkan sex á morgana, telst það ekki svefn- truflun. Þótt þau vakni á kvöld- in, þá telst það ekki vera svefn- truflun heldur má vera að það sé eitlhvað athugavert við atferli og samskipti foreldranna við barn- ið. Ein góð og gild regla er að gefa barninu ekki að drekka eft- ir að það fer að sofa. Þá er átt við stálpaðri börn sem eru hætt á brjósti og pela. Börn eru fljót að finna út hvernig á að spila á for- eldra sína og ganga eins og langt og þau komast. Foreldrarnir þurfa að setja mörkin og standa við þau. Barn sem vaknar á „Hún kunni ekki að nefna öll lyfin með nafni en mörg barnanna voru á lyfjum sem voru ætluð ofvirkum börnum (trúlega rítalín). Einhverjir voru svo með asmapúst, örfáir burftu að taka inn sýklalyf og ein stúlka í hépnum burfti að taka flogaueikílyf. 56 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.