Vikan


Vikan - 03.10.2000, Síða 2

Vikan - 03.10.2000, Síða 2
Sálfræðingurinn fékk nýjan sjúkling inn til sín. Hann var með steikt egg á höfðinu og beikon- strimla hangandi á eyrunum. Sálfræð- ingurinn vildi ekki gera sjúklinginn æstan eða sáran svo hann lét eins og ekkert væri og sagði: „Vertu vel- kominn, Ég vona að ég geti hjálpað þér eitthvað, er eitthvað að hrjá þig?“ „Nei, nei. Ég kom eiginlega af því að hef hef svo miklar áhyggjur af kon- unni minni. Hún heldur að ég sé bilaður." Nonni setti hundinn sinn í pössun hjá Palla meðan hann fór í frí og sagði að hann gæti haft gagn af hundinum því ef hann fengi fimmhundruðkall í kjaftinn þá færi hann í sjoppuna og keypti dagblaðið, kók og prins og kæmi með það heim. Palli trúði þessu en ákvað samt að prófa og sendi hundinn út með þúsundkall í kjaft- inum. Hundurinn fór af stað og loks- ins þegar hann drattaðist til baka, þrem klukkustund- um seinna, var hann allslaus. Þegar Nonni kom til baka rukkaði Palli hann um þúsundkallinn og sagði að hundurinn hefði týnt honum. „Týnt honum! Hann hefur sko ekkert týnt honum. Ég sagði þér að láta hann hafa fimm- hundruðkall, hann fer bara í bíó ef hann fær meira!“ Jói var að reyna að græða upp lóðina við nýja raðhúsið sitt og það gekk illa að fá gróður- inn til að dafna. Hann hringdi í garð- yrkjumann til að leita ráða hjá honum og lýsti jarðveginum í símann: „ Það er frekar lítill raki í jarð- veginum hér, hann er mjög grýttur og leir- kenndur og það er ekki mikil sól hérna austan við húsið. Hvað heldurðu að væri gott að setja niður hér?“ „Ég myndi setja flagg- stöng“ var svarið. Tvær fylli- byttur sátu á barnum og var farið að leiðast. „Komum í sjónvarps- leik“ segir annar. „Hvernig er hann?“ „Ég lýsi ein- hverri sjón- varpsstjörnu og þú átt að geta hver það er?“ „Ókey, byrj- aðu.“ „Ég er 170 sentimerta há, með stór brjóst og ávalar mjaðmir, þrýstn- ar varir og blá augu. Ég er í flegnum, rauð- um kjól og sit við skrif- borð og horfi á þig, bláum augum. Hver er ég?“ Hinn, sem var enn fyllri en sá fyrrnefndi, reyndi án árangurs að stramma sig af og hugsa en sagðisvo: „Mér er alveg sama hver þú ert, komdu bara og kysstu mig.“ Læknirinn hringdi í sjúk- linginn: „Ég verð að til- kynna þér að ávísunin sem þú borgaðir mér með er því miður innistæðu- laus og ég hef ekki getað leyst hana út.“ „En heppilegt," svaraði sjúklingurinn. „Mér er líka alveg jafn illt í maganum og áður en ég kom til þín.“ „Jæja Gunni minn. Ég sá ykkur hjónin vera að höggva í eldinn við sumar- bústaðinn ykkar í gær. Mik- ið er gott að allt er komið í lag og þið eruð hætt við að skilja." „Við erum ekkert hætt við það, við vorum að skipta innbúinu."

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.