Vikan


Vikan - 03.10.2000, Side 4

Vikan - 03.10.2000, Side 4
Kæri lesandi 77: ri a X n rir nokkrum árum lenti ég í merkilegu boði þar sem saman voru komnir nokkrir blaða- mennfrá öllum Norð- urlöndunum. Þegar menn voru búnir að borða vel og spjalla um daginn og veginn (og sumir búnir að vökva lífsblómið örlít- ið) komfram sú skelfi- lega tillaga að allir œttu að syngja þjóð- Þióðsöngurinn sönginn sinnfyrir hópinn. Mér brá hroðalega, enda var ég eini Is- lendingurinn í hópn- um og allir vita jú hvernig það er að syngja þennan ágœta söng, jafitvel þegar liðsinni er affleira fólki. Eg marði það að syngjafyrsta erindið en það verð ég að við- urkenna að mér leið hreint ekki vel og ég var eiginlega hálf miður mín aðfara svona með þettafal- lega lag. Eg varð þó fegin að enginn skildi textann því ég hefði síður vilja draga menn niður íþunglyndi í þessu skemmtilega boði. Eg er vel liðtœk til að kyrja alls kyns skátasöngva og partíslagara þegar á þatfað halda, en þjóðsönginn get ég einfaldlega ekki sung- iðfremur en aðrir meðaljónar í sönglist. Auk þess er hann alls ekki vel til þess fallinn að vera sunginn á gleðistundum. Oft hefur þessi ágœta uppákoma rifjast upp fyrir mér þegar ég hlusta á landa mína reyna að krafsa sig fram úr því að syngja fósturjörðinni til dýrð- ar með vœgast sagt misjöfnum árangri. Það liggur stundum við að maðurfari hjá sér. Mér finnst það ömurlegt að við skul- um hafa þjóðsöng sem þarfnast þraut- þjálfaðra óperuradda til að hœgt sé að syngja hann skamm- laust. Eg er stolt afþví að vera íslendingur og ég vona að það séufleiri. Við þurfum á því að halda aðfinna til sam- stöðu og við eigum að gleðjast yfir því búa á þessufallega landi og vera hluti afþeirri menningu sem hér rík- ir. Við eigum að nota fánann okkar á gleði- stundum og skreyta með honum þegar við höldum veislur og við ættum líka með réttu að geta sungið þjóð- sönginn saman, okkur og öðrum til ánægju. Því segi ég eins og fieiri hafa gert á und- an mér: Skiptum um þjóðsöng! Veljum GLAÐLEGT lag sem allir geta sungið og texta sem færir birtu og ást á landinu inn í sálina. Ég styð ein- dregið þá tillögu að „ísland er land þitt“ verði þjóðsöngur okk- ar. íþessari Viku segjum við lesendum frá tveim konum sem urðu mœð- ur mjög ungar, lífs- reynsla þeirra er að vísu ekki einsdœmi á Islandi en svo ungum mœðrumfer þófœkk- andi hér. Dansinn er íþrótt sem er mjög vanmetin og við heim- sækjum danskennara sem segja okkurfrá dansinum og dönsur- unum. Auk þessa efnis er blaðið troðfullt af skemmtilegum grein- um ogfallegum mynd- um eins og alltafog við segjum eins og alltaf... Njóttu vikunnar! Jóhanna Harðardóttir, ritstjóri Ritstjórar: Jóhanna G. Hardardóttir og Hrund Hauksdóttir, vikan@írodi.is. Útgefandi: Fróði Itf. Seljavegi 2, sínii: 515 5500 fax: 515 5599. Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson. Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðviksson, simi: 515 5515. Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir, simi: 515 5512. Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir, Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, Guðriður Haraldsdóttir og Margrét V. Helgadóttir. Auglýsingastjórar: Ingunn B. Sigurjónsdóttir og Sigriður Sigurjónsdóttir vikanaugl@frodi.is. Grafiskur hönnuður: Guðmundur Ragnar Steingrimsson. Verð í lausasölu 459 kr. Verð í áskrift ef greitt er með greiðslukorti 344 kr. á eintak. Ef greitt er með giróseðli 390 kr. á eintak. Litgreining og myndvinnsla: Fróði hf. Unnið i Prentsmiðjunni Odda hf. Oll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Áskriftarsími: 515 5555

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.