Vikan


Vikan - 03.10.2000, Qupperneq 7

Vikan - 03.10.2000, Qupperneq 7
Guðný Heiðbjört: „Huerj- um hefðí svo sem átt að detta í hug að 13 ára, ófermd stúlka ætti von á barniP Mamma tók bessu með undraverðri ró, enda ekki annað að gera úr bví sem komíð var. Það má segja að ég hafi fengið vægt taugaá- fali begar betta varð op- inbert en um ieið var ég fegín." ir Prúður. „Mamma eignaðist mig þegar hún var aðeins 17 ára og ég vissi að hún óskaði mér ekki þess að lenda í því sama. Hún tók þessu þó mjög vel en gerði mér grein fyrir að ég yrði að taka ákvörðun og axla ábyrgðina á því að verða móðir. Mamma var ófrísk að yngstu systur minni á þessum tíma, en hún fæddist í júní en ég átti Ragnheiði í nóv- ember. Mamma var því aðeins 33 ára þegar hún varð amma,“ seg- ir Þrúður og brosir. Guðný segist ekki hafa sagt neinum frá því að hún ætti von á barni. „Mamma gekk á mig í des- ember þegar ég var komin 6 mánuði á leið. Ég bjó í sveit og var í heimavistarskóla sem hef- ur sennilega auðveldað mér að halda þessu leyndu. Reyndar sást nánast ekkert á mér fram að þeim tíma, ég gekk í sömu föt- unum og gerði allt eins og ég var vön, hvort sem það var að fara í leikfimi í skólanum eða ganga í sveitastörfin. Hverjum hefði svo sem átt að detta í hug að 13 ára, ófermd stúlka ætti von á barni? Mamma tók þessu með undra- verðri ró, enda ekki annað að gera úr því sem komið var. Það má segja að ég hafi fengið vægt taugaáfall þegar þetta varð op- inbert en um leið var ég fegin. Ég man ekki eftir að hafa fund- ið fyrir öðru en góðum hug og miklum stuðningi. Það lögðust allir á eitt að gera það besta úr þessu og vernda mig, hvort sem það voru vinir, ættingjar eða skólafélagar," segir Guðný. Fæðingin erfíð Guðný fór ekki í skólann aft- ur eftir jólafrí. „Þetta var mikill snjóavetur og mömmu fannst ör- uggast að ég myndi dvelja í Reykjavík það sem eftir væri meðgöngunnar ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis. Ég fór því suður í janúar og bjó hjá frænku minni en ég átti barnið í mars. Þegar hríðirnar hófust vissi ég að ekki yrði aftur snúið. Fæðingin var erfið, Gunnhildur náði ekki að klára að snúa sér og þegar út- víkkunin var um það bil hálfnuð stoppaði allt saman. Ég fékk mænudeyfingu og hún var tekin með töngum. Það var yndisleg tilfinning að fá hana í fangið. Það helltust yfir mig sterkar móður- tilfinningar gagnvart þessari litlu veru og ég var með hana á brjósti í sex mánuði. Ég fermdist snemma um sumarið og hélt þá á Gunnhildi undir skírn. Um haustið þurfti ég að fara í heimavistina, enda átti ég tvö ár eftir af grunnskólanum. Gunnhildur varð eftir hjá foreldrum mfnum í sveitinni og ég kom heim um helgar eins og áður. Mér fannst óskaplega erfitt að skilja hana eftir og ég saknaði hennar mik- ið,“ segir Guðný. Þrúður var byrjuð í Iðnskólanum og seg- ist lítið hafa hugsað út í fæðinguna sjálfa á meðgöng- unni. „Ég ætlaði að taka jólapróf- in í skólanum því Ragnheiður átti ekki að koma í heiminn fyrr en í fyrsta lagi 1. desember. Hún lét hins vegar ekki bíða eftir sér og fæddist tveimur vikum fyrir áætl- aðan tíma. Fæðingin gekk mjög vel en þegar verkirnir voru sem verstir hefði ég verið alveg til í að hætta við. Sársaukinn gleymdist þó fljótt þegar ég fékk þessa litlu mannveru í fangið. Það var eins og hjartað bráðnaði þegar hún var lögð í fangið á mér, og ég gerði mér þá fyrst almennilega grein fyrir því að ég bæri ábyrgð á henni,“ segir Þrúður með þunga í röddinni. „Ég fór hins vegar í jólaprófin þótt Ragnheið- ur væri aðeins 2 vikna og gekk vel.“ Mikili munur á meðgöng- um Frænkurnar eru sammála um að fyrsta meðgangan hafi verið frábrugðin þeim síðari. „Það eru engar tvær meðgöngur eins,“ segir Þrúður, „ég er alltaf að upp- götva eitthvað nýtt og finnst alltaf jafnspennandi að ganga með og eignast barn en þegar ég átti fyrsta barnið leið mér stund- um eins og ég væri lítil stelpa í dúkkuleik.“ Guðný segir allar meðgöng- urnar hafa gengið vel en andlega hafi upplifunin verið ólík. „I fyrstu meðgöngunni var ég ekki fyllilega meðvituð um það sem var að gerast í líkama mínum. Ég fór ekki í hefðbundið mæðraeft- irlit, sónar eða læknisskoðun fyrstu sex mánuðina þar sem ég reyndi í lengstu lög að leyna því að ég væri með barni. Ég fylgd- ist hins vegar mjög vel með með- göngunni þegar ég gekk með Brynjar Gauta og fannst ég að mörgu leyti vera að upplifa með- göngu í fyrsta sinn.“ Kúventi lífi sínu Höfðu barneignirnar áhrif á menntun þeirra? „í rauninni ekki mikil,“ segir Guðný. „Ég kláraði grunnskól- ann og fór suður í menntaskóla. Það lögðust allir á eitt svo ég gæti gengið menntaveginn. Við bjugg- um heima hjá foreldrum mínum Þriíður með Ragnlieiði. og þeir að aðstoðuðu mig mikið við uppeldið á Gunnhildi. Þegar ég fór suður í skóla varð hún eft- ir hjá þeim og ég kom heim um helgar. Eftir að ég átti Brynjar Gauta, þá 22 ára, fluttist ég aft- ur í sveitina og í fyrra keyptum við Guðjón, eiginmaður minn, kúabú foreldra minna að Syðri- Knarrartungu í Breiðuvík. Und- anfarin tvö ár hef ég verið í fjar- námi við Landbúnaðarháskól- ann á Hvanneyri samhliða bú- störfunum og útskrifast þaðan sem búfræðingur í vor.“ Þrúður segir að tilkoma Ragn- heiðar hafi haft mikil áhrif á hana og í rauninni orðið til þess að hún kúventi lífi sínu. „Ég var í miklu ójafnvægi þegar ég varð ófrísk að Ragnheiði og líf mitt var ekki í já- kvæðum farvegi. Ég efast um að ég hefði gengið menntaveginn þó að ég hefði ekki orðið ófrísk. Ragnheiður var í rauninni bjarg- vættur minn og ég tók sjálfa mig í gegn, axlaði mína ábyrgð og breytti lífi mínu til betri vegar. Mig langar að læra meira og er ákveðin í að fara í nám þegar ég hef ákveðið hvað ég vil læra. Það er aldrei að vita nema ég í fylgi í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.