Vikan - 03.10.2000, Page 8
fótspor mömmu og útskrifist úr
háskóla rúmlega fertug," segir
Prúður og fær sér sopa af heitu
súkkulaði.
Guðný var ekki í sambandi við
föður Gunnhildar þegar hún
fæddist og það slitnaði fljótlega
upp úr sambandi Þrúðar og
barnsföður hennar. „Gunnhildur
hefur samt alltaf samband við
föður sinn," segir Guðný. Þrúð-
ur og Ragnheiður bjuggu einar
þar til Þrúður kynntist Árna
Baldri, eiginmanni sínum en
hann ættleiddi Ragnheiði fyrir 3
árum. Það var Ragnheiði mikil-
vægt að hafa sömu stöðu og syst-
ur hennar þó að hún hafi alltaf
verið alin upp sem dóttir okkar
beggja. Það var mikil gleðistund
þegar hún varð Árnadóttir," seg-
ir Þrúður og brosir.
Ungar mðmmur Ifka af-
skiptasamar
Guðný og Þrúður segja dætur
sínar ekki mikið spá í hversu ung-
ar mæður þeirra séu. „Stundum
finnst Gunnhildi það vera spenn-
andi en þess á milli er ég bara
mamma,“ segir Guðný og brosir
og Þrúður samsinnir henni.
Ragnheiður hefur stundum ver-
ið að spá í aldur minn, sérstak-
lega þegar
hún byrjaði í
skóla. Hún
varð til dæm-
is stór-
hneyksluð á
bróður
bekkjarfé-
laga síns sem
var jafngam-
all og ég og
bjó ennþá
heima hjá
pabba sínum
og mömmu,“
segir Þrúður
og hlær.
Hún segir
ýmsa kosti
fylgja því að
vera ung
mamma.
„Það er t.d.
stutt síðan
við vorum
unglingar og
við munum
enn vel
hvernig það var,“ segir Þrúður.
Guðný samsinnir henni og segir
að stundum séu þær Gunnhild-
ur nær því að vera vinkonur en
mæðgur, „en stundum finnst
henni ég hins vegar vera afskap-
lega afskiptasöm mamma,“ seg-
ir hún og hlær.
Þrúður segir að sér hafi verið
bent á það um daginn að hún gæti
orðið amma eftir fáein ár. „Mér
leist nú ekkert of vel á það og
sagði það við Ragnheiði sem leit
forviða á mig og sagði: „Mamma,
ég ætla nú ekki að eignast barn
fyrr en ég er orðin 25
ára og búin að læra.“
Guðný segist vona að
það sama verði uppi
á teningnum hjá
Gunnhildi. „Mér
finnst ég óskaplega
rík að eiga svona stóra
stelpu og allt hefur þetta bless-
ast en hennar vegna vona ég að
hún klári námið fyrst og lifi líf-
inu aðeins áður en hún bindur
sig.“
Það eru til getnaðaruarnir
Þrátt fyrir ungan aldur á Þrúð-
ur fleiri börn en gerist og geng-
ur. Hvaða viðbrögð fær hún við
því? „Það er mjög algengt að
fólk spyrji í gríni hvort ég viti ekki
að til séu getnaðarvarnir eða þá
hrósar mér fyrir dugnaðinn en
spyr um leið: „Hvernig nennirðu
þessu?“ Mér finnst forréttindi að
geta eignast börn og finnst ofsa-
lega gaman að eiga svona mörg.
Eg er núna heimavinnandi en var
í fullri vinnu þegar ég var með
tvær elstu stelpurnar. Við hjónin
unnum bæði vaktavinnu, það var
erfitt að fá barnapössun og við
vorum aldrei öll saman í einu.
Mig langaði að kynnast börnun-
um mínum betur, fylgjast með
þeim þroskast og taka þátt í öllu
því ferli. Við tókum því þá
ákvörðun þegar Birna Rut var 2
1/2 árs að ég yrði heimavinnandi
þótt það þýddi að fjárhagslega
myndi þrengja að okkur. Þegar
ég átti Snæfríði Sól þá var það í
fyrsta sinn sem ég fylgdist með
barninu mínu fara að skríða,
ganga og heyra það segja fyrstu
orðin. Slík uppiifun verður ekki
keypt fyrir peninga. Stelpunum
finnst afskaplega notalegt að ég
sé heima þegar þær koma heim
úr skólanum.
Mér finnst móðurhlutverkið
mjög vanmetið í þjóðfélaginu
Fólki finnst maður ekki gera
neitt ef maður er heimavinnandi.
Það segir jafnvel: „Já, þú gerir
ekkert.“ Ég verð stundum
hvekkt á þessu viðhorfi því þarf
mjög gott skipulag til þess að láta
daglegt líf svona stórrar fjöl-
skyldu ganga upp. Ég fæ einnig
mjög góðan stuðning frá fjöl-
skyldunni og er sannfærð um að
ég á bestu tengdamömmu í
heimi,“ segir Þrúður.
Sveitin er barnvæn
Guðný tekur undir með Þrúði
og segir ómetanlegt að geta alltaf
verið með börnunum. „Börnin
vita alltaf af manni og það veitir
þeim öryggi. I sveitinni taka
börnin virkan þátt í bústörfun-
um. Þetta er lítið samfélag og
persónulegt og hér skiptir hver
einstaklingur miklu máli. Skólinn
er lítill og heimilislegur og hér er
maður ekki foreldri einhvers
barns í einhverjum bekk. Sam-
félagið er einfaldara og gegn-
særra. Börnin taka þátt í lífi full-
orðinna, það eru ekki þessi
skörpu skil á milli vinnu foreldra
og heimilislífsins eins og er í
borgunum. Gunnhildur er nú
komin suður í menntaskóla og ég
verð að viðurkenna að ég er svo-
lítið hrædd um hana þar því
Reykjavík er orðin stórborg með
öllum þeim kostum og göllum
sem því fylgja. Mér finnst ég vera
öruggari með börnin hér en í
Reykjavík. Eini raunverulegi
ókosturinn finnst mér að hérna
hafa þau ekki sama aðgang að
tómstundastarfi og í borginni.
Brynjar Gauti hefur geysilega
mikinn áhuga á fótbolta en hér er
ekkert lið sem hann getur æft
með,“ segir Guðný.
Að vera vinur barnanna
sinna
Þær eru sammála um að það sé
mikilvægt að vera vinur barn-
anna sinna, bera virðingu fyrir
þeim og því sem þau eru að gera
ogagaþauájákvæðanhátt. „Það
verður að setja börnum skýr og
sanngjörn mörk svo þau viti hvað
sé leyfilegt og hvað ekki. Það er
líka nauðsynlegt að útskýra fyr-
ir þeim hvers vegna sumt er
bannað eða ekki hægt að gera,“
segir Þrúður ákveðin. „Mér
finnst mikilvægt að börn beri
virðingu fyrir umhverfi sínu og
fólkinu í kringum sig og fullorðn-
ir þurfa líka að taka til-
lit til barna og ung-
linga, þau eru líka
fólk,“ segir Þrúður.
Frænkurnar líta
hvor á aðra og hlæja
þegar þær eru spurðar
um frekari barneignir.
„Guðjón, maðurinn minn, vill
eiga fleiri en ég er ekki alveg á
því,“ segir Guðný og brosir.
Þrúður hlær og segir það ekki úti-
lokað, en Árni Baldur segir að
kvótinn sé búinn. „En veit mað-
ur nokkurn tímann hvað framtíð-
in ber í skauti sér?“ segir hún og
lítur kankvíslega á frænku sína
sem hristir höfuðið til samþykk-
is.
Þrúður: „Fólki finnst maður ekkí gera neitt
et maður er heimavinnandi. Það segir jafn-
vel: „Já, bú gerir ekkert." Ég verð stundum
hvekkt á bessu viðhorfi bví barf mjög gott
skipulag til bess að láta daglegt líf svona
stórrar fjölskyldu ganga upp.“
8
Vikan