Vikan - 03.10.2000, Page 12
Dansíþróttafélagið Gulltopp-
ur. Áhugamenn þ.e. forsvars-
menn og stjórnendur þessara
dansíþróttafélaga í Dans-
íþróttasambandi Islands,
tóku við skipulagningu og
rekstri íslandsmeistara-
keppninnar árið 1997.“
Suðuramerískur taktur í
íslendinBum
Þegar talað er um samkvœm-
isdansa detta flestum suðuram-
erískir dansar fyrst í hug. Eru
keppnisdansarnir upprunnir í
Suður-Ameríku ?
„Keppnisdansinn skiptist í
tvær greinar og eru fimm
dansar í hvorri; sígilda dansa
eða „standard“ dansa, sem
eru tangó, enskur vals, hæg-
ur foxtrott, kvikkstepp og
vínarvals, og svo suðuramer-
íska dansa, þótt einn þeirra sé
ekki beint frá þeirri heims-
álfu. Suðuramerísku dansarn-
ir eru samba, chachacha,
rumba, paso double og jive.
Sá síðastnefndi er reyndar
ekki suðuramerískur heldur
er meira bara amerískur dans
sem varð til upp úr seinni
heimsstyrjöldinni. Hann var
settur inn í seinni tíð sem
oddadans því betra er að haf a
fimm dansa en fjóra til að fá
betri niðurstöðu og dansinn
hefur svona ákveðið suður-
amerískt yfirbragð."
En tangó er upprunninn í
Suður-Ameríku, hvers vegna er
hann þá ekki með Suður-Amer-
ísku dönsunum fremur en þeim
sígildu?
„Tangó er vissulega upp-
runninn í Argentínu en í raun
eru ekki dansaðir uppruna-
legu dansarnir heldur evr-
ópskar útfærslur af þessum
dönsum sem hafa þróast hér.
Ef farið er til landanna þar
sem þeir eru upprunnir sér
maður ekki sömu dansana
dansaða og við sjáum á
danskeppnum hér. Það er
búið að útfæra þá, staðla þá í
ákveðið form. í danskeppni er
annars vegar keppt í dansi
með grunnaðferð og hins veg-
ar frjálsri aðferð. Undir tólf
ára aldri dansa allir með
grunnaðferð. Þá eru ákveðin
spor sem fara eftir alþjóðlegu
kerfi. Það má bara dansa þau
spor og það er ákveðið hvað
má koma á undan og hvað á
eftir. Þau hafa ákveðna val-
möguleika að vísu en mega
lítið víkja út frá reglunum.
Þegar keppendur hafa
náð tólf ára aldri mega þeir
dansa með frjálsri aðferð.
Þá breytist þetta mjög mik-
ið og leyfilegt er að fara út
fyrir þessi grunnspor.
Dansarnir þurfa þó að
halda sínum sérkennum en
segj a má að hvert par semji
sinn dans að nokkru leyti
sjálft. Byggt er á grunn-
sporunum og dansinn lát-
inn halda einkennum sín-
um en að öðru leyti er að-
ferðin frjáls. Pörin dansa
því yfirleitt ekki sömu
sporin og það er ekki sama
niðurröðun á sporum fyr-
ir hvert par.“
Dansíbróttin í mikilli
uppsueiflu
Fyrir nokkru var íslensk at-
hafnakona í viðtali við Vikuna
og hún nefndi að þegar hún
stjórnaði útvarpsþœtti á
Tasmaníu í Astralíu hafi hún
einhverju sinni spilað mörg lög
með Milljónamæringunum og
Hauki Morthens. Eftir þáttinn
liringdi til hennar hlustandi sem
var alveg undrandi á hversu
mikið var um suðrœna sveiflu í
íslenskri tónlist - og suðuramer-
ískir dansar eru mjög vinsœlir
hér. Hvernig stendur á þessu?
„Ég hef oft velt þessu fyrir
mér í gegnum tíðina og hef
svo sem enga skýringu á
þessu beint. Suðuramerísk
tónlist virðist höfða mjög til
íslendinga og við erum hér
langt norður í höfum.
Kannski fer okkur bara að
dreyma um sól og heitar
strendur. Hér áður fyrr var ár-
angur keppenda í dansi yfir-
leitt betri í suðuramerískum
dönsum. Það hefur að vísu
verið að breytast nokkuð síð-
ustu ár og árangurinn verið
nokkuð jafn í báðum grein-
um. Við erum orðin jafnvíg á
sígilda dansa og suðuramer-
íska. Áhuginn á suðuramer-
ískum dönsum er mjög mik-
ill og meðal almennings er
hann meiri. Það er erfitt að
geta sér til um hver ástæðan
er. Þetta er auðvitað mjög
skemmtileg tónlist, mjög
skemmtilegur taktur og fólk
fer ósjálfrátt að langa til að
hreyfa sig þegar það heyrir
þessa tónlist. Hún kallar ein-
faldlega fram í okkur dans-
þörfina.
Kannski er það bara vit-
leysa að við séum frá Evrópu.
Víkingarnir fóru hugsanlega
bara mun lengra en til Vín-
lands. En að öllu gamni
slepptu þá er áhuginn á suð-
uramerískum dönsum og tón-
list ekki bundinn við ísland.
Mér dettur í hug bæði Sant-
ana og Ricky Martin sem hafa
verið að gera garðinn frægan
að undanförnu. Santana gaf
út nýja plötu eftir langt hlé
sem var með suðuramerísku
ívafi og hún sló í gegn.“
Hvort sem Kara hefur rétt
fyrir sér í því að Islendingar
séu örlítið suðrænir í sér eða
ekki er að minnsta kosti alveg
víst að dansíþróttin er í mik-
illi uppsveiflu hér á landi um
þessar mundir. Kara og Jón
Pétur, dansfélagi hennar,
urðu íslandsmeistarar í dansi
tuttugu og sex sinnum. Þau
unnu allar keppnir sem þau
tóku þátt í hér á landi nema
tvær. Jón Pétur og Kara stofn-
uðu síðan saman dansskólann
og hófu að þjálfa ungt fólk í
dansi. Þau fóru í keppnisferð-
ir til útlanda með nemendum
sínum og tóku þá stundum
sjálf þátt, ekki í þeim til-
gangi að vinna heldur að
afla sér reynslu sem kæmi
skjólstæðingum þeirra til
góða. Dansskólinn er
nokkurs konar fjölskyldu-
fyrirtæki hjá þeim félögum
því eiginmaður Köru sinn-
ir bókhaldi og rekur skrif-
stofuna þar. Aðsókn að
skólanum er mikil og
stöðug og þau kenna flesta
daga vikunnar frá morgni
til kvölds. Tíð Jóns Ög-
mundssonar biskups er til
allrar lukku löngu liðin og
engin hætta á að dansgleð-
in sem ríkir í Dansskóla
Jóns Péturs og Köru fari
fyrir brjóstið á neinum.
12 Vikan