Vikan


Vikan - 03.10.2000, Side 16

Vikan - 03.10.2000, Side 16
Þórunn Stefánsdó11 i r þýddi Helgin leit út fyrir að fá ömurlegan endi. Ég var búin að hlakka til þess að liggja mak- indalega í sófanum og horfa á gamla kvikmynd í sjónvarpinu, eins og þær gerðust bestar í Hollywood í gamla daga, en í stað þess stóð ég og tæmdi úr óhreinatauskörfunni í svartan ruslapoka. Dóttir mín, sem er á táningsaldri, horfði á mig stórum augum. „Hvert ertu að fara?“ „í þvottahúsið. Ég er nú ekki vön að ganga um götur borgar- innar með ruslapoka án þess að hafa til þess góða og gilda ástæðu. Ég vona að þú kunnir að meta það að ég taki yfirhöfuð í mál að snerta á þvottinum þínum." Seinna átti ég eftir að vera henni þakklát, en á þessari stundu gat ég ekki stillt mig um að bölva henni í hljóði. Þetta var nefnilega allt nærbuxunum henn- ar að kenna. Þær eru svo efnislitl- ar að þær enda oftar en ekki í sí- unni. Og þegar þvottavélar eru gamlar og lúnar, eins og þvotta- vélin mín, verður maður, eins og viðgerðarmaðurinn hefur bent okkur mæðgunum á, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að setja litlu hlutina í sér poka. Það er eins gott að hún muni eftir því í framtíðinni, hugsaði ég og gnísti tönnum af reiði um leið og ég skellti útihurðinni á eftir mér. Það var enginn í þvottahúsinu. Ég tróð þvottinum í vélina og settist niðurmeðmann- bætandi bók. Alla vega var hún betri kostur en að horfa á þvottinn veltast um í vél inni. Þetta var þykk bók, full af konum í krínólínum og vel stæðum jarðeigendum. Elskendurnir voru að hittast í fyrsta sinn þegar dyrnar opnuð- ust og karlmaður gekk inn. Það var ekki hægt að segja að hann líktist Hollywoodstjörnu og hann var alls ólíkur landeiganda, en samt var eitthvað við hann. Ég virti hann fyrir mér meðan hann tróð gallabuxum, sokkum og bómullarbolum í þvottavélina. Því næst dró hann upp fótbolta- búning, sem greinilega var ný- kominn af orustuvellinum, nema liðið hans léki í drullubrúnum lit. Ég var rétt byrjuð að gera mér mynd af honum í huganum, þar sem hann var klæddur eins og ríki jarðeigandann í sögunni, þegar þurrkarinn stöðvaðist. Ég braut þvottinn saman, fór í jakkann og var að renna rennilásnum á tösk- unni þegar ég heyrði hann ræskja sig fyrir aftan mig. Ég sneri mér við. „Átt þú þessar?“ spurði hann. Hann hélt á nærbuxum. Þær voru bleikar, úr næfurþunnri blúndu. Einar af nærbuxunum hennar Emmu, auðvitað. Það leið ekki á löngu áður en andlitið á mér var orðið á litinn eins og nærbuxurnar. Við horfð- umst í augu og ég komst að þeirri niðurstöðu að almennings- þvottahús væru alls ekki svo vit- laus hugmynd. „Ekki ég,“ svaraði ég með miklum áhersluþunga. „Dóttir mín á þær. Þakka þér fyrir.“ „Ekkert að þakka,“ sagði hann og hvarf út í nóttina. „Hvernig leit hann út?“ spurði Emma skömmu seinna meðan hún hjálpaði mér að ganga frá þvottinum. „Hann er sætur. Og ég held að hann sé svolítið feiminn. Hann er hávaxinn, dökkhærður og eftir útlitinu að dæma er hann ógiftur Emma hló. „Þú ert engu lík. Það er synd að viðgerðarmaður- inn skuli koma á morgun til þess að gera við þvottavélina." „Æ, það er rétt," sagði ég og stundi. „Áttu ekki fleiri nærbuxur sem þarf að þvo?“ En þvottavélin stóð sig eins og hetja eftir viðgerðina þrátt fyrir það að alla vikuna gerði ég lítið annað en að þvo allar þær nær- buxur sem fyrirfundust á heim- ilinu. Ég yrði að gleyma öllu um almenningsþvottahúsið. Ég gat ekki verið þekkt fyrir það að hanga þar bara til vonar og vara. Eða hvað? Allt í einu fékk ég góða hugmynd. „Ertu að fara í þvottahúsið?“ spurði Emma næsta sunnudag. Hvernig gat fjórtán ára ungling- ur verið svona hæðinn? „Það er sorglegt að þú skulir ekki hafa neitt skemmtilegra við tímann að gera.“ Ég sá fyrir mér augu hans þeg- ar hann rétti mér bleiku nærbux- urnar. „Ég man ekki eftir neinu betra í svipinn.“ Ég hafði enga ástæðu til þess að ætla að hann kæmi aftur, en var samt að vona að hann léki fótbolta á hverjum sunnudegi og yrði að þvo annan umgang af brúnum fótboltabúningi. Vonir mínar rættust. Hann kom rétt á eftir mér. Við tróðum samtímis í þvottavélarnar, ýttum á takkana og töluðum saman um alla heima og geima meðan þvottavélarnar snerust glaðlega í hringi. „Það er kalt í kvöld,“ sagði hann. „En það er hlýtt og nota- legt hérna inni. Ég kann vel við sápulyktina." Hingað til hafði ég kunnað betur við að sitja í notalegu stof- unni minni með fæturna uppi í sófa á sunnudagskvöldum. En á þessu augnabliki gat ég ekki ver- ið honum meira sammála. Tírninn leið allt of hratt og áður en varði brutum við saman allt okk- ( ar hafurtask og bjuggum okkur til <i /:/ brottfarar. Hann brosti feimnislega. „Ég sé þig kannski aftur í næstu viku?“ Ég kinkaði ákaft kolli. „Örugglega.“ Dagarnir skriðu áfram á hraða snigilsins ... mjög hæg- fara snigils. En biðin var þess virði því næsta sunnudag var hann aftur á staðnum. Við tróð- um í vélarnar og sátum hlið við hlið og virtum fyrir okkur þvott- inn veltast um í þvottavélunum sem stóðu hlið við hlið í sátt og samlyndi. Við uppgötvuðum að við vissum ekki einu sinni hvort annars nöfn. Hann sagðist heita Jói og sagði svo: „Eigum við ekki að fara og fá okkur eitthvað að drekka? Það er notalegur bar hérna handan við hornið. Við gætum kannski...?“ „Reyndu ekki að stöðva mig!“ hugsaði ég með mér. Eins og hann sagði var þetta notalegur bar og Jói var greini- lega einn af fastagestunum. All- ir viðstaddir virtust þekkja hann. „Ég leik fótbolta með vinum mínum á sunnudögum," sagði hann. „Það heldur mér í þjálfun. Við komum venjulega hingað og fáum okkur bjór eftir leikinn." Hann leit hálfvandræðalega í kringum sig. „Ég hélt að þeir væru allir farnir." Hann náði í drykkina meðan ég leitaði að borði. Ég reyndi að ákveða hvort ég ætti að segja honum sannleikann. Ég þorði það varla. Hann fengi ef til vill þá hugmynd að ég væri stórskrýtin. Ást við fyrstu sýn er kannski góð og gild íbíómyndum en varhuga- verðari fyrir skynsamt fólk á fer- tugsaldri. Á hinn bóginn hafði hann stungið upp á því að við fengjum okkur drykk. Það benti til þess að hann hefði einhvern áhuga. Þegar hann loksins kom og settist við borðið var ég búin að taka ákvörðun. Ég ætlaði að segja honum sannleikann. í því kom maður að borðinu. „Þarna ertu. Jói! Hvar hefur þú eiginlega verið? Ég hélt að þú ætlaðir að koma með okkur og halda upp á sigurinn.” Hann kinkaði kolli og brosti til mín. „Þú hefur greinilega haft eitthvað annað og betra við tím- ann að gera!“ Jói tók sér stóran sopa. „Ég þurfti að sinna smáer- indi.“ Hann horfði á mig og var skömmustulegur. „Smáerindi?" Maðurinn glotti. „Ég þurfti að koma við í þvottahúsinu." „I þvottahúsinu?“ Rödd vinarins hljómaði yfir barinn og Jói fór allur hjá sér. Hvers vegna? Hafði þvottahús- ið svona vont orð á sér? Vinurinn hristi höfuðið. „Ég trúi því ekki að þvottavélin þín sé biluð aftur. Hann sneri sér að mér og allt í einu skildi hann hvað klukkan sló. „Aumingja Jói er alltaf svo óheppinn,“ hélt hann áfram. „Hann er nýbúinn að láta gera við bölvaða vélina!" Hann sneri sér að Jóa. „Hvenær var það nú aftur. Var það ekki fyrir nokkrum vikum?“ Ég brosti til Jóa. Rómantíkin var ekki bara í bíómyndunum. Hann brosti á móti og roðnaði þar til andlit hans varð nákvæm- lega eins á litinn og bleiku nær- buxurnar. 16 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.