Vikan - 03.10.2000, Blaðsíða 18
jíujj
Sænska tímariiið Vár bostad lét nýlega kanna allítarlega
mataruenlur Svía. Könnunin sýndi meðal annars að unga
folkið borðar gjarnan á meðan bað horfir á sjónvarpið en
beir eldri sitja Degjandí við matarborðið! Flesta virka daga
borða 78% Svía kvöldmat heima hjá sér og svo skemmti-
lega vill til að hegðunarmynstur okkar íslendinga virðist
nokkuð suipað bví í Gallupkönnun sem gerð var um mitt
síðasta ár kom fram að 73,87% íbúa höfuðborgarsuæðisins
borða kuöldmat heima 5 sinnum í viku eða oftar.
Það var lengi vel sið-
ur hérlendis að fjöl-
skyldan safnaðist
saman við kvöld-
verðarborðið, neytti matarins
í friði og ró og ræddi saman
um landsins gagn og nauð-
synjar eða það sem hvíldi
o þyngst á hverjum og einum.
» Sumir hlustuðu reyndar á
o kvöldfréttirnar á meðan þeir
v. o borðuðu en svo bættust
— fréttatímar sjónvarpsstöðv-
° anna við og þá ku hafa farið
« að draga úr samræðum, að
^ ™ minnsta kosti að sumra mati.
Lítil sjónvarpstæki seljast nú
ro .. sem aldrei fyrr og það er mál
2 ~ manna að sjónvarpsherberg-
úl <= iðhafibreystíborðstofu. Vik-
e an ákvað að kynna sér þessi
x.o mál og segja um leið frá
“ 17 nokkrum atriðum úr íslensk-
um könnunum sem og úr
þeirri sænsku.
Sjónvarpstæki í eldhúsið
Ásgeir Einarsson, verslun-
arstjóri hjá Kaliber í Kringl-
unni, segir að geysileg aukn-
ing hafi orðið síðastliðið ár í
sölu sjónvarpstækja sem kalla
rnætti eldhústæki, það er 14“
til 22“ tækja. Áukningin
byggist trúlega á tvennu, ann-
ars vegar á því að tækin hafa
lækkað mikið í verði og svo
hinu að sífellt fleiri vilja geta
horft á sjónvarpið, og þá lík-
lega helst fréttirnar, á meðan
þeir eru að vinna eða borða í
eldhúsinu. Að sögn Ásgeirs
kemur fólk tækjunum aðal-
lega fyrir á lausum hillum eða
í hólfum í eldhúsinnrétting-
unum en einnig setja margir
þau á sérstaka arma sem festa
má í vegg og snúa í ýmsar átt-
ir. Það gerist þó æ algengara
að hugsað sé fyrir sjónvarp-
inu strax í byrjun þegar eld-
húsinnréttingin er hönnuð.
Sjónvarpsherbergið er
einnig að fá nýtt hlutverk að
mati Ásgeirs og hefur víða
tekið við hlutverki borðstof-
unnar. En fólk horfir ekki að-
eins á sjónvarpsdagskrána í
eldhúsinu því menn kaupa oft
á tíðum sambyggð sjónvarps-
og myndbandstæki fyrir eld-
húsið. Og það nýjasta og vin-
sælasta á þessu sviði er sam-
byggt útvarps-, sjónvarps- og
myndbandstæki með klukku
sem víða er farið að sjást í eld-
húsum landsmanna. Ekki má
heldur gleyma því að hægt er
að fá þessi litlu sjónvörp í gul-
um, bláum, grænum og
silfruðum litum, auk hefð-
bundinna svartra tækja, svo
þau eru oft valin í stíl við að-
alliti eldhússins.
Tölfræði, matarvenjur og
sjónvarpsáhorf
En hugum að tölfræðinni
og matarvenjum íslendinga
og Svía. Heiður Björnsdóttir,
ráðgjafi í markaðsrannsókn-
um hjá Gallup, sagði okkur
að samkvæmt könnun, sem
gerð var um mitt síðasta ár,
borða 76,77% landsmanna
kvöldmat heima hjá sér 5
sinnum í viku eða oftar. Að-
eins 1,65% sögðust aldrei
borða kvöldmat heima. Ef
fjöldi þeirra sem borðar
kvöldmat heima á höfuð-
borgarsvæðinu annars vegar
og á landsbyggðinni hins veg-
ar er kannaður kemur í ljós að
73,87% höfuðborgarbúa
borða heima 5 sinnum eða
oftar í viku á móti 80% á
landsbyggðinni. Sé litið á þá
sem borða heima 3-4 sinnum
í viku eru tölurnar 16,17% á
móti 12,65%. Þeir sem búa
einir borða 3,62 sinnum
heima í viku en þar sem 6
manns eru í heimili er þessi
tala 4,76%.
18
Vikan