Vikan


Vikan - 03.10.2000, Qupperneq 19

Vikan - 03.10.2000, Qupperneq 19
Skyldu svo þeir sem borða heima nota tímann til þess að horfa á sjónvarp og hlusta á fréttir? Um það höfum við ekki íslenskar tölur en Heið- ur segir að Gallupkönnun sé til um fjölda sjónvarpstækja á heimilum. Hjá átta manna fjölskyldum séu tækin 3,5 að meðaltali, 2,33 tæki á heimili hjá fimm manna fjölskyldum, 1,82 á heimilum þar sem búa þrír og þeir sem búa einir eigi að meðaltali 1,06 sjónvarps- tæki. Hér hefur verið gert ráð fyrir sjónvarpi þegar innrétting eldhússins var hönnuð. Anna Pála Pálsdóttir innanhúss- arkitekt hannaði eklhúsið. Innst til hægri við gluggann er skápur með hurð sem rennt er upp og niður. Þegar skápurinn hefur verið opnaður er hægt að draga sjónvarpið út á sérstökum arini. Þar með er tryggt að þeir sem eru í cidhúsinu geti fylgst með sjónvarpsdagskránni að vild. Hvenær borða íslendingar kvöldmat? Þorsteinn Þorsteinsson for- stöðumaður markaðssviðs Ríkisútvarpins segir að þar á bæ hafi menn skoðað mat- málstíma fólk í tengslum við breytingar á fréttatímum. í nóvember 1998 kom í ljós að kvöldmat borðuðu: 7,3% fyrirkl. 18.30 17,1% kl. 18.30-18.59 51,8% kl. 19.00-19.29 14,3% kl. 19,30-19.59 9,4% eftir kl. 20.00 Matmálstíminn var kann- aður aftur í febrúar síðastlið- inn og þá höfðu þær breyting- ar orðið á að 11% borðuðu á fyrir klukkan 18:30,24,7% frá kl. 18.30-18.59, 42,1% frá kl. 19.00-19.29,15,4% kl. 19.30- 19.59 og loks sögðust 6,8% borða eftir klukkan 20.00. Matmálstímar höfðu því greinilega færst fram en nú er spurningin hvað fólk er að gera á meðan það borðar? Svari hver fyrir sig. Matar- og siónvarpsvenj- urSvía I könnun Vár bostad f rá því í vetur borða 78% Svía heima á kvöldin flesta virka daga og enn fleiri borða heima um helgar. Kvöldmatur er reidd- •* * i ur fram á níu af hverjum tíu heimilum eftirlaunaþega alla daga vikunnar en fólk undir þrítugu er ekki jafn áhuga- samt um að borða heima hjá sér. Tveir af hverjum þremur borða þó heima á virkum dög- um. Karlar undir fimmtugu hafa minnstan áhuga á að borða heima hjá sér á virkum dögum en 86% þeirra segjast borða heima um helgar. Vár bostad spurði hvað fólk gerði á meðan það væri að borða? Átta af hverjum tíu segjast spjalla saman, og sum- ir leggjast meira að segja í rökræður um alvarleg mál. Fjórðungur hlustar á útvarp- ið og fimmti hver maður horf- ir á sjónvarp eða myndband. Einn af hverjum tíu les á með- an hann borðar kvöldmat. Sjónvarpið höfðar meira til Anna Pála Pálsdóttir hannaöi einnig þetta eldhús og umhverfi þess. Heimiiisfólkiö situr á barstólum við eldhúsborð og í stofuhorninu þar fyrir innan stendur sjónvarpið á skáp eða hillu. Þeir sem sitja við eldhúsborðiö geta horft á sjónvarpið. þeirra yngri og helmingur karla undir þrítugu, sem eru í sambúð, segist horfa á sjón- varp eða myndband og borða um leið. Sjónvarpsáhorf í tengslum við kvöldmat er ein- kenni stórborgarlífsins og helmingi fleiri horfa á sjón- varp við matarborðið í borg- inni en í smábæjum landsins. Ekki einn einasti aðspurðra á aldrinum 15-29 ára sagðist sitja þegjandi við matarborð- ið en þeir sem eldri eru virð- ast vera búnir að tala út því fólk á aldrinum 50 til 64 ára borðar helmingi oftar þegj- andi en meðaltals-Svíinn. Fólk sem býr eitt í Norður- Svíþjóð talar helmingi oftar í síma á meðan það gleypir í sig kvöldmatinn heldur en aðrir hópar þjóðfélagsins. Það get- ur verið skemmtilegt að velta fyrir sér tölum sem þessum og bera saman við eigin lifnaðar- hætti og venjur. Án efa á eft- ir að kanna lífsmynstur okkar Islendinga betur á þessu sviði sem öðrum í náinni framtíð og þá verður fróðlegt að sjá hvernig meðaltals-íslending- urinn hagar sér. Vikan 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.