Vikan


Vikan - 03.10.2000, Page 20

Vikan - 03.10.2000, Page 20
Skriftin endurspeglar personueinkennin Hwað uarð um hina persónulegu rithönd? Er töluan búin að ganga af henni dauðri? Margir sakna hess sárlega að sjá nánst huergi persónulega rithönd og að fá ekki lengur póstkort eða sendibréf. Tölvan er vissúlega harfahing en hún er svo ári ópersónuleg og hað er bara ekki sama til- finning að lesa töluupóst eins og persónulega rithönd. Einar Þ. Einarsson hefur frá ungaaldri haft mikinn áhuga á rithandarfræði og las í fjöldamörg ár í skrift. Hann segir skriftina ekki ljúga, hún komi upp um mörg persónuein- kenni fólks og það hafi ákaflega = gaman af að láta lesa í skrift " sína. „Það þarf enga dulræna = hæfileika til þess að lesa í “ skrift," segir hann hlæjandi, „aðeins þekkingu og þjálfun.“ | Einar segist alltaf hafa haft gaman af öllu sem viðkemur ^ mannskepnunni. „Mér finnst • ■ sérstaklega gaman að því sem ~ maður getur fundið út um = manneskjuna, án þess ef til vill s að sjá hana, tala við hana eða spyrja út úr. Skrift fólks segir af- skaplega mikið um innri mann þess sem ritar. Skriftin er svo persónuleg og þegar þú skrifar þá kemur í ljós hver þú ert. Rit- höndin endurspeglar persónu- leikann og sálina, nema undir- skriftin. Undirskrift manneskju er oftar en ekki töluvert frá- brugðin annarri skrift hennar. í undirskriftinni endurspeglast það sem ritarinn vill láta aðra halda um sig. Sem ungur maður komst ég yfir bók á fornsölu um rithand- arfræði, og síðan hef ég verið svona hálfgerður fíkill og keypt margar bækur um þetta efni. Lengi blundaði reyndar í mér að fara til Lundúnaborgar og læra rithandarfræði við Uni- versity of London en hún er kennd á háskólastigi víða urn heim. Því miður varð nú ekk- ert af því, en þetta hefur alltaf verið eitt af mínurn áhugamál- um og ég hef grúskað mikið í þessum fræðum. Ahuginn hef- ur ekkert minnkað með árun- um og mér finnast fræðin verða merkilegri eftir því sem ég kynnist þeim betur," segir Ein- ar og brosir. Notuð við mannaráðningar Hann segir að rithandarfræð- in geti verið ákaflega hagnýt. „Hún er nýtt mjög mikið víða um heim til þess að ráða í per- sónueinkenni fólks. Hjá stór- fyrirtækjum er hún eitt af því sem haft er til hliðsjónar við mannaráðningar. Fyrirtækin vilja fá rithandarsýnishorn með umsókn um starf. Þau hafa á sínum snærum rithandarfræð- inga sem ráða í skriftina og nið- urstöður þeirra eru síðan hafð- ar til hliðsjónar, ásamt meðmæl- um og viðtali við starfsmanninn þegar hæfni hans í ákveðið starf er metin. Rithandarfræðin er einnig notuð við réttarhöld til þess að sanna eða afsanna ákveðna hluti. Þá er ekki verið að ráða í persónueinkennin heldur skriftina sem slíka og kanna hvort rithönd sé fölsuð eða ekki.“ Skriftin lygur ekki Einar segir nánast enga leið fyrir fólk að fela persónuein- kenni sín með skriftinni. „Skriftin er framlenging af til- finningum fólks og persónu- leikinn skín alltaf í gegnum hana. Skriftin lýgur ekki þó manneskjan reyni að leyna ein- hverju með orðum sínum eða hegðun. Það hefði til dæmis verið auðvelt að sjá á skrift Ad- olfs Hitlers að þar fór ekki góð- ur rnaður," segir Einar íbygginn á svip. Hann segir fólk skrifa mis- munandi eftir menntun og þjóðfélagsstöðu og þeir sem valdið hafi skrifa nokkuð öðru- vísi en þeir sem hafi það ekki. „Rithandarfræðingurinn spáir hins vegar ekki mikið í það heldur er hann að leita að per- sónueinkennum fólks. Hann skoðar stafagerðina, króka, bugður, flúr og hæð, hvernig stafirnir sé tengdir, hversu langt sé á milli stafanna, orðanna og línanna, halla skriftarinnar, hversu fast manneskjan skrifi og hvernig fólk noti blaðið sem það skrifi á.“ Einar segir að sér sé ómögu- Einar Þ. Einarsson: „Skriftin er framlenging af tilfinn- ingum fólks og persónuleikinn skín alltaf í gegnum hana. Skríftin lýgur ekki hó manneskjan reyni að leyna einhverju með orðum sínum eða hegðun. Það hefði til dæmis verið auðvelt að sjá á skrift Adolfs Hitlers að har fór ekki góður maður. “

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.