Vikan


Vikan - 03.10.2000, Side 26

Vikan - 03.10.2000, Side 26
Ný matreiðslubók frá Nönnu Nanna Rögnualdardóttir, höf- undur Matarástar, sendir frá sér nýja bók fyrir jólin, myndskreytta matreiðslubók með 3.500 uppskriftum frá öllum heimshornum. Prófar sig endalaust áfram „Ég vildi búa til alvöru upp- skriftabanka og þess vegna er bókin svona stór og umfangsmik- il. Ég hef sjálf áhuga á alls konar matargerð og vildi hafa upp- skriftir frá sem flestum löndum og menningarsvæðum. Ég reyni að velja uppskriftir sem eru dæmigerðar fyrir landið eða heimshlutann en þó þannig að þær henti íslenskum aðstæðum og að hráefnin fáist hér á landi,“ segir hún. „Svo ræður smekkur minn auðvitað miklu. Ég er hrifnari af einföldum uppskrift- um þar sem fá hráefni eru notuð og fá að njóta sín en þeim sem eru flóknari og íburðarmeiri. Ég les ótal uppskriftir, prófa þær sem mér líst á, aðlaga þær og geri þær breytingar sem mér finnst þurfa eða eiga við. Svo er mikið af upp- skriftum sem ég hef þróað sjálf frá grunni." Nýja bókin hentar bæði byrj- endum, fólki með reynslu og þeim sem eru með matargerðar- deilu, að sögn Nönnu. I henni má finna sígildar íslenskar uppskrift- ir, t.d. að kjötsúpu, kakósúpu, jólaköku og slátri, en einnig framandi uppskriftir frá fjarlæg- um löndum eins og Malasíu, ~ Trinidad og Chile. ■o ° „Þetta er nokkurs konar til- w raunaeldhús hjá mér,“ segir hún. =3 m „Ég prófa mig gjarna áfram « = þangað til ég finn það besta og ™ => elda eða baka stundum margar 1 ° útgáfur af sömu uppskriftinni. Ég a lö vona að árangurinn skili sér inn 2 o í bókina. Sem dæmi um þetta þá eru til ótal útgáfur af amerískum = súkkulaðibitakökum.Égprófaði ...t margar, valdi nokkrar úr og 'Z = reyndi að hafa þær sem ólíkast- Z =- ar.þvísumirviljaseigarogþunn- l_ s ar kökur, aðrir stökkar og þykk- ar, og síðan setti ég uppskriftirnar í bókina.“ „Mér finnst mjög mikils virði að fá viðbrögð við því sem ég er að gera. Ég er með póstlista á Netinu þar sem ég sendi út upp- skriftir sem ég er að prófa og fæ þá gjarna að heyra hvernig öðr- um Ííkar við þær. Tómatsúpan sem lesendur Vikunnar fá upp- skriftina að fór til dæmis á þenn- an lista og ég veit a.m.k. um eina fjölskyldu sem hefur hana á mat- seðli sínum vikulega, en ég gerði smábreytingu á uppskriftinni í samræmi við athugasemdir þeirra,“ segir Nanna. „Ég nýt þess sannarlega að elda mat, skrifa um mat og lesa um mat, meira að segja tengjast glæpareyfararnir sem ég les í frí- stundum oft mat,“ segir hún brosandi. „Ég tek að minnsta kosti vel eftir því ef matur kem- ur við sögu í bókum sem ég er að lesa.“ Goð sambönd á Netinu „Ég hef verið í miklu sambandi við mataráhugafólk út urn allan heim í gegnum Internetið," seg- ir Nanna. „Við skiptumst á upp- skriftum og fróðleik um matar- gerð og ég hef fengið ógrynni uppskrifta og upplýsinga frá öll- um heimshornum. Ég get líka oft hjálpað öðrum sem eru að leita að uppskriftum, ekkert endilega íslenskum. Ég á tugþúsundir uppskrifta á tíu eða tólf tungu- málum: Mörg hundruð mat- reiðslubækur, stafla af tímarit- um og stórt en óskipulagt úr- klippusafn með uppskriftum. í fyrra var ég til dæmis í sambandi við sænskættaðan ameríkana sem var að leita að smákökuupp- skrift sem hann mundi eftir frá því að hann var lítill. Hann mundi nafnið, Sátoftakakor, en fann þær ekki í nokkurri bók og ekki heldur á Internetinu og sagðist vera búinn að spyrja marga Svía, sem flestir könnuð- ust við nafnið, en enginn átti upp- skrift. Bíddu við, sagði ég, ég veit að ég á þessa uppskrift einhvers staðar. Leitin tók hins vegar viku því uppskriftin var neðst í kass- anum með úrklippusafninu og ég fann svo margt áhugavert á með- an ég var að fara í gegnum það. Ég hef líklega klippt uppskriftina úr sænsku blaði fyrir um það bil 15 árum en mundi samt eftir henni þótt ég hefði ekki litið á hana síðan. En mikið óskaplega varð maðurinn glaður þegar ég sendi honum uppskriftina." Nanna hefur safnað mat- reiðslubókum í fjölda ára og áður en áhugi hennar vaknaði til fulls á matreiðslu átti hún nokkrar. „Mér fannst alltaf gaman að lesa matreiðslubækur og láta mig dreyma um hvað ég gæti gert en gerði aldrei neitt. Fyrir um það bil 20 árum eignaðist ég svo bók sem heitir North Atlantic Seafood og er eftir breska matar- áhugamanninn Alan Davidson. Sú bók er miklu meira en bara uppskriftabók og það var hún sem opnaði augu mín fyrir því að matargerð gæti verið áhugamál og ástríða fremur en bara hús- móðurskylda. Hún hefur eigin- lega legið á náttborðinu mínu síðan ég eignaðist hana.“ „Ég átti reyndar eftir að kynn- ast Alan Davidson seinna í gegn- urn Internetið. Ég sendi honum Matarást þegar hún kom út og í kjölfarið bauð hann mér í heim- sókn til sín til Lundúna. Ég var búin að vera að spjalla við hann meðal annars um breska matar- gerð á Netinu og í stað þess að svara spurningum mínum um hana vildi hann að ég kæmi og prófaði hana sjálf. Hann tók ein- staklega vel á móti mér, fór með mig um allt og kynnti mig fyrir öðrum matreiðslubókahöfund- um, til dæmis Claudiu Roden, sem margir kannast við. Ég gisti á vinnustofunni hans, sem er í rauninni umfangsmikið mat- reiðslubókasafn. Börnin mín sögðu að ég væri eina mann- eskjan sem þau vissu urn sem hlakkaði til að sofa innan um þúsundir matreiðslubóka." Svo kom að því að Nanna ákvað að hætta að lesa bækurn- ar eingöngu og fór að elda upp úr þeim. „Ég hélt mig stíft við upp- skriftirnar til að byrja með en hætti því með tímanum, og nú á ég oft erfitt með að stilla mig urn að víkja frá þeim,“ segir hún. „Þegar ég les matreiðslubækur sé ég iðulega á uppskriftunum hvort mér muni líka rétturinn eða ekki, og hverju þarf að breyta til að hann falli að mínum srnekk." „Það voru alltaf pylsur í mat- inn þegar við vorum lítil!" heyr- ist dóttirin kalla innan úr stofu. „Það er ekki satt,“ segir Nanna hlæjandi. „Börnin mín fengu þennan hefðbundna íslenska mat þegar þau voru yngri en núna elda ég yfirleitt aldrei það sama tvisvar. Það er svo margt sem ég þarf að prófa og ef ég elda sama rnatinn tvisvar er hann yfirleitt aldrei eins og í fyrra skiptið,“ seg- ir hún. „Ef ég er ekki fullkomlega ánægð geri ég nokkrar tilraunir þangað til ég verð sátt við útkom- una. Börnin mín hafa tekið þessu öllu saman furðuvel," heldur hún áfram. „Sonurinn hélt að þegar ég væri búin að koma Matarást frá mér myndi hann fara að fá gamla mömmumatinn sinn aftur en það var öðru nær. Ég hef ver- ið að undirbúa nýju bókina síð- an þá og hef því stöðugt verið að gera tilraunir með uppskriftir. En hann kvartar ekkert að ráði. Leit- in að hinu fullkomna lasagna stendur alltaf yfir en lasagna er uppáhaldsmatur hans. Hann hef- ur gefið mér góðfúslegt leyfi til að nota grænmeti í það ef ég saxa það svo smátt að hann sjái það ekki og ef læt hann ekki vita af því fyrirfram,“ segir hún. „Barnabarnið mitt, Hekla, er afar framtakssöm og efnileg í eld- húsinu þótt hún sé ekki nema sex ára gömul,“ segir Nanna hreyk- in. „Ég leyfi henni að gera allt sem hún vill þar. Ég stýri henni kannski í ákveðnar áttir en tek aldrei fram fyrir hendurnar á henni.“ Blaðamaður fékk að bragða á ljómandi góðri pönnu- kökutertu eftir Heklu. Hug- myndin að tertunni var hennar og hún hafði gert hana alveg hjálparlaust. 89 kremið Sérstök ástæða er fyrir því að Nanna fór að hafa það fyrir reglu að skrifa allar uppskriftir sínar niður. „Á bolludaginn árið 1989 gerði ég krem á bollurnar sem þótti einstaklega gott og næsta ár var auðvitað ætlast til þess að ég endurtæki það,“ segir hún. „Ég mundi ekki uppskriftina og nú er ég minnt á þetta á hverju ári og þá talað um '89 kremið. Þetta er frægt í fjölskyldunni og ég ætl- aði ekki að láta þetta endurtaka sig. Margar af uppskriftunum í nýju bókinni eru þannig tilkomn- ar að ég þróaði þær í eldhúsinu heima og fjölskyldunni líkaði þær svo vel að ég skrifaði þær niður. Ég prófa yfirleitt einhverja nýja rétti, kökur eða annað á hverj- um degi og á hverju kvöldi sest ég niður við tölvuna mína og skrifa niður þær uppskriftir sem hafa líkað vel til að þær gleymist ekki,“ segir Nanna að lokum.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.