Vikan - 03.10.2000, Page 39
Fegurðin þarna var slík
að við sátum agndofa og
ætluðum aldrei að geta
hætt að taka myndir.
Siðdegissólin sendirgeisla
sína gegnum skýin. I for-
grunni eru sebrahestar.
barða hafði séð hann ókeypis. Og
það svo nálægt að það var eins-
dæmi. Augnablik Iífsins, eins og
hún orðaði það um leið og hún
leit á okkur glampandi augum.
Um háls hennar dinglaði mynda-
vélin. Hún hafði tekið næstum
heila filmu. Manneskjan var at-
vinnuljósmyndari og við vissum
sem var að hún hafði náð met-
sölumyndum. Við horfðum í
gaupnir okkar og gjóuðum aug-
unum á peningaveskið sem var
mun léttara en áður. Hver hugs-
aði sitt. Þegar jeppinn kom og
náði í okkur var það samdóma
álit hópsins að taka konuna með.
Við gátum ekki látið slíkt lukku-
dýr sitja heima. Henni var plant-
að í framsætið og sagt að gjöra svo
vel og finna pardusdýrið aftur.
llla innrætt tá
Út í náttmyrkrið héldum við
skimandi í allar áttir. Við vissum
að hlébarðinn var þarna ásamt
félögum sínum - en hvar? Fljót-
lega ókum við fram á kanínur og
hóp af antilópum. í tungsljósinu
sáum við móta fyrir sebrahesta-
hjörð í fjarska. Sem ég stóð hálf
upp úr opnu þakinu á jeppanum
óx fiðringurinn í maganum á mér
stöðugt.
Á hægri hönd sáum við skyndi-
lega tvö lýsandi augu. Bílstjórinn
tilkynnti okkur að þetta væri
hugsanlega hlébarði. Ég kipptist
til af spenningi. Bergnumin
horfði ég í þessi augu meðan bíl-
stjórinn dró upp kíkinn. Var
þarna komið pardusdýrið lang-
þráða? Ég var ósjálfrátt farin að
brosa og um mig hríslaðist vellíð-
unartilfinning. Við hliðina á mér
heyrði ég óljósa rödd og ég
hummaði eitthvað á móti. í hug-
anum var ég að segja öllum vin-
um mínum frá hlébarðanum.
Röddin hækkaði og ég hrökk
upp úr þönkum mínum. Ég leit
á þungbúin ferðafélaga minn við
hliðina á mér.
- Viltu gjöra svo vel að fara ofan
af tánni á mér, núna!! - Ég horfði
niður og sá að ég stóð á vinstri fæt-
inum á sessunaut mínum. Þegar
ég leit aftur á hlébarðann sá ég
að hann hafði breyst í híenu. Bros-
ið fraus á andlitinu á mér og ég
horfði vonsvikin á samferðamann
minn. í huganum blótaði ég tánni.
Mér fannst hálfvegis eins og þetta
væri henni að kenna.
Við keyrðum áfram en sáum
frekar lítið. Ég var orðin frekar
niðurdregin þótt ég reyndi að
hugsa jákvætt. Við höfðum séð
híenur og uglur, sebrahesta og
sjakala og það hafði verið ótrú-
lega fallegt að keyra um gresjurn-
ar í glampandi tungsljósinu. En
pardusdýrið vantaði. Sem við
vorum á leiðinni upp á tjaldstæði
aftur æstist leikurinn.
- Þetta er hlébarði, ég ábyrgist
það! - Bílstjóranum var nokkuð
niðri fyrir. I fjarska sáum við
glitta í þúst inni í trjáþykkninu.
Við ókum nær og virtum lýsandi
augun fyrir okkur. Mikið meira
en það sáum við ekki. En þetta
voru augu hlébarða - og við
ókum ánægð til baka!
Árás
Nóttin var æði fjörug. í svefn-
rofunum heyrði ég umgang
kringum tjöldin. Um þrjúleytið
vaknaði ég við að ég þurfti að
fara á klósettið. Skyndilega
heyrði ég lágt urr og síðan
óhugnalegan hlátur. Híenurnar
voru mættar á svæðið. Hávaðinn
magnaðist og af óhljóðunum að
dæma voru þær að gera árás á
trukkinn okkar. Ég hætti snar-
lega við að fara á klósettið en
sofnaði aftur með fulla þvag-
blöðru.
Dagsbirtan fletti ofan af at-
burðum næturinnar. Híenurnar
höfðu nagað sundur gasleiðsl-
urnar á eldavélinni en hún hafði
verið það eina sem við skildum
vísvitandi eftir úti. Þegar híenur
eru annars vegar verður að taka
allt lauslegt í burtu, annars ráð-
ast þær á það eða hreinlega stela
því. Við horfðum stórum augum
á leifar af vatnsbrúsa sem hafði
gleymst í grasinu. Hann var
sundurnagaður þrátt fyrir að
vera úr járni. Einnig höfðu
skæruliðarnir gert sér lítið fyrir
og numið bæði tjaldpoka og ham-
ar á brott. Bílstjórinn sagðist
hafa heyrt í sebrahestum vappa
milli tjaldanna eftir árásina og
þegar tvær úr hópnum fóru á kló-
settið klukkan fimm sáu þær hlé-
barða. Ég blótaði sjálfri mér í
sandogöskufyrirhugleysið. Það
var algjörlega ófyrirgefanlegt að
missa af fjörinu og pissa auk þess
næstum undir.
Við keyrðum niður af háslétt-
unniíbítið. Ámeðanferðafélagi
minn nuddaði auma tána horfði
ég yfir gresjurnar og strengdi
þess heit í huganum að héðan í
frá ætlaði ég alltaf að fara á kló-
settið þegar mér væri mál!
Vikan
39