Vikan


Vikan - 03.10.2000, Side 47

Vikan - 03.10.2000, Side 47
Þórunn Stefánsdóttir þjddi að Charlotte var ekki kærasta Daniels. „Paul Winter var skjólstæð- ingur minn,“ sagði Daniel og hellti í bollana þeirra. „Þessi kona er ekkert ann- að en blóðsuga. Hún vissi svo sannarlega hvað hún var að gera þegar hún krækti klóm sínum í Paul. Mér er sagt að hún hafi fengið allt eftir hans dag og Gordon standi uppi slyppur og snauður." „Gordon er stjúpsonur Pauls,“ sagði Daniel. „Hann á enga lagalega kröfu í búið.“ „Nei, en þeir voru mjög nánir. Paul gerði allt fyrir hann áður en hún kom í spil- ið. Tuttugu og þriggja ára gömul kona að giftast manni á hans aldri..." „Annað eins hefur nú gerst.“ „Já, og við vitum hvers vegna.“ Daniel kipraði munninn og Charlotte leit kvíðin á John Balfour. Hann naut þess greinilega að ögra fólki en hlaut að gera sér grein fyrir því að Daniel kærði sig ekki um að heyra gagnrýni um Patriciu, sérstaklega ekki svo hún heyrði. „Þetta hús lítur út fyrir að vera mjög gamalt,“ sagði hún til þess að breyta um um- ræðuefni. Hún taldi sér trú um að það væri vegna þess að hún hefði aldrei haft gaman af því að hlusta á fólk munn- höggvast. Að það hefði ekk- ert að gera með löngun til þess að bjarga Daniel úr klíp- unni. „Það hlýtur að eiga sér spennandi sögu.“ John Balfour sendi henni fyrirlitlegt augnaráð. „Hvernig ætti ég að vita það? Ég er áttatíu og þriggja ára, ekki áttahundruð ára.“ „Láttu ekki svona, John,“ sagði Daniel. „Þú veist vel hvað hún á við. Jú, húsið á sér merkilega sögu,“ sagði hann og brosti til Charlotte. „Satt að segja átti afasystir mín það.“ „Þangað til hún ákvað að gefa hreppnum það með því skilyrði að húsið yrði notað í þágu okkar aumingjanna sem minna mega sín,“ sagði John. „Afasystir mín gaf hreppn- um húsið, það er rétt, en því miður voru engir peningar í kassanum til þess að halda húsinu við. Góðgerðarsam- tökin sem reka hjúkrunar- heimilið keyptu það af hreppnum. Þetta var æsku- heimili Lydiu. Þegar hún opn- aði lögmannsstofuna reifst hún heiftarlega við foreldra sína. Þeir voru alfarið á móti því sem hún var að gera. Hún keypti húsið, sem skrifstofan er í, fyrir arf eftir guðmóður sína. Lydia erfði húsið. Hún sagði að sér hefði verið bann- að að stíga þar fæti meðan faðir hennar var á lífi og hún hefði ekki í hyggju að breyta út af þeirri venju þótt hann væri dáinn. Húsið var leigt út í mörg ár og eins og John sagði, arfleiddi hún hreppinn að því þegar hún dó.“ „Hún hlýtur að hafa verið merkileg kona,“ sagði Charlotte. „Já, hún var það,“ sagði Daniel og það var auðheyrt að hann saknaði hennar. „Hún var mannvinur í orðsins fyllstu merkingu og...“ „Þrjóskari en skrattinnn sjálfur,“ greip John fram í. „Hún var þrjóskasta kona sem ég hef nokkru sinni kynnst.“ Daniel hló. „Já, hún gat verið þrjósk,“ sagði hann. „Það sama verður ekki sagt um þig, eða hvað?“ Gamli maðurinn gretti sig og hló. Það tók tæpar tvær klukku- stundir að breyta erfða- skránni og Charlotte gat ekki annað en dáðst að þolinmæði Daniels. Þegar því var lokið stóð Charlotte upp og gekk að dyrunum. Þegar hún opnaði fram á ganginn heyrði hún John segja spyrjandi: „Ertu viss um að hún sé lögmaður? Aldrei hefði Lydiu dottið í hug að klæða sig svona.“ Charlotte eldroðnaði. Hún fraus í sporunum og hélt dauðahaldi um hurðarhún- inn. „Þetta er tískan, John,“ sagði Daniel, og Charlotte heyrði á röddinni að hann brosti. Charlotte þorði ekki að líta í áttina til hans á leiðinni nið- ur stigann. Hjartað hamaðist í brjósti hennar og hún var með kökk í hálsinum. Þessa dagana þurfti ekki mikið til þess að koma henni úr jafn- vægi. Hún hafði alltaf verið stolt af því hvað hún hafði mikla sjálfstjórn. En upp á síðkastið var hún full sjálfs- fyrirlitningar og sjálfsálitið var í molum. Hún flýtti sér út og reyndi að jafna sig meðan Daniel dokaði við hjá forstöðukon- unni. Hún gróf vasaklút upp úr töskunni sinni, snýtti sér hressilega og þurrkaði tárin. Hún flýtti sér að stinga vasaklútnum aftur í töskuna þegar hún heyrði Daniel nálgast. „Hvað er að?“ spurði hann og lyfti brúnum þegar hún sneri sér undan. „Þú hefur vonandi ekki tekið það nærri þér hvað hann sagði um föt- in þín. Það er algjör óþarfi. Hann var bara að slá þér gull- hamra á sinn sérkennilega hátt.“ „Og ég gæti auðvitað klæðst síðari pilsum til þess að forðast slíkar athugasemdir ekki satt?“ spurði Charlotte reiðilega. Hún rétti úr sér og horfðist í augu við hann. „Það vill svo til að ég neyð- ist til þess að klæðast þessum fötum. Ég hef ekki efni á því að kaupa mér önnur. Það er eitt af því sem gerist þegar maður lendir í vandræðum. Ekki það að þú getir sett þig í mín spor.“ Hún var alveg búin að missa stjórn á sér. „Heldur þú að ég hafi gaman af því að fólk stari á mig og velti því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum ég klæðist föt- um sem engan vegin hæfa konu í minni stöðu?“ „Charlotte ..." Daniel tók um handlegginn á henni og dró hana blíðlega að sér. „Það er ekkert athugavert við föt- in þín. Satt að segja finnst mér þau falleg.“ Hún starði á hann og hann sendi henni strákslegt bros. „Þú mátt ekki taka það illa upp, en það er eitthvað við konu í stuttu pilsi sem ..." „Þetta er nákvæmlega það sem ég á við,“ sagði Charlotte reiðilega, án þess að leyfa honum að ljúka máli sínu. „Þetta er ekkert annað en karlremba. Þið karlmennirnir eruð allir eins. Þið haldið að við konurnar klæðum okkur með aðeins eitt markmið í huga. Ég skal bara láta þig vita það að ég klæði mig sjálfri mér til ánægju en ekki til þess að ganga í augun á karlmönn- um.“ En Charlotte varð að viður- kenna fyrir sjálfri sér að það var ekki rétt. Hún hafði keypt þessi föt vegna þess að Bev- an heimtaði að hún gerði það og vegna þess að hún vildi gera honum til hæfis. Hún fyrirleit sjálfa sig og skammaðist sín fyrir sjálfs- blekkinguna. Hún sneri sér undan og hljóp í burtu. Hann náði henni þegar hún var að koma að bílnum. „Charlotte, er þetta satt? spurði hann hljóðlega. „Hef- urþú virkilega ekki efni á...?“ Charlotte var búin að fá nóg. Hvers vegna í ósköpun- um hafði hún leyft skapinu að hlaupa með sig í gönur og af- hjúpað sig svo kirfilega fyrir honum? „Mig langar ekki að ræða það frekar,“ sagði hún stutt- lega. Hann opnaði bíldyrnar og henni heyrðist hann segja: „Eins og venjulega ... er eitt- hvað fleira sem þú vilt ekki ræða?“ En hún ákvað að það væri mun gáfulegra að leiða hjá sér spurningar hans en að eiga það á hættu að afhjúpa sig enn frekar með því að svara þeim. Vikan 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.