Vikan


Vikan - 03.10.2000, Síða 48

Vikan - 03.10.2000, Síða 48
Texti: Jóhanna Haröardóttir Flensa og kvef Iru lyf réna lausninP \ t:T. ■ Það er ekki gaman að vakna með flensu daginn áður en maður ætlar í sum- arfrí eða daginn sem maður barf að mæta á mjög áríðandi fund. Það er reynd- ar aldrei gaman að vakna veikur. Það er samt ekki víst að besta ráðið sé að fara til læknis. Skemmdarverk? En einhverra hluta vegna fer fólk oftar til læknis í dag vegna smámuna en fyrir tíu síðan svo ekki sé nú talað um ef litið er lengra aftur í tímann. Oft eru þessar læknisferðir nútímamannsins algerlega ástæðulausar, fólk þyrfti að- eins að gefa sér betri tíma til að láta sér batna. Mjög margir kvef- og flensusjúklingar hringja á þriðja eða fjórða degi veikind- anna og biðja lækninn sinn um lyf við sjúkdómnum. Læknar eru yfirleitt ekki mjög hrifnir af slíku, en í flestum tilfellum fær sjúklingurinn þó lyfin, og þá oftast sýklalyf, eftir að hafa borið sig nógu illa. Pessi lyf hjálpa þó lítið eða ekkert. Flensan lagast að vísu, en hún hefði gert það hvort sem var. Þegar allt kemur til alls er lyfjagjöf vegna kvefpesta og flensu í annars heilbrigðu fólki bæði ónauðsynleg og dýr læknismeðferð og langbest væri fyrir sjúklinginn sjálfan að komast af án hennar. Mörg þeirra lyfja sem gefin eru við veirusýkingum hafa aukaverkanir og öll eru þau þess eðlis að fólk getur við nauðsynjalausa notkun skemmt möguleika sína til að hafa gagn af þeim síðar, þ.e.a.s. þegar raunverulega er þörf á þeim. Bráðlátir sjúklingar Ónauðsynlegar heimsóknir til lækna, t.d. vegna veirusýk- inga, eru mjög algengar og all- ir læknar sem Vikan hafði samband við vegna þessa voru sammála um að fólk hefði of oft samband við lækni vegna kvilla sem læknuðust af sjálfu sér ef sjúklingurinn bara gæfi sér tíma og hagaði sér skyn- samlega meðan hann væri að ná sér. Læknarnir sögðu að algeng- asta ástæðan fyrir að leitað væri eftir lyfjum væri sú að fólk væri stressað og teldi sig ekki geta verið frá vinnu með- an það væri að jafna sig full- komlega. Hin ástæðan væri sú að sjúklingarnir hefðu hvorki þekkingu á sjúkdómum né al- gengum ráðum við þeim og kynnu því ekki að bregðast við eins og fólk hefði gert áður fyrr með góðum árangri. Rétt viðbrögð Mjög margir sjúklingar leita til læknis vegna særinda í hálsi, nefrennslis, hósta og höfuðverkja sem eru einkenni smitsjúkdóma sem læknast af sjálfu sér á 5-7 dögum ef sjúk- lingurinn er hraustur fyrir. Besta ráðið við slíkum ein- kennum er að taka lífinu með ró meðan þau eru að fjara út, drekka mikið vatn, taka verkjatöflur ef ástæða er til og reyna að sofa vel. Venjulegt kvef sækir gjarna á fólk á haustin og snemma á veturna og byrjar oft með höf- uðverk og þyngslum en síðan bætast nefrennsli og eymsli í hálsi við sjúkdómseinkennin. Fólk tekur þessum veikindum oft með stillingu fyrstu tvo dagana en eftir það fer þolin- mæðin að bresta og fólk hringir í lækninn sinn, ber sig illa og vill fá eitthvað við kvef- inu. í raun er langbest að drekka te (t.d. með engifer eða sítrónu) og vatn, taka C- vítamín og hvflast uns kvefið víkur sjálft. Hægt er að fá verkjastillandi lyf og hóstasaft án lyfseðils í apótekum og með þeim má bæta líðanina 48 Vikan meðan verstu einkennin ganga yfir. Batinn tekur að jafnaði u.þ.b. fimm daga, jafn- vel þótt fólk fari í vinnu með- an eitthvað eimir eftir af ein- kennunum. Þegar flensa herjar, en það gerist á miðjum vetri hvert einasta ár, veikist fólk verr en af venjulegu kvefi. Flensa byrjar oft með svipuðum ein- kennum, en fólk getur veikst mun hastarlegar og fengið slæman höfuðverk og bein- verki ásamt háum hita auk kvefeinkennanna. Flensu- sjúklingur liggur oft marflat- ur í rúminu fyrstu 2-4 dagana en þegar hann er fær um að reisa höfuð frá kodda dettur mörgum sjúklingnum fyrst í hug að hringja til læknisins til að láta útvega sér lyf svo hann komist nú sem allra fyrst í vinnuna eða skólann. Það er hins vegar nokkuð víst að ef sami sjúklingur lægi kyrr í rúminu 2- 4 daga í viðbót væri hann kominn á fætur og orð- inn rólfær ef hann færi eftir heilræðunum sem hér eru tí- unduð.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.