Vikan


Vikan - 03.10.2000, Blaðsíða 50

Vikan - 03.10.2000, Blaðsíða 50
Texti: Steingerður Ste i narsdó11 i r Með skjólstæðingum sínum í Víetnam. Martraðarkennd öarn- æska skilar yfirleítt brotn- um eínstaklingum út i lítið sem eiga erfitt með að fóta sig í samfélaginu. Sumir leiðast út í glæpi en aðrir berjast oft við keim- lík vandamál og við svip- aðar aðstæður og beir ólust upp við. Sennilega myndu fæstir spá barni sem alið er upp við sára fátækt og mikið ofbeidi beim örlögum að bað yrði síðar forsvarsmaður stofnunar sem beitti sér fyrir að aðstoða og hjálpa börnum sem búa við álíka eða verri kringumstæður og bað siálft mátti berjast við. Þetta urðu bó einmitt örlög Christinu Noble. Þessi stúlka sem átd drykkjusjúkan föður og mátti boia sára fátækt, móðurmissi og hroðalegt ofbeldi í uppvextinum er í dag bjargvættur og vernd- arengill götubarna í Ví- etnam og Mongólíu. Christina fæddist þann 23. desember árið 1944 í fátæktra- hverfi í Dublin. Hún var þriðja af sex börn- um Anne og Thomas Byrn. Thomas var alkóhólisti og vann stopult en þegar hann hafði vinnu drakk hann jafn- an út kaupið. Hann var of- beldisfullur með víni og lét hann skapvonsku sína bitna á konu sinni. Anne vann sem kokkur á sjúkrahúsi og vann langar vaktir. Hún gerði sitt besta til að veita börnum sín- um umhyggju og halda sam- an heimili fyrir þau. Pegar hún dó úr berklum árið 1955 hrundi brotakenndur heim- ur barnanna til grunna. Elstu synirnir tveir voru farnir að heiman en Christina og yngri systkini hennar þrjú snöpuðu leifar sem alla jafna voru seldar í svínafóður og gátu þannig haldið hungur- vofunni frá dyrunum. Til að flýja ömurlega tilvist sína smyglaði Christina sér fram- hjá miðasölum bíóhúsanna og lét sig dreyma í nota- legu sæti um að Doris Day væri móðir hennar og hún verndaður, dekraður krakki kvikmynda- stjörnu. Á götunni í Dublin Faðir hennar lenti í slags- málum á krá og var laminn í höfuðið með blýröri. Hann varð að dvelja um tíma á sjúkrahúsi og kom börnunum fyrir hjá ættingjum sem mis- þyrmdu þeim kynferðislega og börðu þau. Eftir að þau höfðu flest verið lögð inn á spítala af þessum sökum kærðu læknarnir málið. Ekki tók þó betra við þar sem systkinunum var komið fyrir á barnaheimilum, svokölluð- um iðnaðarheimilum sem voru lítið betri en vinnuhæl- in sem lýst er í Oliver Twist. Christina stökk út um glugga og strauk. Næstu árin var hún á götunni því þótt hún reyndi að leita til ættingja og á náð- ir kirkjunnar var alls staðar skellt á hana. Hún gerði þau mistök að heimsækja pabba sinn þar sem hann bjó á hæli fyrir langt leidda alkóhólista og hann lét yfirvöld vita af dvalarstað barnsins. Hún var tekin og flutt á vinnuheimili fyrir ungar stúlkur. Heimili St. Joseph’s Industrial School for Girls í Vestur-írlandi er löngu alræmt fyrir þá grimmd og það miskunnarleysi sem beitt var gagnvart börnun- um sem þar dvöldu. Christina útskrifaðist það- an sextán ára og hélt til Dublin. Henni tókst að fá verkamannastörf og gat dreg- ið fram lífið með því að búa í gömlu kolaskýli og nota garð- krana fyrir utan leiguhjalla til að þvo sér. En lengi getur vont versnað. Vetrarkvöld nokkurt er hún var á leið heim réðust fjórir menn á hana, drógu hana inn í bíl, börðu hana og nauðguðu Christina Noble henni. Félagsráðgjafi sem tal- aði við hana í kjölfar atburð- arins áttaði sig á því að hún myndi vera ófrísk og kom henni fyrir á heimili fyrir ógiftar mæður. Þar var barn- ið hennar tekið af henni um leið og það fæddist og gefið til ættleiðingar án þess að hún væri einu sinni spurð. „Þegar barn er tekið af þér á þennan hátt,“ sagði Christina síðar í viðtali við banda- ríska tímaritið Biography, „er eins og dauðsfall hafi orðið og þér ekki gefið nokk- urt leyfi til að syrgja.“ Aðstæður barna í Mongób'u eru hörmulegar. Uerndarengill götubarna 50 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.