Vikan - 03.10.2000, Qupperneq 60
Varla er sá maður til sem ekki
heiur hevrt hann boðskap að
regluleg hreyfíng, hollur matur,
hófdrykkja og bindindi á tóbak
sé leiðin til að uernda heilsu
sina og auka uellíðan. En hað
er ýmislegt fleira sem hefur
áhrif á líðan fólks en hessi at-
riði og mörg heirra skyldi síst
uanmeta. Hér á eftir uerða talin
upp nokkur mikiluæg atriði
sem fólk ætti að hafa í huga
begar hað metur huersu
heilsusamlegu lífi hað lifir.
1. Sestu aldrei undir stýri á
bíl ef þú ert búin að
smakka vín. Rannsóknir
hafa sýnt að lítið magn af
áfengi nægir til að draga úr
viðbragðsflýti og að stóran
hluta alvarlegra bílslysa í
heiminum má rekj a til þess
að ökumaður hafi neytt
áfengis, í litlu magni og
jafnvel daginn áður.
2. Láttu athuga blóðþrýsting-
inn reglulega. Þetta getur
hjúkrunarfræðingurinn á
heilsugæslustöðinni gert
fyrir þig en hár blóð-
þrýstingur getur verið
merki um að eitthvað sé
að. Sum apótek bjóða
sömuleiðis blóðþrýstings-
mælingu.
3. Láttu mæla reglulega kól-
esterólmagnið í blóði
þínu. Hátt kólester-
ólmagn er ein
helsta orsök
kransæðastíflu
og ýmissa
æðasjúk-
dóma.
Mælist
hátt kól-
esterol í
blóðinu er
venjulega besta ráðið að
auka hreyfingu og borða
fituminni mat.
4. Lyftulóðumeðaeinhverju
þungu í nokkurn tíma dag-
lega. Rannsóknir hafa sýnt
að þetta er ekki einungis
góð aðferð til að fá fallega
vöðvabyggingu heldur
draga lyftingar verulega úr
hættu á beinþynningu.
5. Haltu þér í kjörþyngd.
Offita er ekki einungis
hættuleg heilsunni vegna
aukins álags á hjarta- og
æðakerfið, því of mikil lík-
amsfita eykur líka álag á
liði og stoðkerfi líkamans
og þeir sem eru of þungir
finna mun oftar fyrir verkj-
um en hinir sem eru grann-
ir.
6. Notaðu minni diska. Það
er athyglisverð staðreynd
að ekki er langt síðan að
venjulegir matardiskar
voru sjaldnast
stærri en 25 sm
í þvermál.
Um þessar
mundir er
algengt að
diskar séu
allt að 32
sm.
Þetta
verður
til þess að fólk fær sér
stærri skammt en ella.
7. Borðaðu baunir. Sýnt hef-
ur verið fram á að margar
baunategundir eru rík
uppspretta vítamína og
steinefna. Baunir eru auk
þess auðmeltar og sumar
rannsóknir benda til að
bæði sojabaunir, nýrna-
baunir og linsur innihaldi
efni sem hindri útbreiðslu
krabbameinsfrumna.
8. Haltu við vináttusam-
böndum þínum. Vísinda-
menn vita nú orðið að fólk
sem á marga vini og rækt-
ar fjölskyldu sína er lang-
lífara en aðrir. Skemmti-
legt og líflegt félagslíf
dregur úr streitu, lækkar
blóðþrýsting, dregur úr
líkum á þunglyndi og létt-
ir lund. Allt eru þetta and-
legir þættir sem hafa mik-
il áhrif á líkamlega heilsu
fólks. Auk þess hefur ver-
ið sýnt fram á með rann-
sóknum að þunglyndi
veikir ónæmiskerfi líkam-
ans. Ein algengasta orsök
þunglyndis meðal eldra
fólks er einmanaleiki og
sagt er að margir læknar
mæli orðið með því að
eldri borgarar fái sér gælu-
dýr, enda hafa þau skipt
sköpum í lífi margra.
9. Notaðu sýklalyf eins lítið
og þú mögulega kemst af
með. Margt bendir til
þess að ofnotkun sýkla-
lyfja veiki ónæmiskerfi
manna og sérstaklega á
þetta við ef sýklalyf hafa
verið notuð frá í
bernsku. Því yngri sem
börn eru þegar þeim er
fyrst gefið sýklalyf því
meiri hætta er á veikara
ónæmiskerfi. Pensilín get-
ur auk þess valdið hættu-
legum ofnæmisviðbrögð-
um. Yfirleitt eru bestu við-
brögð við kvefi og flensu
þau að liggja fyrir og
drekka mikið af heitum
vökva.
10. Ræddu við lækni þinn áður
en þú ákveður að hefja
inntöku einhvers konar
fæðubótarefna eða óhefð-
bundinna læknisdóma.
Það er betra að vera varkár
fremur en að iðrast fljót-
færni sinnar eftir á. Lækn-
ar vita oftast ef eitthvað er
varasamt í sambandi við
það sem er á markaðnum,
t.d. hvort um þekktan of-
næmisvald er að ræða.
Engin ástæða er til að láta
lækninn telja sig af því að
reyna eitthvað sem maður
telur gott en enginn vafi er
á að betra er að vita fyrir
fram hvort einhver ástæða
er til að varast efnið.
Að lokum má benda á að
sjálfsagðir hlutir eins og að
vera með hjálm þegar farið er
á línuskauta eða út að hjóla,
spenna bílbeltin og viðhafa
eldvarnir í húsi sínu hafa
bjargað ótal mannslífum.
60
Vikan
Sumir læknar mæla með því að eldra fólk fái
sér gæludýr til að draga úr einmanaleika.