Vikan


Vikan - 31.10.2000, Síða 12

Vikan - 31.10.2000, Síða 12
F.v. Áslaug Kristinsdóttir, Al dís Rún Lárusdóttir, Harpa Ingólfsdóttir og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Hann er skák- maður sem hefur ver- ið í stöðugri sókn und- anfarin tvö ár. Það er einfald- lega sorglegt, rétt eins og það að ekki hefur verið send kvenna- sveit á Ólymptumót í 16 ár. Það gefur augaleið að hér er ein- hvers staðar brotin löm, ekki satt?“ Mikill aðstöðumunur Þær stöllur eru sammála um aðskákheimurinn sé karlaheim- ur og það geti oft verið erfitt fyrir konur aðfóta sig þar. Lenka leggur einnig áherslu á að hið hefðbundna viðhorf til kvenna hvað varðar heimili og barna- uppeldi sé klafi á framgang kvenna í skákheiminum. ,,Ég hef dvalið í það stuttan tíma hér á (slandi að ég veit nú ekki hvernig þessum málum er hátt- að hér en í Tékklandi þykir sjálf- sagt að konan sjái að mestu um heimili og börn. Það eru marg- ar konur sem gjarnan vildu halda áfram að tef la eftir að þær eignast börn og stofna heimili en þærfáekki nægilegtsvigrúm til þess." ,,Fólk talar um að kvennalið séu veikari en karlalið sem er í flestum tilvikum alveg rétt, en fólk verður líka aðgera sérgrein fyrir því að skákferi11 kvenna er oftar en ekki mun styttri en karla. Foreldrar halda skák frek- ar að drengjum en stúlkum sem þýðir að þeir byrja mun fyrr að tefla, eða um 5-7 ára gamlir á með- an algengt er að stúlkur byrji um 11-13 ára aldur. Þá leita þær oftast eftir því sjálfar eða fá áhuga vegna þess að einhver nákominn þeim er skákmaður. Karlmenn tefla langt fram eftir aldri en konur hætta mjög oft þegar þær eru t.d. að byrja í framhaldsnámi og barneignir taka við. Fólk hefur einnig aðr- ar væntingar til karlmanna en kvenna ogfinnstt.d. óhugsandi að kona fari í atvinnumennsku í skák,“ segir Lenka. „Þetta hefur allt auðvitað áhrif á sjálfstraust kvenna inn- an skákheimsins,'1 bætir Lilja við. ,,Hver einasti skákmaður myndi segja þér að sjálfstraust sé algjört lykilatriði til þess að ná árangri í skák. Og næstum hver einasta skákkona myndi segja þér að hún hafi tilhneig- ingu til að þjást af öryggisleysi og minnimáttarkennd við skák- borðið, sérstaklega þegar hún teflir við karlmann. Þessu verð- ur að breyta," segir hún ákveð- in. Skákin er örlagavaldur Skákin hefur að mörgu leyti verið örlagavaldur í lífi Lenku en hún hitti sambýlismann sinn og barnsföður í fyrsta sinn á heims- meistaramótinu sem Helgi Áss vann í Brasilíu árið 1994. Var það ást við fyrstu sýn? ,,Nei,“ segir hún hlæjandi.,,Helgi vakti samt strax athygli mína í flug- vélinni á leiðinni til Brasilíu af því að hann var íslendingur og ég hafði aldrei hitt íslendinga áður. Ég var alveg hissa á því aðfólki skyldi detta í hugað búa á norðurhjara veraldar og hing- að er ég svo sjálf komin til að búa!“ segir Lenka. Nú er það Lilja yngri sem tekur orðið og vill leggja eitthvað til málanna. ,,Er hún ekki yndisleg?" spyr nafna hennar og guðmóðir og aðdáunin leynir sér ekki í svipn- um. ,,Mitt hlutverk er náttúr- lega að dekra við hana fram úr hófi svo foreldrarnir ráði ekki neitt við neitt!“ segir Lilja eldri brosandi og tekur hana í fang- ið. Þær Lenka eru sammála um að Lilja litla hljóti að vera upp- rennandi skákdrottning því að hún sé þegarfarin að ,,stúdera“ skák af mikilli innlifun. ,,Hún vill ólm komast í nánari tengsl við taflmennina með því að bragða á þeim," segir mamma hennar og brosir. Bragð er að þá barnið finnur. Velvilji í okkar garð „Guðfríður Lilja tók að sér fjáröflun fyrir íslensku kvenna- sveitina, en það er nokkuð sem ég þarf sem betur fer ekki að hafa áhyggjur af í Tékklandi," segir Lenka. Hvernig hefurfjár- öflunin gengið? ,, Hún hefur gengið framar vonum," segir Lilja, ,,en þetta er búið að vera mjög mikil vinna, ég hef lagt dag og nótt við að ná endum saman. Við skákkonur erum afar þakklátar þeim fjölmörgu aðil- um sem hafa sýnt okkur velvild sína í verki. Ég vil sérstaklega fá að nefna menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, en hann tók okkur vel og hvatti okkur til dáða. Einnig vil ég nefna Lilju Ólafs- dóttur, forstjóra Strætisvagna Reykjavíkur, en SVR hefur líka stutt dyggilega við bakið á okk- ur og við metum það mikils. Einn Ólympíufaranna, Áslaug Kristinsdóttir, er strætisvagna- bílstjóri og því í raun ákveðinn brautryðjandi á tveimur hefð- bundnum karlasviðum og stétt sinni til sóma. Það eru sannar- lega allir öruggir í strætó hjá Ás- laugu en þaðerhinsvegarbetra að passa sig á henni við skák- borðið!“ segir Guðfríður Lilja, stolt af liðskonu sinni i Ólymp- íusveitinni. ,,Þá verð ég einnig að fá að þakka Ágústi Ármann, ómetanlegum stuðningsmanni kvennasveitarinnar. Annars hafa svo margir stutt við bakið á okkur að það tæki alltof lang- an tíma að þylja upp en við sendum þeim hér með öllum kæra kveðju." Berjast tii síðasta blóð- dropa Guðfríður Lilja leggur ríka áherslu á hversu ánægð hún sé með stöllur sínar í íslensku sveitinni: ,,Við erum ein heild og það ríkir mikil samstaða hjá okkur. Það gefur hins vegar auga leið að þegar landslið kvenna er búið að liggja niðri í eins mörg ár og raun ber vitni þá tekur tíma að byggja það upp aftur. En með því að taka þátt í mótinu oggefast ekki upp þótt á móti blási erum við að hugsa til framtíðar. Ef ungar skák- stúlkursjá að ísland stendur við bakið á skákkonum sínum og sendir þær stoltar til að leika við afrekskonur annarra þjóða, þá verður til með tímanum upp frjór jarðvegurtil afreka ogauk- ins áhuga. Það getur vel verið að við ís- lensku stelpurnar töpum öllum okkar skákum á Ólympíumót- inu, vel að merkja á móti sveit- um sem oft eru þrautþjálfaðar og hafa verið að tefla á Ólymp- íumótum í áraraðir, en við erum staðráðnar í að berjast af krafti og tefla hverja einustu skák í botn svo við lærum sem mest af þessu. Af öllum sveitunum sem mæta til leiks verður mesta bar- áttu- og leikgleðin hjá okkur ís- lensku stúlkunum, það er ekki spurning!" ,,Já, það er rétt!“ segir Lenka brosandi og segist fyrir hönd tékkneska kvenna- landliðsins í skák óska því ís- lenska alls hins besta í barátt- unni. 12 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.