Vikan


Vikan - 31.10.2000, Page 19

Vikan - 31.10.2000, Page 19
„Við skiljum hvertannaðogget- um leitað hverttil annars 1 neyð. Aðrir bæjarbúar umgangast okkur ekki, það mætti halda að við værum með smitandi sjúk- dóm,“ segir hún. Janet, vinkona Isobel, býr í sama hverfi. Hún er 23 ára og móðir ársgamallar stúlku. Hún er gift sjómanni og er heima- vinnandi og notar álíka stóran skammt af heróíni á viku og Is- obel. Janet er smávaxin með dökkt stuttklippt hár og hún gengur í dýrum unglingatískufatnaði. Hún ilmaraf dýru ilmvatni oger vel snyrt. Það er engin leið að sjá á Janet að hún sé fíkill og það eina sem vitnar um að ekki sé allt í lagi er flóttalegt og reikult augnaráð. Þær vinkonurnar, Isobel og Janet, hittast stundum heima hjá annarri hvorri þeirra á kvöld- in og fá sér skammt saman. „Ég byrjaði á þessu fljótlega eftir að ég eignaðist barnið. Ég var mikið ein heima og maður- inn minn, Mike, fór að koma með efnið heim þegar hann var í landi. Hann og félagar hans höfðu notað það í eitttil tvö ár,“ segir Janet. „Við förum ekki mikið út saman, en Mike bauð mér fyrst heróín hér heima því hann sagði að það væri meira gaman að kynlífinu svoleiðis. Ég fann reyndar engan mun á því, en ég fæ mér skammt á hverju kvöldi og við neytum heróíns saman þegar hann er heima. Þaðtók migaðeins nokkra daga að verða háð þessu." Janet er mjög vel stæð en segir að það sé komin viss stöðnun í lífsgæðakapphlaupið hjá þeim hjónunum. „Við eig- um alltsem við þörfnumst; hús, bíl og fallegt innbú. Við getum alltaf borgað reikningana þótt stór hluti af laununum fari í heróínið. Heróínið gengur fyrir öllu öðru en þetta bjargast með- an ekkert kemur fyr- ir. Við ætlum ekki að eignast fleiri börn því þaðerof mikil ábyrgð þegar maður er í þessari neyslu, mað- ur veit aldrei hvað getur komið upp á. Ég verð stundum mjög kvíðin og hrædd og ég veit vel að þetta getur ekki gengið svona til ei- lífðar, einhvern tíma verð égað leita hjálp- ar til að komast út úr þessu. Ég get bara ekki hugsað mér að gera það strax.“ Það eru margar ungar konur sem standa í sömu sporum og þær vinkonurnar. Færri ungir karlar en konur ánetjast heróín- inu í Frazerburg og talið er sennilegt að það sé svipað í öðr- um bæjum þar sem lítið er við að vera og ungtfólk veður í pen- ingum sem það veit ekki hvað það á að gera við. Svo virðist sem þessar konur geti haldið áfram að lifa með heróíninu um einhvern tíma áður en illa fer og haldið heim- ilum sínum gangandi en sífellt fleiri konur koma þó í endur- hæfinguna hjá Sandy Wisely illa haldnar. „Þessar ungu konur missa sjálfsvirðinguna með tímanum og það endar alltaf með því að þær gefast upp og hætta að sinna sjálfum sér, heimilinu og börnunum. Ég hef fengiðtil mín margar konur sem hafa reynt að fyrirfara sér með eitulyfjunum vegna þess að þær eygja enga aðra von út úr þessu. Flestar reyna ekki að hætta fyrr en þær hafa brennt allar býr að baki sér, eru orðnar öreigar og búnar að leggja llf sitt í rúst. Við erum að reyna að fá þær ti I okkar fyrr, en því miður er eitrið sterkara en við,“ segir Sandy að lokum. Vikan 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.