Vikan


Vikan - 31.10.2000, Page 20

Vikan - 31.10.2000, Page 20
Suðuramerískt handuerk ~ Suðuramerískt handverk og list eru ekki •| hvað síst skemmtileg vegna glaðlegra £ mynstra og léttrar kímni sem birtist í því = sem handverksmaðurinn skapar. Ekki er ~ að undra að Evrópubúa reki yfirleitt í - rogastans gagnvart slíkri ofgnótt en þá ber á það að líta að listin endurspeglar » ekki annað en umhverfið sem listafólkið 'Z býr í. Suðuramerísk list hefur notið sífellt « meiri vinsælda hér á landi og nokkrar ~ verslanir eru til sem bjóða upp á muni " frá Suður-Ameríkuríkjum. Það er ekki annað hægt en að gleðjast með glöðum þegar maður sér þessi líflegu mynstur. Hér á síðunni getur að líta nokkra skemmtilega handverksmuni frá Ekvador. 1: Takið vel eftir litríka páfagaukn- um sem breiðir út vængina á borðinu. Hann kann að virka ör- Iftiðyfirdrifinn á suma íslendinga en þetta eru felulitir páfa- gaukanna innan um hitabeltis- blómin í regnskógunum. 2: Litirnir sem notaðir eru til að lita ullina í teppin, dúkana, púðana og dúkkurnar eru unnir úr berj- um, blómum ogtrjám í nágrenn- inu, þess vegna eru litirnir mild- ir jarðarlitir. Púðarnir sýna Las Charlatanseða kjaftaskana þetta er mjög algengt mynstur og hægt að fá það í ullardúk hvar sem er í Ekvador. Mynstrið á rætur að rekja til ævintýris sem öll börn í Ekvador fá einhvern tíma að heyra þótt það sé ögn breytilegt milli héraða. 3: Vasarnir eru þaktir táknum sem ætlað er að lofsyngja móður jörð og þakka henni fyrir gjafir henn- ar. 4: Konurnar á litla borðinu eru chichera, þ.e. bjórsölukonur. Þær selja bjór eða kornbrugg á mörkuðum. Eins og sjá má eru í fylgd kvennanna álíka feitir eig- inmenn og sælleg börn svo senni- lega tapa þær ekki á sölu- mennsku sinni. Þau halda hvert utan umannaðen þaðsýnirsam- stöðu og ástúð fjölskyldunnar. Margir telja að þessarfígúrur eigi rætur að rekja til ævafornra frjó- semisgyðja indíána sem voru dýrkaðar fyrir tíma Spánverja í álfunni. 5: Bíllinn framar á borðinu er úr tré og nákvæm eftirlíking þeirra bíla sem aka um þrönga fjallvegi Ekvador. 6: Brúðurnar í sófanum eru barna- leikföngog eiga það sameiginlegt með áhyggjubrúðum frá Perú að lítil börn hvísla að þeim áhyggj- um sínum og leita svölunar í mjúku ullaryfirborði dúkkunnar þegar á móti blæs. 20 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.