Vikan


Vikan - 31.10.2000, Síða 26

Vikan - 31.10.2000, Síða 26
p; 1 1 D1 i H : í' 8 i M 1 11 ■ 1 I J 1 I 1 i 1 fi 1 _! nj [t \ ■ il; > i [1 | Margrét Einarsdóttir var fimmtán ára þegar hún byrjaði að vera með barns- föður sínum, Hafþóri Magnússyni. Nákvæmlega ári seinna varð hún ólétt og 1. apríl 1997 fæddist son- urinn Magnús Máni. Þau Hafþór slitu trúlofuninni fyrir tveimur árum og mæðginin fluttu til Reykja- víkur stuttu síðar. „ Ég er mjög ánægð í dag og hef það fínt, “ segir Margrét og bros- ir breitt. Hún segir erfitt tíma- bil vera að baki og spennandi og er bjartsýn á framtíðina. „Eftir að hafa unnið í Hag- kaupi í þrjá mánuði dreif ég mig ÍTölvuskóla Reykjavíkur. Égvar búin með þrjár annir í fram- haldsskóla en vildi bíða með að klára stúdentsprófið. Ég útskrif- aðist með hæstu einkunn í skrif- stofutækni og fékk vinnu um leið. Síðan þá hef ég unnið sem þjónustufulltrúi í þjónustuver- inu hjá Nýherja. Það gengur mjög vel og mér finnst frábært að vinna þarna." Margrét segir tímann sem hún var í skólan- um hafa verið mjög strembinn. Hún vann á kvöldin og um helg- ar í verslun 11-11 og var enn- þá að jafna sig eftir sambands- slitin. Að ganga í gegnum þetta erfiða tímabil segir hún hafa styrkt sig mikið. Svona lítur hann há út! „Ég var mjög lengi að átta mig á því að ég væri ólétt og fannst það rosalega skrýtin til- finning. Fyrstu nóttina eftir að Magnús Máni var fæddur þorði ég ekki að koma við hann, mér fannst hann svo lítill og brot- hættur. Um leið fannst mér ég aldrei hafa séð fallegra barn og horfði stanslaust á hann. „Svona lítur hann þá út!“ hugs- aði ég. Ég rétt tók hann upp til að gefa honum brjóst, lagði hann niður í körfuna aftur og héltsíðanáframaðhorfa. Égvar alltaf að sannfæra sjálfa mig um að þetta væri barnið mitt! Fljót- lega var eins og ég hefði ekki gert annað en að vera móðir. Ég held að það skipti engu máli hvað maður er gamall þegar maður eignast barn, móðurtil- finningin kemur um leið.“ Margrét segir barneignina hafa verið mjög lærdómsríka og líkir henni við skóla. „Ég þroskaðist gífurlega og varð miklu ábyrgari en áður. Þetta er jafn gaman og það er erfitt, ég tala nú ekki um þegar mað- ur er einstæður. Það þarf virki- lega að hafa fyrir hlutunum en í staðinn kemur afskaplega mik- ið á móti. Mestu máli skiptir að reyna alltaf að líta á björtu hlið- arnar, það sem maður hefur gert og getur gert til að bæta hlut- ina.“ Stefnir á frekara nám En finnst Margréti erfitt að vera einstæð móðir? „Ég held að þetta sé að mörgu leyti spurning um hvað maður er til- búinn að leggja á sig. Svo ég taki sjálfa mig sem dæmi hef ég það fínt eftir að ég lauk skrif- stofutæknanáminu. Mestu máli skiptir þó að eiga góða að. Fjöl- skylda mín er yndisleg og hef- ur staðið við bakið á mér gegn- um súrt og sætt. Þau eiga mikl- ar þakkir skildar. Hafþór hefur einnigsinntsínu hlutverki vel.“ Margrét er á leiðinni í greiðslumat og stefnir að því að kaupa íbúð fyrir þau mæðgin hið fyrsta. Sem stendur býr hún hjá foreldrum sínum í Grafar- voginum. Þangað flutti hún eft- ir að íbúðin sem hún leigði ásamt vinkonu sinni var seld. „Ég er svakalega metnaðar- gjörn og legg mikið upp úr því sem ég er að gera. Ég ætla að koma mér upp eigin þaki og læra síðan meira. Ég stefni á að taka tölvutengd námskeið og ná lengra í vinnunni. Seinna ætla ég að klára stúdentinn og taka líffræði í Háskólanum enda var það alltaf planið." Brosandi segist hún ætla að eignast fleiri börn og viðurkennir hlæjandi að hún sé algjör barnakerling. 26 Vikaii

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.