Vikan


Vikan - 31.10.2000, Blaðsíða 29

Vikan - 31.10.2000, Blaðsíða 29
Yngri sonur hans sem var þriggja ára þá veiktist alvarlega og lenti inn á sjúkrahúsi. Ásgeir var skiljanlega mjög miður sín og flutti aftur heim til fyrrverandi sambýliskonu sinnar til að vera henni og eldri syni þeirra stoð og stytta. Hann sagði mér eins og var að hann svæfi í stofunni og sambandi þeirra væri lokið og það kæm- ist ekkert að nema veikindi son- arins. Sem betur fer braggaðist son- urinn smátt og smátt og var út- skrifaður af sjúkrahúsi tveimur vikum seinna. En fyrrum sambýliskona Ás- geirs vildi ekki sleppa af honum hendinni því hún hafði komist að því að hann var orðinn ást- fanginn að mér. Hún ásakaði hann um framhjáhald þótt við hefðum aldrei sofið saman og hann ekki eytt einni nóttu eftir að hann flutti aftur til sambýl- iskonunnar hjá mér. Hún hótaði að hafa allar hans eignir af hon- um og flytja út á land með börn- in. Svona gekk þetta í næstum hálft ár og þrátt fyrir að við Ás- geir værum ástfangin upp fyrir haus og hann yndislegur við mig og dóttur mína varð ég smám saman afar þreytt á því að vera ,,hin konan". Ég sleit þvi sambandinu við hann og sagði honum að hann ætti bara að halda sig við sam- býliskonuna og börnin í stað þessaðsplundra heimilinu mín vegna. Ég gaf honum ekkert færi á að svara fyrir sig, hætti í vinnunni og skellti á hann þeg- ar hann hringdi. Mér leið hins vegar hörmu- lega illa því ég var yfir mig ást- fanginn af manninum og grét mig í svefn á hverju kvöldi. Fimm mánuðum síðar hitti ég Ásgeir hins vegar aftur á förn- um vegi og í það skiptið sleppti hann mér ekki. Hann dró mig hálfvegis inn á kaffihúsog sagð- ist enn vera ástfanginn af mér og spurði mig hvort ég vildi verða konan sín? ,,En ég er hin konan," sagði ég hæðnislega og vildi ekki trúa Lesandi segir Gunnhildi Lily Magnúsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvaö sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lifi þínu? Þér er vel- komiö að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. I lc'imiliskingiO cr: Mkan - „Lífsrcynslusaga", Sdjavcgur 101 Kcvkjavík, Nctlaiig: vikanOlrmli.is þvi sem hann sagði. Ásgeir sagði mér hins vegar að hann væri búin að greiða úr sínum málum, fluttur í eigin íbúð og orðinn helgarpabbi. Þá áttaði ég mig á því að hon- um var alvara og tárin fóru að renna niður kinnar mínar. Ég kyssti hann fast, tók utan um hann og við höfum verið sam- an síðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.