Vikan - 31.10.2000, Side 45
Þórunn Stefánsdóttir þýddi
að sér andann. Hann hélt á
bréfabunka.
,,Er eitthvað að?“ spurði
Charlotte.
Hann hristi höfuðið. „Þetta
eru bréf frá Lydiu. Ég þekki
skriftina hennar. Það er erfitt að
fara í gegnum svona hluti þeg-
ar þeir snerta einhvern sem við
þekktum og þótti vænt um.
Skynsemin segir mér að þessi
bréf eigi að varðveita, jafnvel
lesa. En ég veit að þetta eru per-
sónuleg bréf... einungis ætluð
augum viðtakandans og engin
önnur persóna ætti því að hafa
leyfi til að lesa þau.“
„Faðir minn vildi að ég yrði
dómari," sagði hann allt í einu.
„Lydia réð mér frá því. Hún og
faðir minn deildu um það. Hann
hélt því fram að hún væri eig-
ingjörn, það eina sem hún vildi
væri að ég tæki við rekstri skrif-
stofunnar en það var ekki mál-
ið. Hún vissi að ég hefði ekki
rétta skapið, væri ekki nógu
hlutlaus og hleypidómalaus til
þess að verða góður dómari.
Hún þekkti mig greinilega bet-
ur en ég sjálfur."
Hann virti fyrir sér bréfabunk-
ann og Charlotte grunaði hvað
hann hafði í hyggju.
„Ekki henda þeim,“ sagði
hún rámri röddu. Þú varst
kannski of náinn frænku þinni til
þess að vilja lesa þau, en kom-
andi kynslóðir ... þeir sem
þekktu hana ekki persónulega,
börnin þín og barnabörn ... hugs-
aðu þér hvað þau fara mikils á
mis ef þú eyðileggur bréfin."
Hann leit hikandi á hana.
„Börnin mín?“ Það var reiði
og biturleiki í röddinni, „Ein-
hvern veginn hef ég ekki trú á
því að...“ Hann þagnaði og virti
aftur fyrir sér bréfin. Svo rétti
hann að henni bunkann og
sagði henni til mikillar undr-
unar: „Gott og vel. Ég læt þér
eftir að ákveða hvað á að gera
við þau.“
Hann henti til hennar bunk-
anum og hún rétt náði því að
grípa hann. „Ég veit ekkert ...
ég get ekki ... stamaði hún.
„Hún er ekki ..."
„Þú ert kona," sagði hann.
,,Og lögmaður. Hvað hefðir þú
viljað gera í hennar sporum?"
Hann sneri í hana bakinu og
opnaði aðra skrifborðsskúffu.
Honum getur ekki verið al-
vara, hugsaði Charlotte meðsér.
Það getur ekki verið að hann
treysti mér til þess að taka svo
mikilvæga ákvörðun.
Hún vissi hvað frænka hans
hafði skipt hann miklu máli og
hversu vænt honum hafði þótt
um hana. Að biðja hana að taka
slíka ákvörðun, hana sem hann
ekki treysti og hafði enga
ástæðu til þess að bera virðingu
fyrir ... Hún leit upp og horfði
á hann. Hann sneri enn þá bak-
inu í hana.
Hún ætlaði að fara að segja
að hún gæti þetta ekki, Lydia
hefði verið frænka hans og hann
einn gæti tekið þessa ákvörðun.
En þegar hún sá hvernig hend-
ur hansskulfu fylltist hún með-
aumkun. Hún stakk bréfunum
í töskuna sína og fékk sér meira
kaffi til þess að gefa honum
tíma til þess að jafna sig.
Það leið hálf klukkustund
áður en hann sagði eitt einasta
orð.
„Égheldaðviðséum búinað
gera allt sem við getum gert í
bili," sagði hann. „Starfsfólkið
mun sjá um undirbúning jarð-
arfararinnar."
Hann hafði ekki snert á kaff-
inu en Charlotte lét það athuga-
semdalaust. Hún stillti sig líka
um að spyrja hann hvers vegna
hann hefði farið fram á það að
hún kæmi með honum. Hún
hafði ekki gert nokkurn skapað-
an hlut nema að vera viðstödd.
Þau gengu þögul að bílnum.
ÞegarCharlotteopnaði bílhurð-
ina sneri Daniel sér að henni
og sagði: „Þakka þér fyrir.“
Fyrir hvað? langaði hana að
spyrja en orðin stóðu föst í háls-
inum á henni. Hún hafði aldrei
séð þessa hlið á honum.
„Ég er hræddur um að ég
verði að biðja þig að keyra mig
heim," sagði hann.
„Það er alveg sjálfsagt,"
sagði Charlotte. ,,Þú verður að
vísa veginn. Ég hef ekki hug-
mynd um hvar þú býrð."
Hún leit á hann og varð undr-
andi þegar hún sá svipinn á
andliti hans. Úr honum mátti
lesa einhver konar samspil bit-
urleika og sársauka. Hún gat
ekki ímyndað sér hvernig þessi
sakleysislega athugasemd hefði
orsakað það. Líklega er hann að
hugsa um John, hugsaði hún,
en næstu orð hans bentu til
annars.
„Nei, það er rétt, auðvitað
veist þú það ekki," sagði hann
blátt áfram. Hún stakk lyklinum
í svissinn, ók af stað og braut
heilann um það hvers vegna í
ósköpunum hann tæki það svo
nærri sér að hún vissi ekki hvar
hann byggi.
Daniel bjó lengra út úr bæn-
um en hún hafði átt von á. Hún
hefði giskað á að hann byggi í
miðbænum, þar sem eftirsótt-
ast var að búa, en hann bjó rétt
fyrir utan bæinn.
„Mér þykir leitt að þurfa að
biðja þig að keyra alla þessa
leið," sagði hann. Þegar þau
óku í gegnum lltið þorp sagði
hann að þau væru alveg að
koma. „Ég vona að ég hafi ekki
eyðilagt fyrir þér kvöldið."
Charlotte hristi höfuðið.
„Beygðu hérna til vinstri,"
Vikan
45