Vikan


Vikan - 31.10.2000, Blaðsíða 47

Vikan - 31.10.2000, Blaðsíða 47
Þórunn Stefánsdótlir þjddi el þegar hann sá að Charlotte virti fyrir sér málverkið. Það var ekki erfitt að sjá ætt- arsvipinn, þótt andlitsdrættir Lydiu væru mýkri. Málverkið hafði greinilega verið málað þegar Lydia var ung. Hún var með sama dökka háralitinn og Daniel, sama nefið og sterklegu kjálkana. ,,Þú ert mjög líkur henni,“ sagði hún. „Kannski í útliti, en ég er hræddur um að ég hafi ekki erft frá henni framsýnina ogákveðn- ina. Ég efa það að ég gæti gert allt það sem hún kom í verk. Og ég hefði aldrei getað fært svo stóra fórn.“ ,,Fórn?“ spurði Charlotte undrandi. ,,Já. Hún fórnaði öllu til þess að sanna mál sitt, sanna að hún væri jafn fær lögmaður og hvaða karlmaður sem var. Hún vildi ekki giftast vegna þess að hún var hrædd um að eiginmaðurinn krefðist þess að hún lokaði skrifstofunni. Hún stóð í þeirri trú að það væri ekki hægt að vera allt í senn, lögmaður, eig- inkona og móðir. Á þeim tíma datt engum í hug að hugsa þannig." Hann sagði þetta svo reiði- lega að Charlotte sneri sér undr- andi frá málverkinu og virti hann fyrir sér. „Hvað heldur þú? Heldur þú að það sé mögulegt?" Hann horfði á hana. „Égheldaðallirverði aðvelja og hafna, hvort sem það eru karlmenn eða konur sem eiga í hlut. Við verðum alltaf að fórna einhverju. John Balfour elskaði Lydiuogmiggrunaraðhún hafi elskað hann. Þegar við vorum í herberginu hans í dag komst ég ekki hjá því að verða hrygg- ur þegar ég hugsaði um hvern- ig þau sóuðu lífi sínu. Þau elsk- uðu hvort annað en hún sneri viljandi baki við ástinni." Charlotte starði á hann. Hún hafði ekki búist við að heyra þessi orð úr munni hans. Aldrei hefði Bevan dottið í hugaðgefa út slíkar yfirlýsingar. Daniel opnaði dyrnar og benti henni að fylgja sér. Herbergið var stórt og þægi- lega búið húsgögnum. Á ein- um veggnum voru stórir glugg- ar. Logarnir úr eldinum í arnin- um spegluðust í trégólfinu og lamparnir, sem voru á víð og dreif um herbergið, gáfu frá sér notalega birtu. Charlotte kom auga á flygil í einu horninu. „Lydia átti hann," sagði Daniel þegar hann sá að hún virti flygilinn fyrir sér. „Þegar hún var að alast upp þótti sjálf- sagt að börn lærðu að spi la á pí- anó. Hún vildi að ég lærði að spila en ég er hræddur um að ég hafi aldrei náð lengra en að komast nokkurn veginn skamm- laust í gegnum fingraæfing- arnar." Tveir þægilegir sófar, klædd- ir röndóttu áklæði, stóðu við ar- ininn. Á gólfinu voru fallegar, handofnar mottur. Daniel stillti hjólabakkanum upp fyrir framan arininn. Charlotte sá að það var hægt að stækka hann þannig að hægt væri að nota hann sem borð. „Við skulum borða meðan maturinn er heitur,“ sagði Dani- el. Charlotte fékk sér sæti. Hún fékk sér á diskinn þótt enn þá væri hún ekki beint svöng. Hún hristi höfuðið þegar Daniel spurði hvort hún vildi meira vín. „Þaðervissaraaðsleppa því, ég á eftir að keyra heim," sagði hún. Hann brosti til hennar. „Fyr- irgefðu, ég var búinn að gleyma þvf. “ Hann hætti við að hella í glas- ið sitt og enn einu sinni gat Charlotte ekki varist þeirri hugs- un hversu tillitssamur hann væri. Hún hafði ekki kynnst mörgum karlmönnum sem voru gæddir þeim eiginleikum. Til- litssemi hafði verið víðsfjarri í Bevanstilfelli. Þaðvar langtsíð- an hún hafði komist að þeirri niðurstöðu að karlmenn væru upp til hópa sjálfselskir þótt þeir reyndu að fara vel með það í návist kvenna. Charlotte borðaði eins mikið og hún gat en hún var ekki hálfnuð með matinn þegar hún varð að viðurkenna að hún gæti ekki borðið meira. Hún gaut augunum til Dani- elsogsá sértil undrunarað hún virtist ekki vera ein um það að hafa litla matarlyst. „Hefur þú ekki lyst á matn- um?“ spurði hann. Hún hristi höfuðið. „Nei, mér þykir það leitt, en það lítur ekki út fyrir það." Andrúmsloftið var þannig að Charlotte fannst hún ekki geta verið þarna öllu lengur. Hún stóð snögglega á fætur og svim- aði um leið og hún stóð í fæt- urna. Daniel ýtti borðinu til hliðar og flýtti sér til hennar. „Charlotte ..." „Charlotte," endurtók hann rámri röddu. Charlotte leit á hann. Hún gat ekki annað þegar hún heyrði biðjandi rödd hans. Hann horfði í augun á henni. Hjarta hennar sló allt of hratt. Hana langaði að draga djúpt að sér andann og róa sig niður en virtist alls ófær um það. Hún horfði hjálparvana á Daniel og lokaði augunum þeg- ar hann kyssti hana. Það var svo ótal margt sem hún hefði getað gert, það voru ótal auðveldar leiðir til þess að koma sér undan því sem var að gerast. í þessstaðstóð hún ein- faldlega í sporunum og beið ... og þráði það ókomna. Úr þögn hennar mátti lesa bæði hvatn- ingu og samþykki. Hann kyssti hana varlega, næstum því hikandi. Hann hélt andliti hennar milli handa sinna. Hún fann spennuna í lík- ama hans, heyrði þungan and- ardrátt hans og vissi hvað hann þráði. Hann þráir líkama minn, það er allt og sumt, sagði hún við sjálfa sig. En hún lét þau varn- aðarorð sem vind um eyru þjóta. Líkami hennar brást við atlot- um hans um leið og hann snerti hana. Ef hún átti að vera alveg heiðarleg hafði hún þráð þessa snertingu lengi. Hann snerti hana blíðlega og varlega, eins og hún væri úr brothættu postulíni. Tilfinning- ar hennar svöruðu þeim skila- boðum þótt skynsemi hennar reyndi að segja henni eitthvað allt annað. Til þess þráði hún hann og elskaði allt of mikið. Ef til vill hefði hún verið fær um að láta skynsemina ráða ef hann hefði snert hana frekju- lega og græðgislega. En snert- ingu hans var allt öðru vísi far- ið. Líkami hennar skalf og hún var hjálparlaus þegar hann strauk háls hennar með lotn- ingu og heitar varir hans fóru í könnunarferð eftir hörundi hennar. Kossarnir urðu meira krefjandi og þegar hann þrýsti henni að sér gat hún fundið hversu mikið hann þráði hana. Hún var föst í gildru eigin til- finninga og þrár. í gegnum huga hennar þutu myndir af líkömum þeirra hlið við hlið og höndum hans á lík- ama hennar. Hún hafði enga stjórn á þessum myndum, ekki frekar en hún gæti spornað við þessum tilfinningum. Varir hans kæfðu stunurnar í hálsi hennar. Aldrei hafði hún upplifað neitt þessu líkt. Aldrei fyrr hafði hún þarfnast þess svo að verða hluti af annarri manneskju. Hún vildi vera laus við allar hömlur, snerta hann og finna hendur hans á beru hörundi sínu. Hún hafði aldrei verið svo meðvituð um líkama sinn, svo meðvituð um að vera kona. Geirvörturnar voru stinnar, magavöðvarnir spenntirog líkaminn mjúkurog rakur. Það var eins og sálin og líkaminn væru fínstillt saman í fallegan samhljóm. Hún var jafnmeðvituð um lík- ama Daniels. Líkami hans æsti hana upp. Hjartsláttur hans var ör og hún fann lyktina af heit- um líkama hans. Lyktin var karl- mannleg og hrein. Hún óskaði einskis heitar en að vera um alla eilífð í faðmi hans, strjúka og finna saltbragðið af rökum, heitum líkama hans, renna tungubroddinum niður eftir honum og drekka í sig blæbrigði áferðar, lyktar og bragðs. Hún hafði aldrei upplifað slíka nautn, samstilltar tilfinn- ingar og hungur. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.