Vikan


Vikan - 31.10.2000, Blaðsíða 58

Vikan - 31.10.2000, Blaðsíða 58
. ____ ___ Náqranni mmn Nagr ÞoVd i mig ekki Ég var ófrísk að seinna barninu mínu þegar við hjónin keyptum stærra hús- næði. íbúðin sem við bjuggum í fyrir var lítil þriggja herbergja íbúð í lítilli sex íbúða blokk. Þar hafði okkur liðið afskaplega vel og eignast marga ná- granna okkar að vin- um. Nýja íbúðin var í stórri blokk með mörgum stigagöngum og átta íbúðum í hverjum. Við höfðum bæði búið í sambýli við aðra alla tíð og kviðum því alls ekkert fyrir því að fá fleiri ná- granna en áður. Sonur minn var á sjö- unda ári, kátur og lífs- glaður drengur. Hann var kurteis og prúður en líkt og önnur börn átti hann ofttil aðgleyma sérogvera með mikinn hávaða. Fljótlega eftir að við fluttum inn urðum við vör við að maðurinn á neðri hæðinni sýndi okkur mikinn kulda og leiðindi. Hann tók varla undiref við buðum góðan dag á göngun- um ogef hann mætti drengnum einum átti hann til að skamm- ast í honum fyrir eitthvað sem yfirleitt var lítið sem ekki neitt. Eitt af því sem virtist fara mjög í taugarnar á honum var ef skólataska drengsins slóst utan í handriðið og eins ef hann dró hana á eftir sér upp stigann. Af þessu hlaust auðvitað hávaði en yfirleitt stóð hann mjög stutt yfir. Drengurinn svaraði venju- lega engu þegar hann réðst að honum á þennan hátt og hlust- aði kurteis þar til maðurinn hafði rutt úr sér. Barnið sagði mér þó alltaf frá fundum þeirra og ég varð sífellt pirraðri og meira undrandi á að maðurinn Við þessa óvæntu mót- stöðu mína hunskaðist hann niður stigann taut- andi blótsyrði, hótanir og bölbænir. skyldi kjósa að sitja fyrir barn- inu í stað þess að tala við mig ef hann hefði undan einhverju að kvarta. Dag nokkurn sendi ég strák- inn svo út í hverfisverslunina, sem lokaði klukkan sjö, rétt fyr- ir lokun vegna einhvers hráefn- is sem vantaði í matinn. Barn- ið vissi að tíminn var naumur ef það átti að ná í búðina og flýtti sér sem mest það mátti. Á útidyratröppunm mætti drengurinn hins vegar „vini okk- ar“af hæðinni fyrir neðan og maðurinn stöðvaði hann til að kvarta undan því að plastklæðn- ing á handriðum hússins væri farin að losna. Hann vildi meina að sonur minn hefði orsakað þetta með því að renna sér á handriðinu. Drengurinn hafði átt það til nokkrum sinnum að flýta fyrir sér með þessu al- þekkta sporti sem enginn hef- ur náð betri árangri í en Mary Poppins. Við vorum hins vegar ekki búin að búa í húsinu nema tvo mánuði og því ógerlegt að barnið hefði getað eyðilagt neitt á þeim tíma. Auk þess varstiga- gangur hússins illa farinn og til stóð að gera hann allan upp þannig að þetta var óþarfa raus. Drengurinn reyndi að losa sig frá manninum með því að segja honum að nú lægi sér lífið á að komast í búðina fyrir mömmu en maðurinn greip þá í hand- legg barnsins og hélt því föstu. Barnið varð hrætt og reyndi að slíta sig laust en maðurinn herti bara takið. Viðskiptum þeirra á tröppunum lauk þannig að barnið varð of seint í sendiför- ina og kom háorgandi upp til mfn bæði hrætt og svekkt. Tjáði sig með urri og hnussi Ég velti því lengi fyrir mér eft- ir þetta hvort ég ætti að tala við manninn en ákvað að það væri ekki til neins. Nokkrum vikum seinna voru sonur minn og vin- ur hans á leið út og gengu af stað frá íbúð minni hlæjandi og masandi fullir tilhlökkunar að komast út með boltann sinn. Dyrnar uppi hjá mér voru opn- ar og þeir voru varla búnir að stíga nema tvö skref niður stig- ann þegar ég heyrði dyrnar á neðri hæðinni opnast og ná- granna minn æða fram. Hann öskraði á börnin: „Haldiði kjafti!" ogskellti síðan hurðinni á eftir sér. Þetta var klukkan fjögur í eftirmiðdaginn og ég vissi að þessi maður vann ekki vaktavinnu svo sú afsökun að hann þyrfti að sofa á daginn átti ekki við. En nú var mér nóg boð- ið. Ég gekk niður, hringdi hjá manninum og sagði honum að mér þætti ámælisverðara að fullorðið fólk missti stjórn á sér og réðist að börnum með slík- um ofsa og leiðindaorðbragði en að börn gleymdu sér og töluðu hátt þegar lífsgleðin gripi þau. Ég sagði enn fremur að hefði hann eitthvað upp á son minn að klaga kysi ég að hann talaði við mig en léti barnið í friði á göngunum eftirleiðis. Maðurinn svaraði mér engu, heldur urraði eitthvað sem ég skildi ekki og skellti á mig hurðinni. Ég ræddi þessi mál við mann- inn minn en það undarlega var að nágranninn geðilli var ekkert nema elskulegheitin við hann og virtist eingöngu þurfa að fá útrás fyrir skapsmuni sína þar sem ég og barnið vorum ann- ars vegar. Um hríð var þó kyrrt á milli okkar að öðru leyti en því að maðurinn sýndi mér megnustu fyrirlitningu í hvert skipti sem ég var svo óheppin að rekast á hann á ganginum. Á Þorláksmessukvöld ári eftir að við fluttum inn vildi svo til að sonur minn kom til mín og sýndi mér jólaskyrtuna sína útataða í blettum eftir jólaballið í skólan- um. Hann hafði viljað forðast skammir þegar hann kom heim af ballinu og stungið skyrtunni 58 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.