Vikan


Vikan - 14.11.2000, Page 11

Vikan - 14.11.2000, Page 11
Unnur Óttarsdóttir er kennari og listmeð- ferðarfræðingur. Hún útskrifaðistfrá Kenn- araháskóla íslands árið 1986 og lagði stund á listmeðferð við Pratt Institute í New York þar sem hún lauk meistaragráðu árið 1991. Unnur vinnur nú að doktorsritgerð sem fjallar um hvernig hægt sé að nota mynd- ir og list til þess að vinna úr til- finningalegu álagi (s.s skilnaði foreldra, veikindum, alkóhól- isma, dauðsföllum og ofbeldi) og eins til að aðstoða við nám en hún hefur þróað aðferð, í gegnum starf sitt sem sérkenn- ari, sem tengir saman myndir, kennslu og listmeðferð. ,,Mér hefur alltaf fundist mjöggaman að teikna og búa til hluti og ég féll alveg fyrir list- meðferðinni við fyrstu kynni, bæði persónulega og faglega. Það er algengur misskilningur að fólk þurfi að hafa hæfileika til að teikna eða mála til þess að geta tekið þátt í listmeðferð en svoerekki ogfólki eryfirleitt frjálst að teikna hvað sem er,“ segir Unnur og brosir. ,,List- meðferð er kennd á háskólastigi en það er aðeins hægt að nema hana erlendis enn sem komið er. Þeir sem veita meðferðina bera starfsheitið listmeðferð- arfræðingar og fer hún fram á flestum stöðum þar sem hug- að er að andlegri velferð skjól- stæðinga. Hér á landi fer hún, enn sem komið er, einkum fram á sjálfstæðum meðferðarstof- um, í skólum og á sjúkrahús- um en víða erlendis er hún einnig veitt í fangelsum og í áfengismeðferð, svo dæmi séu nefnd." Virkjar undirmeðuítundina Listmeðferð á rætur sínar að rekja bæði til listarinnar og sál- greiningar og þróaðist samtím- is í tveimur heimsálfum ann- ars vegar Evrópu, nánar tiltek- ið í Bretlandi, og hins vegar í Ameríku, þ.e.a.s. Bandaríkjun- um, upp úr 1950.,,! Bandaríkj- unum var megináherslan á sál- greiningu og þartóku menn eft- ir að myndir og list virtust ná til undirmeðvitundarinnar líkt og draumar. Þeir álitu að í myndum kæmi fram ómeðvit- uð tjáning og að tákn í listinni virkuðu á svipaðan hátt og í draumum. ( Bretlandi var lögð meiri áhersla á listina og þar voru listamenn fengnir til þess að vinna með fólki sem átti við depurð og þunglyndi að stríða, m.a. til að örva sköpunargleði og tilfinningalega útrás sem varð til þess að skjólstæðingarn- irurðu líflegri. Um 1960erfar- iðeraðtala um listmeðferð sem faggrein. Hún er sífellt í mót- un og hefur meðferðin fengið já- kvæð viðbrögð, bæði hérlendis og erlendis," segir Unnur. Fólk leitar til listmeðferðar- fræðinga af ýmsum ástæðum. ,,! listmeðferð er tekist á við sál- rænan vanda og kreppu sem skapast oft við t.d. þunglyndi, skilnað, missi, einelti eða kyn- ferðislega misnotkun. Það geta allir notið góðs af listmeðferð óháð aldri og fullorðnir koma oft til að vinna úr vanda, tjá sig án orða og þroska sjálfan sig með því að fá aukið innsæi og dýpt í sálarlíf sitt.“ Tjáning án orða mikilvæg Flestir nota tungumálið sem aðaltjáningarmiðiI. Málið er þó ekki eini mögulegi tjáningar- mátinn. Listin og tjáning án orða, eins og á sér stað í list- meðferð, tjáir einnig hugsun og tilfinningar. Þannig opnast í listmeðferð möguleiki á að víkka út tjáningarsvið einstak- lingsins. Unnursegirsérkenni listmeð- ferðar vera tjáninguna sem fer fram án orða, þ.e.a.s. með list- inni. ,,! meðferðinni er listin notuð sem tjáningarform og það er þessi tjáning án orða sem er m.a. styrkur meðferðarinnar. Meðferðin hentar börnum af- skaplega vel, þar sem mynd- málið er þeirra tungumál. Börn eru málfarslega og vitsmuna- lega ekki eins þroskuð og full- orðnir og eiga oft auðveldara með að koma tilfinningum og reynslu til skila í mynd en orð- um. Það sama má segja um fólk með þroskafrávik og fólk sem hefur lítinn málfarslegan þroska. Stundum er myndræna tjáningin eina leiðin sem við- komandi hefurtil aðtjásig. Það sem unnið er með getur verið svo sárt að fólk á erfitt með að tjá það með orðum og þá eru myndirnar mikilvægar. Ein mynd getur sagt meira en þús- und orð á augnabliki og opnað heim inn í manneskjuna." Hún segir að í listmeðferð sé oft hægt að nálgast vandann á óbeinan hátt. ,,Það getur verið mjög gott að vinna úr áföllum og erfiðri re á táknrænan hátt í gegnum mynd. Skjólstæðingur- inn talar þá um það sem er að gerast á myndinni í þriðju per- sónu og notar persónufornöfn- in ,,hann“ eða ,,hún“ í staðinn fyrir ,,ég“ „, segir Unnur. ,,! meðferðinni er leitast við að orða tjáninguna, sem farið hef- urfram, með listinni einsogvið- eigandi er á hverjum tíma. Þannig er brúað bilið á milli til- finninga og orða og það ómeð- vitaða gert meðvitað sem enn frekar leysir úr togstreitu og styrkir einstaklinginn." Tími og traust skipta máli Talið er að fyrstu tvö árin í lífi barnsins séu mikilvæghvað varðar t.d. getuna til að mynda tengsl við aðra og læra að treysta. „Börn upplifa margvís- lega lífsreynslu áður en þau ná að þroska með sér mál og ef þau hafa átt við einhvern vanda að stríða á þessu tímaskeiði getur verið erfitt að komast að honum ogjafnvel ómögulegt. Hinsveg- ar eru uppi kenningar um að hugsanlega sé hægt að nálgast reynslu í lífi barna frá þessum tíma í gegnum listina og með- ferðarsambandið og vinna með t.d. samband móður og barns í upphafi á þann máta." Vikan 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.