Vikan


Vikan - 14.11.2000, Page 12

Vikan - 14.11.2000, Page 12
Samband listmeðferðarfræð- ingsins og skjólstæðings hans er mjög mikilvægt og traust er undirstaða samvinnunnar. ,,[ flestum tilfellum er um einstak- I i ngsmeðf erð að ræða og tengsl- in við listmeðferðarfræðinginn eru afskaplega mikilvægur þátt- ur í meðferðinni. Meðferðar- sambandið er það sem heldur utan um vinnslu og feril skjól- stæðingsins," segir Unnur og svarar aðspurð að það sé mjög misjafnt hvað fólk þurfi langan tíma í listmeðferð. „Tíminn er mikilvægur og skjólstæðingur þarf að gefa sér tíma og svigrúm til þess að þyggja upptraust, nálgast vand- ann og vinna með hann á milli viðtala. Stutt meðferð leysir úr brýnasta vandanum en þegar fólk hefur lent í áföllum sem erfitt er að nálgast þarf það á langtímameðferð að halda sem getur tekið 2-5 ár. Tíminn er sérstaklega mikilvægur þegar börn eru annars vegar. Fullorðn- ir hafa meiri vitrænan og mál- farslegan þroska en börn og meiri getu til að nálgast hlut- ina beint. Börn hafa hins vegar oftastengarforsendurtil að vita hvað meðferð er eða hversu lengi þau eigi að vera í meðferð- inni og því þarf að gefa þeim lengri tíma til þess að mynda traust og átta sig á hverju þau geti búist við í meðferðinni, „ segir Unnur og leggur áherslu á orð sín. Rannsoknir syna árangur Rannsóknir sýna að listmeð- ferð hefur jákvæð áhrif á fólk. „Það er reyndar tímafrekt og dýrt aðgera stórar og miklartöl- fræðirannsóknir sem standa yfir í lengri tíma og því hafa fáar slíkar rannsóknir verið gerðar. Nýlega birtust þó niðurstöður einnar slíkrar. Rannsóknin náði yfir þrjú ár og tóku 94 börn þátt í henni. Fyrir og eftir listmeð- ferð voru börnin prófuð og mældir þættir eins og einbeit- ing, tengslamyndun, ofvirkni og fleira. Tölfræðilegar niðurstöð- ur sýndu að listmeðferð hafði marktæk jákvæð áhrif á þessa þætti." Unnur leggur áherslu á þá skapandi krafta sem búa í með- ferðinni. „Listmeðferð veitir einstaklingi sem hugsanlega á í vanda möguleika á að uppgötva og upplifa skapandi krafta innra með sér með því að vinna að listinni í tengslum við listmeð- ferðarfræðinginn. Þessir skap- andi kraftar glæða oft nýja von og getu til að takast á við gam- alkunnug vandamál á nýjan og árangursríkari máta. Fólk sem lent hefur í tilfinningalegum áföllum upplifir yfirleitt hjálp- arleysi þar sem það hefur ekki haft stjórn á aðstæðum. Með listsköpuninni vaknaroft ný von og geta til að nýta þá skapandi krafta sem búa innra með hverri manneskju til að vinna úrgöml- um áföllum og þar með létta á hjálparleysinu," segir hún. Myndin spegill sálarinnar Unnur segir að tjáningin með listinni og meðferðarsamband- ið séu aðalatriði listmeðferðar. „Greining út frá myndum er hins vegar möguleiki sem nýst geturvið vissar aðstæður. f list- meðferð er talið að myndin geti verið spegill sálarinnar en það er mikilvægt að átta sig á að túlkanir mynda eru tilgátursem oftast eru studdar með fleiri þáttum, svo sem upplýsingum sem koma fram í meðferðar- sambandinu og annarri list- sköpun." Unnur legguráherslu á að all- ar myndir verði að skoða með opnum huga og byrja á því að bjóða þeim, sem gerði myndina, að tjá sig um merkingu henn- ar. „Sá sem teiknar myndina veit yfirleitt mest um það sem á að túlka. Þegar mynd er skoð- uð til að greina vanda og til að skilja listræna tjáningu skoðar listmeðferðarfræðingurinn at- riði eins og innihald, form, lín- ur, áferð, liti, kjarna myndar, rými, hreyfingu, jafnvægi og hvað táknin segja. Með því að skoða þessi atriði í myndinni í samhengi við önnur atriði með- ferðarinnar er reynt að skilja innra líf þess sem gerði mynd- ina og það er mikilvægt að með- ferðaraðilinn leitist viðaðskilja skilaboðin sem felast í myndun- um, meðtaki þau og geti spegl- að tilfinningar skjólstæðing- ins,“ segir hún að lokum og við kveðjum hana á Listmeðferð- arstofu Unnar Óttarsdóttur margs vísari um listmeðferð. Listmeðferðarfræðingurinn lagði til að drengur teiknaði hús og var hugsunin sú að húsið sem hann teiknaði speglaði sálarlíf hans og hvar hann væri staddur tilfinninga- og þroskafarslega. „Myndirnar sem hann teiknar fyrir og eftir meðferð sýna þrívídd semgeturgefiðtil kynnadýpt per- sónuleika drengsins. Línurnar í myndunum eru skýrar sem hugs- anlega segir okkur að drengurinn búi yfir styrk og skýrleika (þessir eiginleikar komu einnig fram í samskiptum við drenginn í með- ferðinni og í öðrum teikningum). Gluggarnir á húsinu á fyrri myndinni eru fremur litlir. Það er talið að gluggar geti hugsanlega tjáð tengsl á milli þess innra og hinsytra, þ.e. séu tenging viðkom- andi við fólkið í umhverfi sínu og umhverfið sjálft. Svo virðist sem breytingar hafi átt sér stað þegar seinni myndin var teiknuð (sama breyting kom einnig í Ijós í með- ferðarsambandinu, fleiri teikning- um og öðrum tengslum sem dreng- urinn var í). Það fyrsta sem með- ferðarfræðingurinn tekur eftir er að húsið er orðið stærra og gluggarn- ir eru bæði stærri og fleiri.Teikn- arinn er einnig búinn að skipu- leggja mjög vel hvernig fólk geti komið að húsinu, það eru tvö stæði fyrir fatlaða, eitt fyrir sjúkrabíl og eitt þar sem bannað er að leggja. Það er því skýrt hvernigfólk kemst að húsinu. Húsið gæti sýnt að drengurinn er opnari (gluggarnir eru stærri). Umhverfið er skipu- lagt, sem gæti táknað að teiknar- inn sé búinn að skipuleggja tengsl- in við umhverfið betur því að hann sýnir fólki nákvæmlega hvernig það getur nálgast húsið, lagt bíl og farið frá húsinu með bílastæðum og örvum merktum „inn“ og „út“. 12 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.