Vikan


Vikan - 14.11.2000, Blaðsíða 14

Vikan - 14.11.2000, Blaðsíða 14
Texti: Þórunn S t e f á n s d ó 11 i r Myndir: Gunnar Gunnarsson KVENTÖSKUR Það er ekki laust við að það komi sér- stakur vandlætingarsvipur á karlmenn þegar kventöskur ber á góma. Karlar stæra sig af því að hafa vit á því að burðast ekki með aðra hluti en þá sem flokka megi undir nauðsynjar og hægt sé að stinga í vasann. Konur aftur á móti burðist með einhvers konar heimilisútibú með hanka. ir^^j Vísindamaður einn líkir gjarnan tösku eiginkonu sinnar við svart- holin i himingeimnum. Eins og við vitum einkennast þau af því að það sem einu sinni sogast inn í þau kemst aldrei þaðan aftur. Hann segir það líka verðugt verkefni fyrir vísindin að rannsaka hvernig standi á því að þessir sakleysislegu hlutir úr lakki og leðri, sem eina mínútuna hangi fisléttir yfir öxl eig- andans, geti á svipstundu breyst í blý- þunga byrði í höndum viðkomandi. Einnig segir hann fróðlegt að vita hvern- ig hægt sé að koma búslóð þriggja manna fjölskyldu fyrir í tösku sem ekki sé stærri en umslag. Það er rétt að við konurnar förum helst ekki út af heimilinu nema með míníút- gáfu af búslóðinni meðferðis. Töskurnar okkar eru nokkurs konar sambland af skrifstofu, bókasafni, snyrtistofu og mat- arbúri, hálfgerðir töfrapokar sem gera okkur kleift að hefja nýtt líf á næsta götu- horni ef svo ber undir. Við vitum nefni- lega að heiminum er stjórnað af körlum og hann einkennist þess vegna af ringul- reið og hálfgerðu stjórnleysi. Töskurnar okkar eru vörn gegn vá og hugsanlegum uppákomum af öllu tagi. Til þess að sanna það fengum við tvær konur til þess að leyfa okkur að kíkja i töfrapokann sinn og ákváðum í leiðinni að fletta ofan af því í eitt skipti fyrir öll að karlar lumi ekki síður á ýmsum óþarfa í virðulegum stresstöskunum. Innihald: Vasaútvarp Tveir pennar Labello vara- salvi Dagbók Mappa RÚV starfs- mannaskírteini Sólgleraugu Tveir geisla- diskar Myndir Tempo papp- írsþurrkur Snyrtitaska Seðlaveski Litapakki GSM-sími Hrafnhildur: „I töskunni er að finna allt sem ég þarf til þess að komast í gegnum daginn.“ 14 Vikan Taskan hennar Hrafnhildar Hall- dórsdóttur, dagskrárgerðarmannsá Rás2, ersannkallaður kvennasómi. Þar leynist sitt litið af hverju en samt er þar sárafátt sem stingur í stúf við allt hitt eða telst vera al- gjör óþarfi. ,,Fyrst ber að telja litla útvarpið mitt. Ég hlusta mikið á útvarp, hvort sem ég er í leikfimi eða einhvers staðar úti í bæ. Út- varpið er hlutur sem ég get ekki án verið, ég verð að fylgjast með og vita hvað er í fréttum. í dag er ég bara með tvo penna í töskunni, það er mjög pent, yfirleitt leynast þar miklu fleiri. Labello er ómissandi fyrir varirnar og engin sómakær kona getur án Tempo pappírsþurrknanna verið. Dagbók- in er fastur förunautur og það sama má segja um bláu möppuna. ( henni geymi ég pappíra sem tengj- ast útsendingu næsta dags. Mér finnst mikið öryggisatriði að hafa hana í töskunni og mér líður illa ef hún er ekki með. Hér leynist svo líka hið stórglæsilega RÚV skírteini, enginn kemst inn í Útvarpshúsið án þess. ( gleraugnahulstrinu eru sól- gleraugun mín, hér er líka gems- inn ómissandi, myndir sem ég var að ná í úr framköllun í síðustu viku og eru hér ennþá, einhverra hluta vegna, snyrtitaska, seðlaveski og litapakki. Ég var úti að borða með fjöl- skyldunni um daginn og dætrum mínum voru gefnir þessir litir. Ég hef ekki enn- þá tekið þá upp úr töskunni og afhent dætrum mínum þá formlega. Það er algjör tilviljun að geisladiskarnir tveir skuli vera í töskunni. ,,Þeir voru að koma út og annar þeirra, Algjör sveppur, hefur alltaf verið I sérstöku uppáhaldi hjá mér. I tilefni þess að það var verið að endurútgefa hann ætla ég að reyna að góma Gísla Rúnar í viðtal hjá okkur í morgunútvarp- inu. Þess vegna ætla ég að hlusta á diskinn og rifja upp gömul kynni af lögunum." Hrafnhildur viðurkennir að hún sé alltaf með mjög mikið dót í töskunni. ,,Það fylgir því alveg sérstök ör- yggistilfinning. Ég fúnkera ekki nema hafa þetta allt nálægt mér. í töskunni er að finna allt sem ég þarf til þess að komast ( gegn- um daginn. Innihald hennar gerir mér kleift að ráða við allar mögu- legar og ómögulegar aðstæður. Við konurnar erum svoforsjálar. Égget sagt þér sem dæmi að vinkona mín ein, sem er komin með uppkomin börn, er ennþá með snuð í töskunni sinni. Það er aftur á móti allt ann- að uppi á teningnum þegar ég fer út að skemmta mér. Þá sleppi ég því yfirleitt að taka með mértösku. Ef ég gerði það myndi ég taka allt of mikið með mér, þannig að ég sting bara varalitnum í vasann. Hjá mér er ýmist í ökkla eða eyra." Hrafnhildur viðurkennir að hún sé ekki mjög dugleg við að taka til í töskunni. ,,Það er ekki fyrr en taskan er orðin ansi þung sem ég feraðtaka upp úr henni. En þá man ég reyndar alltaf eftir einhverju sem þyrfti endilega að vera í henni þannig að hún er yfirleitt jafnþung eftir sem áður. Ég á ekki margar töskur og legg ekkert upp úr merkj- um eða slíku. Ég keypti þessa tösku í London, hún hentar mér vel, task- an mín þarf að vera í stærri kant- inum og þola vel veður og vinda.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.