Vikan


Vikan - 14.11.2000, Síða 21

Vikan - 14.11.2000, Síða 21
NOKKUB ORC Uffl Til er eitt orð í íslenskri tungu sem ég á bágt með að sætta mig við. Það er orðið kjaftakerl- ing. Kannski er það vegna þess að orðið gefur það freklega til kynna að það séu bara konur sem hafi gaman af því að smjatta svolítið á lífi annarra og þá kannski sérstaklega á óförunum í lífi annarra. En staðreyndin er sú að karlar iðka ekki síður þessa þjóðaríþrótt, bara undir svolítið öðrum for- merkjum. 1 I ndanfarið hefég búið ~ í. j erlendis en komið j j heim til íslands með == nokkuð reglulegu ~ millibili. f hvertsinn sem égsvíf ~ í háloftunum og sé á klukkunni c að föðurlandið nálgast óðfluga | byrjar hjartað að hamast í ^ brjóstinu á mér. Bráðum er mér óhætt að kveikja á gemsanum. .- í einhvers konar sjálfspíningu * hef ég þá reglu að kveikja ekki i- á honum fyrr en ég stend við færibandið og bíð eftir því að taskan mín sé líka komin heim. Skjálfhent kveiki ég svo á sím- anum og stimpla mig inn. Eft- ir bráðnauðsynlegustu kurt- eisiskveðjur get ég loksins spurt spurningarinnar sem lengi hef- urbrunniðávörunum: „Hvaðer að frétta? Er eitthvað að ger- ast?“ Nú má alls ekki skilja það sem svo að við sem höfum gam- an af slúðri séum endilega í leit að sögum af óförum, hjóna- skilnuðum, framhjáhaldi og öðru I þeim dúr. Alls ekki. Slúð- ur getur nefnilega verið ákaflega jákvætt og eingöngu af hinu góða. Ég vil alls ekki líkja okk- ur slúðurfagurkerunum við fólk eins og rithöfundinn Dorothy Parker sem gjarnan heilsaði fólki með því aðsegja: ,,Komdu nú og sestu hérna hjá mér, svo framarlega sem þú hefurekkert gott um náungann að segja.“ Spurningu minni áflugvellin- um er yfirleitt svarað með annarri spurningu: „Varstu búin að heyra ...?“ Hvílík sæla. Ég er komin heim. Fréttirnar eru misjafnar eftir því af hvoru kyninu sá er sem á hinum endanum er. Ef ég hef valið ,,karlkynsnúmer“ eru fréttirnar yfirleitt um hver hafi sótt um hvaða stöðu, hvort ein- hver hafi verið að svindla í pen- ingamálum eða hvort einhver hafi verið rekinn úr starfi og stöðu. Ef „kvenkynsnúmer" hefur verið valið eru fréttirnar á svolítið öðrum nótum, hver sé byrjaður að vera með hverj- um, hver sé skilinn við hvern, það sé komin ný verslun í Kringluna sem við þurfum endi- lega að heimsækja við fyrsta tækifæri og þar fram eftir göt- unum. Átímum Internetsogannarra skyndifjarskipta er maður auð- vitað í beinu sambandi við um- heiminn hvar sem maður er staddur. Hægt er að fylgjast með heimsviðburðum eiga sér stað f beinni útsendingu og bréf, sem áðurvoru marga daga að berast í pósti, þjóta yfir höf og lönd á svipstundu. Það ger- ir okkur mannfólkinu auðvelt að fylgjast með því sem gerist jafn- óðum og það gerist. En það jafnast samt ekkert á við það að sitja á notalegu kaffihúsi eða uppi í sófa og fá slúðrið augliti tilauglitis. Þaðereinhvern veg- inn svo miklu nánara og nota- legra. Slúður þarf nefnilega að fara fram við notalegar aðstæð- ur, helst með rauðvíni og kertaljósum. Slúður hef- ur valdið mér vonbrigðum á Spáni, land- inu þar sem ég hef búið undanfarið. Éguppgötvaði mér til mikill- ar skapraunar að þar er þetta ágæta fyrir- bæri almenn- ingseign, maður þarf ekki einu sinni að hvísla, allir eiga heimt- ingu á að vita allt. Það er nóg að fara á hverfisbarinn til þess að fá að heyra að Jón hafi verið að halda fram hjá Gunnu, að Kalli sé á kafi í kókaíni og Palli sé að drepast í blöðruhálskirtlinum. Þetta eru einfaldlega blákaldar stað- reyndir sem allir hafa skoðun á og leggja sitt til málanna, jafnt karlar sem konur. Það vantar alla þessa viðkvæmu, spenn- andi nálgun sem gerir slúður svo gómsætt og gott. Reynsla mín af slúðri í þess- um tveimur löndum hefur leitt í Ijós að við íslendingar erum Spánverjum fremri í þessari ágætu íþrótt. Samt veit ég að ég mun ekki geta stillt mig um að leika gamla leikinn næst þegar ég bíð eftir töskunni minni við færibandið á flugvellinum í Barcelona. Ég mun kveikja á gemsanum og velja eitthvert númer af handahófi og spyrja spurningarinnargóðu: „Hvaðer að frétta?" Ef til vill verð ég heppin með viðmælanda sem hefur vit á því að spyrja á móti: „Varstu búin aðfrétta ...?“ Það sakar ekki að reyna að ala spænsku þjóðina upp í góðum siðum og þjálfa þá í íþróttinni sem við íslendingar iðkum manna best. Vikan 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.