Vikan - 14.11.2000, Qupperneq 35
Texti: Steingerður S t e i n a r s d ó 11 i r
Myndir: Hreinn Hreinsson
Finnið góða uppskrift af
danskri svínalifrarkæfu eða
kaupið tilbúna kæfu hjá kaup-
manninum ykkar. Skerið lifrar-
kæfuna í sneiðar og hitið ásamt
beikoninu undir grilli eða ef til
vill í örbylgjuofni. Pönnusteik-
ið sveppina og kryddið með salti
og piparásamt Worchestershire
sósu og provence kryddblöndu
(Herbes de Provence), hellið
rjóma yfir og látið þykkna örlít-
ið. Hitið sojaolíu og takið stein-
seljublöðin af stilkunum og
steikið í feitinni í 15-20 sek.
og stráið strax salti yfir. Best
er að hafa sigti við steikinguna.
Setjið því næst brauðið á disk
og heita (volga) kæfuna ofan á
og skreytið með beikoninu,
sveppunum, sultunni og stein-
seljunni eins og myndin sýnir.
Saltfiskur á brauði
u.þ.b. 8 bitar útvatnaður
saltfiskur
u.þ.b. 8 msk. grænar fylltar
óiífur
u.þ.b. 8 msk hvítlauksdress-
ing (heimalöguð eða keypt)
u.þ.b. 1 stk. djúpsteikturblað-
laukur skorinn í strimla
1 dl hvítvín
1 dl vatn
4 stórar kartöflur
4 sneiðar Ijóst kjarnarúgbrauð
eða seitt rúgbrauð
„Máltækið: „Er það eitthvað
„oná brauð“? á vel við í þessu
tilfelli," segir Jakob, „því marg-
ir reka upp stór augu þegar ég
kynni þetta nýja smurbrauð á
Jómfrúnni."
En þegar saltfiskbrauð er
búið til er byrjað á að setja salt-
fiskinn í eldfast mót eða
gufusuðupott. Vatni og hvítvíni
er hellt í botn pottsins og fisk-
urinn soðinn í u.þ.b. 12 mín.
Hvítlauksdressing er löguð úr
majónesi, sýrðum rjóma,
sítrónusafa og hvítlauksmauki
og kryddað með salti og pipar
eftir smekk. Einnig er hægt að
kaupa góða, tilbúna hvítlauks-
dressingu. Blaðlaukurinn er
skorinn eftir endilöngu og síð-
an í 10-12 sm langa búta sem
eru skolaðir vel. Skerið bútana
síðan í strimla og þerrið með
hreinum bómullarklút. Setjið
strimlana í sigti og dýfið þeim
í heita feiti þar til laukurinn
byrjar að brúnast. Losið laukinn
úr sigtinu á þerripappír og salt-
ið hann.
Sjóðið fremur stórar kartöfi-
ur (þær má afhýða fyrirfram).
Setjið rúgbrauðsneið á disk,
roðflettiðfiskinn heitan og legg-
ið strax ofan á brauðið og skreyt-
ið síðan með hvítlauksdressing-
unni, djúpsteikta lauknum, ólíf-
unum og kartöflunum eins og
sést á myndinni.
Danskt ævintýri
8 sneiðar svínalifrarkæfa
8 sneiðar steikt beikon
11/2 bolli pönnusteiktir fersk-
ir sveppir
4 msk. týtuberjasulta
1 vöndur steinselja
11/2 dl rjómi
4 sneiðar Ijóst rúgbrauð með
kjörnum
salt og pipar
Vikan 35