Vikan


Vikan - 14.11.2000, Page 40

Vikan - 14.11.2000, Page 40
Ólífugrænn Upplysingar um huar Tinnugarnið fæst í síma: 565-4610. Hönnun: Ingjerd Thorkildsen Stærðir: (S) M (L) XL Yfirvídd: (80) 86 (92) 98 sm. Sídd (bak); (30) 32 (33) 35 sm. Ermasídd: (46) 47 (47) 48 sm. Garn: Funny pelsgarn Dokkufjöldi: Ólífugrænt 2063: (8) 8 (9) 9 Krækja sem fest er að innanverðu. ADDI prjónar frá TINNU: Mælum með bambusprjónum Hringprjónn og sokkaprjónar nr. 4. Góðir fylgihlutir: Merkihringir og prjónanælur. Prjónfesta á FUNNY-PELSGARNI 20 lykkjur á prjóna nr. 4=10 sm. Ef of laust er prjónað þarf fínni prjóna. Ef of fast er prjónað þarf grófari prjóna. Slétt prjón = Slétt á réttu og brugðið á röngu. Bolur: Fitjið upp á prjóna nr. 4 (120) 132 (144) 156 lykkjur. Prjónið 1 prjón slétt = rangan. Prjónið áfram slétt prjón en jafnframt er aukið út í byrjun hvers prjóns, sitthvorum megin, á öllum stærðum 4 lykkjur einu sinni, 3 lykkjur þrisvarsinnum, 2 lykkjurtvisvarsinnum og 1 lykkju þrisvar sinum = 20 lykkjum er aukið í hvorum megin = (160) 172 (184) 196 lykkjur. Prjónið þar til bolurinn mælist (7) 8 (8) 9 sm. Skiptið bolnum í þrennt (40) 43 (46) 49 og flottur! lykkjur á hvoru framstykki og (80) 86 (92) 98 lykkjur á bakstykki. Prjónið hvert stykki fyrir sig. Bakstykki: Prjónið þar til handvegur mælist (22) 23 (24) 25 sm. Fellið af miðjulykkjurnar (26) 28 (28) 30 og prjónið hvora hlið fyrir sig. Fellið af við hálsmál 1 lykkju á hverjum prjón þrisvarsinnum = (24) 26 (29) 31 lykkju á öxl. Þeg- ar handvegur mælist (23) 24 (25) 26 sm er fellt af. Prjón- ið hina hliðina eins. Framstykkin: Felliðaf fyrir V-hálsmáli 1 lykkju á öðrum hverjum prjóni (6) 7 (7) 8 sinnum og síðan á 4. hverjum prjóni þar til (24) 26 (29) 31 lykkja er eftir á öxl. Prjónið þar til réttri sídd er náð. Fellið af. Ermar: Fitjið upp á sokkaprjóna nr. 4 (44) 46 (48) 50 lykkjur og prjónið eina umferð brugðið. Prjónið slétt prjón í hring. Athugið: Síðasta lykkjan á hringnum er alltaf prjónuð brugðin = merkilykkja. Aukið í 1 lykkju báðum megin við merkilykkjuna með 2ja sm millibili (örlítið örar í restina) þar til (90) 94 (98) 102 lykkjur eru á erminni. Þegar ermin mælist (46) 47 (47) 48 sm er fellt af. Frágangur: Saumið axlir saman. Kantur að framan og hálskantur: Athugið: Nú er prjónað með tvöföldu garni. Byrjið neðst á hægra framstykki þar sem aukningin endar. Prjónið upp með tvöföldu garni á prjón nr. 4 u.þ.b. 5 lykkjur á hverja 3 sm langsum frá réttu og áfram upp eftir hálsmálinu fram að miðju að aftan. Snúið við og fellið af lykkjurnar frá röngunni með sléttum lykkjum. Prjónið eins vinstra megin og byrjið í miðjunni aftan á háls- málinu. Saumið krækju vel niður innanvert að framan þar sem V-hálsmálið byrjar. Saumið ermarnar í.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.