Vikan


Vikan - 14.11.2000, Qupperneq 45

Vikan - 14.11.2000, Qupperneq 45
Þórunn Slefánsdóitir þýddi hún hafi notfærtsér aðstöðuna og boðað Daniel á þessa fundi til þess að ræða málin þegar í rauninni... en svo kynntist hún þessum manni. í fyrrakvöld hringdi hún í Daniel ogsagðist vera reiðubúin að eftirláta Gor- don fyrirtækið en það yrði að gerast strax. Hún væri að fara með manninum til Flórída og vissi ekki hvenær þau kæmu til baka. Það lítur út fyrir að hann stundi einhver viðskipti þar. Daniel tókst að fá Patriciu til þess að skrifa undir skjölin í gærmorgun. Þess vegna fór hann svona snemma heim til hennar. Þau höfðu greinilega talað út um málin kvöldið áður og svo fór hann heim og vélrit- aði samninginn upp sjálfur. Hann hefur sennilega ekki þor- að að bíða með neitt ef henni skyldi snúast hugur. ,,Ég ... ég skil,“ sagði Charlotte. ,,Ég býstviðað Dani- el hafi létt mikið og það liggi vel á honum." ,,Það væru eðlileg viðbrögð,“ sagði Anne. ,,En satt að segja finnst mér eins og eitthvað sé að angra hann. Reyndar á að jarða John Balfour í dag, þess vegna er Daniel ekki við. Hon- um þótti mjög vænt um gamla manninn." ,,Já, það er rétt,“ samþykkti Charlotte. Hún var beinlínis veikaf sam- viskubiti og iðrun og það sem verra var, hún kvaldist af vit- neskjunni um að hún væri búin að eyðileggja allt... En Daniel hefði getað útskýrt fyrir henni málið ... hann hefði getað sagt henni ... Hún beit sig í vörina og við- urkenndi að allt ætti þetta upp- tök sín í vantrausti. Hann treysti henni ekki sem lögmanni og hún hafði ekki treyst honum sem karlmanni. Kannski var þetta fyrir bestu, án gangkvæms trausts gæti aldrei skapast traust samband á milli þeirra. Þrátt fyrir það gat hún ekki annað en velt því fyrir sér hvað þetta vantraust hafði kostað hana. Ef hún hefði ekki verið svo fljót að komast að niður- stöðu, ef hún bara hefði beðið þolinmóð, hlustaðogtrúað hon- um þegar hann sagði að Pat- rica væri enn þá skjólstæðing- ur hans, að hann hefði verið að segja sannleikann. Ef hún aðeins hefði þagað í gærmorgun ... kyngt stoltinu og látið vera að koma með þessa hræðilegu lygi. Það fór hrollur um hana þeg- ar hún rifjaði upp hvað hún hafði sagt og hvernig hann hafði brugðist við. Daniel var kominn í vinnuna. Hann hafði svarað henni stutt- aralega þegar hún spurði um út- för John Balfour. Þótt dyrnar á milli skrifstofanna væru opnar, jafnvel þótt hann héldi áfram að koma og standa við skrifborðið hennar meðan hann ræddi við hana um vinnuna, var ekkert eins og áður. Hann stóð aldrei nálægt henni og horfði aldrei á hana eins og fyrr. Þar sem áður ríkti hlýja var nú tómarúm. Það var eins og hann hefði viljandi dregið sig til baka. Það voru ósýnilegir veggir á milli þeirra sem gerðu henni ómögu- legt að svo mikið sem að brydda upp á því sem hafði gerst kvöld- ið sem þau vörðu saman. Hann gaf henni ekki tækifæri til þess að segja honum hvers vegna hún hafði brugðist við á þenn- an hátt. Hún hafði gert eina tilraun til þess að opna fyrir umræðuna með þvíað óska honumtil ham- ingju með hvernig mál Gordons þróuðust. „Málið var hæpið lagalega séð,“ sagði hann stuttlega. ,,Ég vildi verða við síðustu ósk Pauls og gerði mér grein fyrir að ég gæti orðið sakaður um að reyna að beita Patriciu þrýstingi. Erfðaskráin sem hann skildi eft- irsig varfullkomlega löglegen ég vissi hvað hann vildi og sú ósk varsanngjörn, aðGordon ... En ég er bara lögmaður, en ekki Guð almáttugur, og það er alltaf hættulegt að reyna að fara í kringum lögin. Ég lagði mikla áherslu á það að öll afskipti mín af málinu kæmu sér ekki ekki illa fyrir skrifstofuna, þess vegna varð þetta allt að fara með algjörri leynd. Éggatekki einu sinni ráðfært mig við Richard. Hann hefði ef- laust varað mig við að blanda mér í málið. Ég hefði gert það sama í hans sporum. En sem beturferfór þetta allt vel að lok- um.“ Hann horfði á hana kald- Vikan 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.