Vikan


Vikan - 14.11.2000, Blaðsíða 46

Vikan - 14.11.2000, Blaðsíða 46
1121 wm HfW hæðnislega. „Þetta erekkigott fordæmi og égget ímyndað mér að Lögmannafélagið myndi ekki líta þetta mildum augum." „Það er rétt, “ sagði Charlotte. ,,0g ef Patricia hefði ákveðið að kæra þig ..." „Einmitt," sagði Daniel. „Eins og ég sagði þá ætti eng- inn lögmaður að leyfa sér að flækja sig í svona mál. En hvað um það, varðandi Hellier málið Charlotte fann að hann vildi skipta um umræðuefni og tók við möppunni sem hann rétti henni. Hún varð að viðurkenna fyrir sjálfri sér að hún hafði haft hann fyrir rangri sök. Sennilega var skynsamlegt af honum að treysta henni ekki faglega. Hanadreymdi hvaðeftirann- að þessar mikilvægu mlnútur þegar hann talaði við Patriciu í símann ... munurinn var sá að í draumunum vissi hún að hann var að segja sannleikann þegar hann sagðist þurfa að ræða um viðskipti við Patriciu. I draumunum faðmaði hún hann að sér í stað þess að hafna hon- um og hvíslaði að honum að hún myndi bíða hans ... að hún þráði hann ... að hún elskaði hann. En draumar eru allt annað en raunveruleiki og í vikulok neyddist hún til þess að viður- kenna að hún væri búin að eyði- leggja allt það sem hugsanlega hefði getað þróast á milli þeirra. Hún heimsótti systur sína um helgina. „Hvað er að?“ spurði Sarah blíðlega meðan þær undir- bjuggu hádegismatinn. Charlotte hlífði sér ekki þeg- ar hún sagði systur sinni allt af létta. „Ég er alveg ráðþrota, ég veit ekki hvað ég á að gera," sagði hún að lokum. Sarah lyfti brúnum. „Þú hlýt- ur að gera þér grein fyrir því að það er aðeins eitt sem þú get- urgert. Þú verðuraðfaraogtala við hann. Þú verður að útskýra allt, viðurkenna að þú hafir haft rangt fyrir sér, viðurkenna að þú hafirskrökvaðvarðandi Bevan." „Það gæti ég aldrei gert,“ sagði Charlotte. „Honum er líka alveg sama. Hann er svo kulda- legur við mig, Sarah." „Hefðir þú ekki brugðist eins við í hans sporum?" spurði Sarah og bætti svo við. „Char, við vitum báðar að þú elskar hann. Gottogvel, kannski hafn- ar hann þér. Það getur vel ver- ið að hann segist ekki lengur hafa áhuga fyrir þér. En það hlýtur að verða þess virði að reyna að laga hlutina. Settu þig í hans spor. Hvernig liði þér ef hann hefði sagt eitthvað þessu líkt við þig? Það er ekki nema eðlilegt að hann sé kuldalegur við þig.“ „Hvað á ég að gera ef hann neitar að hlusta á mig ... hvað á ég að gera ef..." „Char, ég er ekki að reyna að stjórna lífi þínu," sagði Sarah. „Ég er bara að segja að í þín- um sporum myndi ég ekki snúa baki við ástinni svo auðveld- lega. Hvað er það sem heldur afturafþér? Hverju hefur þú að tapa?“ „Engu, nema því litla sem eftir er að stoltinu," sagði Charlotte. Þegar hún ók heim- leiðisseinna um daginn gat hún ekki gleymt orðum systur sinn- ar og í stað þess að beygja í átt- ina að húsi foreldra sinna ók hún beint áfram eftir veginum sem lá gegnum bæinn og í átt- ina að þorpinu þar sem Daniel bjó. Charlotte var að því komin að missa móðinn og snúa við, en svo minnti hún sjálfa sig á það sem Sarah hafði sagt og hversu mikið hún elskaði Daniel. Það hlaut að vera þess virði að reyna. Reyna hvað? spurði hún sjálfa sig í örvæntingu. Að grátbiðja hann um að elska hana? Nei, það gat hún ekki. Hún vissi ekki einu sinni hvort hann hefði nokkru sinni borið einhverjar tilfinningar til henn- ar nema ef vera kynni líkamlega löngun. Hvað gæti hún gert ef hann vildi ekki hlusta á skýringar hennar? Hvað gæti hún gert ef hann væri í raun og veru feg- inn því hvernig hlutirnir hefðu þróast á milli þeirra? Hvað gæti hún gert ef...? Það var of seint að snúa við, húsið var í augsýn og það sem meira var, Daniel var að vinna í garðinum. Hann hafði líka séð hana. Daniel fylgdist með bílnum og þegar hún stöðvaði bílinn kom hann gangandi I áttina til hennar. Hann var í gömlum gallabuxum, gúmmístígvélum og köflóttri skyrtu með upp- brettar ermar. Hann var mold- ugur í framan. Hún steig varlega út úr bíln- um. Hjarta hennar var fullt ást- ar til hans og hún var full von- leysis. „Charlotte." Það varengin hlýja í röddinni, ekkert bros í augunum og litli vonarneistinn sem hafði brunn- Internet ráögjöf www.simnet.is 800 7575 Ármúli 25 ið í brjósti hennar slokknaði og dó. Hún hefði sest aftur upp í bíl- inn ogekiðaf staðef hann hefði ekki staðið í veginum. Þetta var vonlaust. Hún sá það núna að það hafði verið rangt af henni að koma. Hana langaði mest að koma sér í burtu einsfljótt og mögulegt var en vissi að hún gæti ekki farið án þess að segja eitthvað. Hún var búin að gleyma öllu því sem hún hafði æft sig í að segja á leiðinni til hans. Dani- el horfði á hana kuldalega og af þvílíku áhugaleysi að hún flýtti sér að segja: „Ég verð að segja þér svolítið." Það var ekki hægt að segja að augnaráð hans væri vingjarn- legt. „Þaðer nefnilega það. Eft- ir svipnum á þér að dæma gæti égtrúað því að mig langaði ekki að heyra hvað það er.“ Hann sneri við henni baki. Hún sá að hann ætlaði ekki einu sinni að gefa henni tækifæri til þess að útskýra mál sitt. Hún fylltist allt í einu krafti, hljóp til hans og þreif utan um hand- legginn á honum. Hún lét sem hún sæi ekki hörkusvipinn á honum þegar hann sneri sér að henni. „Gerðu það, Daniel," sagði hún biðjandi. „Ég verð að tala við þig. Það er mjög mikilvægt." Eitt hræðilegt andartak hafði hún það á tilfinningunni að hann ætlaði að reka hana í burtu en svo snerist honum hugur. Hann horfði til himins á svörtskýin sem héngu yfir höfði þeirra. „Þá er eins gott að við komum okkur inn, það lítur út fyrir að það ætli að fara að rigna." SÍMINNinterneí' -tengir þig viö lifandi fólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.