Vikan


Vikan - 14.11.2000, Side 56

Vikan - 14.11.2000, Side 56
Texti: Steingerður S t e i n a r s d ó 11 i r Matur sem ba Sennilega yrði upplit á einhverjum íslensk- um sjúklingi þegar hann kvartaði undan hálsbólgu og flensu að læknir hans segði honum að borða tvo bolla af bláberjum og hafa samband síðar. Þetta er þó ekki alveg jafnfáránlegt og það hljómar og í framtíð- inni mun mataræði án efa skipta miklu máli í meðferð sjúkdóma. Ef litið er á niðurstöður nokkurra rannsókna á áhrifum mataræðis á heilsuna sést þetta betur. 56 Vikan Fólksem borðargrænmeti og ávexti fimm sinnum á hverj- um degi minnkar líkurnar á heilablóðfalli um 31%. Þeir sem drekka einn eða tvo bolla af grænu eða svörtu tei yfir daginn virðast minnka líkurnar á að fá hjarta- eða æðasjúkdóma um 46%. Drekkir þú fjóra bolla minnka líkurnar um nærri 70%. Konur sem borða trefjarík- an mat eins og til að mynda mjöggróft brauð, hafragraut eða poppkorn þrisvar á dag minnka líkurnar á að fá hjartasjúkdóma um 30% og þær sem borða a.m.k. 2 bolla af hnetum á viku fá þrisvar sinnum sjaldnar hjartaáfall en hinar. Karlmenn sem borða a.m.k. fimm epli á viku virðast vera með heilbrigðari og sterkari lungu en hinir sem borða sjaldan eða aldrei epli. Yfir 200 rannsóknir sýna að fólk sem borðar mikið af ávöxtum og grænmeti fær sjaldnar krabbamein í melt- ingarfærum en hinir. Auðveldar leiðir til að auka neyslu hollrar tæðu I Ijósi þessa er það sannarlega mönnum til góða að hugsa örlítið meira um mataræði sitt og breyta því ef þörf er á. Mörgum finnst þetta erfitt en hér á eftir fara nokkurgóð ráð um hvernig bæta má ávöxtum og grænmeti við daglegan matseðil sinn án þess að finna fyrir mikilli röskun. Borðaðu a.m.k. einn ávöxt á hverjum morgni. Rannsókn- ir sýna að þeir sem byrja dag- inn á að borða ávexti eru lík- legri en hinir til að ná að borða ávexti og grænmeti fimm sinnum yfir daginn eins og mælt er með sam- kvæmt manneldismarkmið- um. Veldu þér hitabeltisávexti. Rannsókn sem gerð var á 27 tegundum ávaxta og græn- metis sýndi að kíví, mangó og avókadó innihéldu óvenjuhátt magn af næring- arefnum. Kíví verður að telj- ast þar í fyrsta sæti því það er fituminna en hinir ávext- irnir og hefur því hæsta hlut- fall næringarefna sem þekk- ist og minnsta kaloríumagn. Borðaðu hrásalat með mat. Hrásalat getur þú reiknað sem tvo skammta af græn- meti því ef þú bætir í það tómötum, agúrku, gulrótum eða ávöxtum og berjum ertu komin með meira en græn- metisskammtinn. Einnigmá gjarnan bæta í það hnetum eða rúsínum sem eykur enn á hollustuna. Skiptu um káltegundir. f stað þess að borða alltaf hvít- kál eða alltaf jöklasalat reyndu þá nýjartegundir. Ein salattegund verður leiði- gjörn til lengdar og líklegra til að freista þín ef þú skipt- ir oftar um tegundir. Ef þú drekkur ekki te reyndu þá að venja þig á bolla af svörtu eða grænu tei á morgnanna. Bragðið venst og drykkurinn er mjög holl- ur en ekki bæta mjólk í teið. Mjólkin bindursum Ferskt eða frosið, hrátt eða soðið.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.