Vikan


Vikan - 14.11.2000, Qupperneq 57

Vikan - 14.11.2000, Qupperneq 57
næringarefnin og kemur í veg fyrir að líkaminn geti melt þau. Ef þér býðst eftirréttur veldu þá eitthvað með ávöxtum í. Bláberja- eða jarðarberja- baka er full af næringarefn- um sem vega upp á móti sætindunum í kökubotnin- um og rjómanum sem þú færð með. Þegar þú velur að kaupa fros- ið grænmeti eða ávexti hristu þá pokann. Grænmetið á að losna auðveldlega í sundur og velta um pokann. Ef það er fast saman í einum klumpi segir það þér að grænmetið hefur náð að þiðna einhvern t!ma í vinnsluferlinu og verið látið frjósa aftur. Það verður til þess að öil næringarefnin í grænmetinu tapast og þú færð ekki jafn verðmæta vöru og þú telur þig vera að kaupa. Nokkur holl efni og virkni þeirra Lyopene er efnið sem veldur því að tómatar eru rauðir en auk þess hefur komið í Ijós að það dregur úr líkum á blöðru- hálskirtiIskrabbameini og sumar rannsóknir benda einnig til að það hafi sömu áhrif á leghálskrabbamein. Catechinsgefursvörtu tei beiska bragðiðen það virðist einnig hafa þau áhrif að það dregur úr líkum á að krabbameinsæxli myndist. Anthocyanin er litarefni sem veldur rauðum eða bláum lit berja og ýmissa ávaxta. Bláber og eggaldin eru einkar rík af þessu efni en það hjálpar til við að koma í veg fyrir að krabbamein myndist en einnig virðist það hafa jákvæð áhrif á sjónina, hjartað og minnið. Bláber hafa sömuleiðis oft verið notuð í grasalækningum til að laga blöðrubólgu og þvag- rásarsýkingar og nú hefur komið í Ijós að það er einmitt þetta efni sem veldur því að bláberin virka svo vel gegn þessum sjúkdómum. Þetta litarefni er sömuleiðis virka efn- ið í St. John’s Wort runnanum sem gagnast svo vel við þung- lyndi og efnið í ginkgo biloba sem skerpir minnið er sömu- leiðis anthocyanin. Ferskt eða frosið, hrátt eða soðið Margir telja að ferskt grænmeti sé hollara en frosið og að grænmeti og ávexti eigi skilyrðislaust að borða ferska. En sú er ekki alltaf raunin. Allt veltur í raun á hvaða ávexti eða grænmeti er um að ræða og hvernig þetta er eldað. Það sem kemur beint úr garðinum er sjálfsagt að borða ferskt því það er tvímælalaust hollast þannig. Grænmetið sem keypt er í stórmörkuðum hefur oft verið geymt í marga mánuði. Kál, gulrætur og fleiri grænmetistegundirsem hafa ekki hýði tapa oft miklum næringarefnum en ávextir sem hafa þykkt hýði sem verndar kjarnan geymast vel. Frosið grænmeti og ávextir eru oft hollari en það sem er að finna í grænmetisdeildum stórmarkaðanna. Yfirleitt er þessi vara unnin úr nýrri og ferskri uppskeru og þegar svo er heldurvaran ágætlegaöllum næringarefnum þótt hún sé lát- in frjósa. Þegar grænmeti er soðið er mikilvægasta reglan að ofsjóða ekki. Ofsoðiðgrænmeti inniheldurfá næringarefni því mörg þeirra gufa mjög hratt upp við suðu. Margir matreiðslumenn og snilldarkokkar mæla þess vegna með því að grænmeti sé frekar grillað, steikt eða látið mýkjast í smjöri á pönnu en soðið. Grænmeti á alltaf að vera stökkt undir tönn. Ef sjóða á grænmetið er best að hafa það í eins litlu vatni og hægt er að komast af með eða gufusjóða það. Grænmetis- soð á undantekningarlaust alltaf að geyma og nota í sósur eða súpur því mikið er af næringarefnum í soðinu. Spurningunni hvort grænmeti sé alltaf hollast hrátt er ekki auðsvarað. Hrátt grænmeti inniheldur vissulega mörg ensím sem eru holl fyrir meltingarveginn en tapast fljótt í hita. Á móti kemur að sum þessara ensíma eru svo viðkvæm hvort sem er þannig að magasýrurnar eyða þeim og þau komast aldrei alla leið niður í þarmana þar sem næringarefnaupptaka lík- amans fer fram. C- og B-vítamín eru einnig viðkvæm fyrir suðu og tapast oft þegar grænmeti er eldað. Það er rétt að allt að 50% þeirra næringarefna í grænmeti sem þola hita illa tapast við suðu en það má einnig benda á að í trefjavefjum platna er beta carotene (eitt helsta næringarefnið í gulrótum) og það losnar við suðu og úr verður efni sem gerir líkamanum kleift að vinna A-vítamín úr matnum. Þegar á allt er litið er því sennilega best að borða bæði hrátt ogsoðiðgrænmeti, ferskt og frosið og niðursoðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.