Vikan - 28.11.2000, Blaðsíða 16
Texti: Steingerður Steinarsdó11 i r
I Grettissögu er okkur
sagt að ekki fari alltaf
saman gæfa og gjörvi-
leiki, enda sannaðist
það svo um munaði á
aðalsöguhetjunni en
þeir eru fleiri en Grettir
sem ekki hafa fengið
notið hæfileika sinna
sem skyldi. John
DeLorean var mikill lífs-
nautnamaður. Hann var
bílahönnuður í bílaborg-
inni Detroit og naut ein-
stakrar velgegni því bíl-
ar hans þóttu framúr-
stefnulegir, sportlegir og
sérlega fallegir. DeLore-
an sló í gegn í bílaiðn-
aðinum á sjötta ára-
tugnum og mikið var
um hann skrifað í fjöl-
miðlum og þá ekki síst
hjónabönd hans og fyr-
Mistækur
hæfileikamaður
John DeLorean var sonur
verkamanns í Ford verk-
smiðjunum og ólst upp í
austurhluta Detroit sem
er ófínni hluti borgarinnar.
Hann stundaði nám í Detroit
Lawrence tækniskólanum og
fékk að námi loknu vinnu sem
verkfræðingur hjá Chrysler. Það-
an fór hann til General Motors
og var meðal hönnuða Pontiac
GTO bílsins sem varð feykilega
vinsæll. Bíllinn var kallaður
„vöðvabílinn" og vélin var sér-
lega aflmikil. John vartekinn að
reskjast þegar Pontiac bíllinn
sló í gegn og velgengnin steig
honum illilegatil höfuðs. Hann
skildi við konu sína sem hann
hafði verið giftur í fimmtán ár,
fékk sér andlitslyftingu og gift-
ist fyrirsætu sem var tuttugu
árum yngri. Hjónabandið ent-
istíþrjúárog eft-
ir síðari skilnað-
inn var hann orð-
aður við konur
eins og Candice
Bergen og Ursulu
Andress. Hann
kynntist þófljótt,
Cristinu Ferrare,
tuttugu og
tveggja ára fyrir-
(Back to the Future) með þeim
Michael J. Fox og Christopher
Lloyd í aðalhlutverkum muna
vafalaust eftir bílnum glæsilega
semflutti þáfélagaframogaft-
ur í tíma en það var einmitt í
DeLorean bíl.
Verksmiðjunum lokað
DeLorean hugðist spara í
framleiðslukostnaði bílsins og
setti því upp verksmiðjur á
Norður-írlandi. Breska ríkis-
stjórnin hafði á þeim tíma feng-
ið óvænt og fljótlæknað sam-
viskubityfir efnahagsástandinu
í landinu og styrkti DeLorean
með hundrað milljón dollara
framlagi. Bílarnirtóku að renna
af færibandinu á götuna árið
1981. Kreppa ríkti á Vestur-
löndum á þeim tíma og bílarnir
seldust ekkert, enda kostaði
stykkið 26.000 dollara. Bílarnir
hafa þó sennilega örugglega
verið vel peninganna virði því
vel var vandað til framleiðslunn-
ar en þetta var einfaldlega ekki
tími glæsilegra, rándýrra sport-
bíla. Almenningur keypti ekki
annað en ódýra, sparneytna og
litla fjölskyldubíla.
Árið eftir voru þúsundir
DeLorean bíla óhreyfðir á bíla-
sölum um allan heim
og breska ríkisstjórn-
in ákvað að loka verk-
DeLorean og kona hans Crist-
ina meðan allt lék í lyndi.
irsætna sem voru yfir-
leitt helmingi yngri en
hann. En síðan syrti í
álinn og þetta fyrrum
óskabarn hamingjunnar
var orðið sakborningur í
umfangsmiklu saka-
máli.
' \ ™ •/ 1 \ -r^p
DeLorean bíl-
arnir hrönnuð-
ust upp á bíla-
sölum því þeir
voru svo dýrir
að enginn vildi
kaupa þá.
sætu og giftist henni.
Árið 1973 hætti hann hjá
General Motors og ákvað að
stofna eigið fyrirtæki og setja á
markað nýjan sportbíl sem átti
að taka öllum öðrum fram.
DeLorean bíllinn frægi hafði
gylltar hurðirsem opnuðust upp
en ekki út og yfirbyggingin öll
var úr ryðfríu stáli. Allirsem sáu
myndina Aftur til framtíðar
smiðjunum. Aðeins örfáum
klukkustundum eftir að ríkis-
stjórnin gaf út þá yfirlýsingu 19.
október 1982 var DeLorean tek-
inn fastur í Los Angeles sakað-
ur um að hafa reynt að selja
rúmlega 80 kgaf kókaíni. Hugs-
anlega var þetta örvæntingarfull
tilraun DeLoreans til að bjarga
fyrirtæki sínu en samkvæmt lög-
regluskýrslum hafði bílafram-
leiðandinn haft samband við
fyrrum nágranna sinn og beðið
hann að aðstoða sig við að koma
á viðskiptum við fíkniefnasala
þar sem hann hefði undir hönd-
um mikið magn af kókaíni sem
hann þyrfti að koma í umferð.
Nágranninn hafði samband
við FBI og þeir fylgdust með og
tóku DeLorean þegar hann hitti
lögreglumennina sem þóttust
vera kaupendur. DeLorean
kvaðst hafa verið leiddur í
gildru. Hann bar að fíkniefna-
smyglarar hefðu neytt sig til að
taka þátt í viðskiptum sínum
með því að hóta að drepa fjöl-
skyldu hans. Sá framburður fór
fyrir lítið þegar sýnt var í sjón-
varpsþættinum 60 mínútur bút-
ur úr myndbandinu sem tekið
var af lögreglunni meðan á við-
skiptafundinum stóð þar sem
DeLorean heldur uppi einum
kókaínpakkanum og segir:
„Þetta er betra en gull.“ Kvið-
dómur sýknaði hann samt sem
áður. Cristina yfirgaf hann ogtók
börn þeirra tvö með sér og
skömmu síðar var hann aftur
handtekinn og nú fyrir fjársvik
en sagt var að hann hefði fals-
að bókhald og lagt peninga í fyr-
irtæki á Panama sem hann tók
út úr rekstri eigin fyrirtækis.
Árið 1987 var hann tekin til
gjaldþrotaskipta og dæmdur til
að greiða skuldunautum sínum
9 milljónir dollara en skuldir
hans námu þrisvar sinnum hærri
upphæð en það. í mars síðast-
liðnum varhann svo borinn út af
heimili sínu í New Jersey þegar
það var tekið fjárnámi upp í
skuldir. Kaldhæðnislegt þegar
vinsældir bflsins hans eru sem
aldrei fyrr. Margir safnarar eru
tilbúnirað borgastjarnfræðileg-
ar upphæðir fyrir DeLorean bíl
í þokkalegu ástandi og á vefnum
eru ótal síður þar sem bílaá-
hugamenn skiptast á upplýsing-
um um þá fáu DeLorean bíla
sem enn eru til.
16
Vikan