Vikan


Vikan - 28.11.2000, Page 22

Vikan - 28.11.2000, Page 22
Þórhalla Harðardóttir bjó til þessar fínlegu og fal- legu jólakúlur, en þær má nota í margs konar skreyt- ingar. Efnið í þær er ódýrt og það fer lítið fyrir þessari handavinnu í töskunni. Netkúlan er flóknari í vinnslu, en þó er mjög auðvelt að búa hana til. Efni: gylltar Stenboden perlur 5 mm og nr. 62B 25 mm satínkúlur mjög fín nál hvítur tvinnl (haföur tvöfaldur). (Efnið fæst t.d. í Völusteini). Aðferð: Hafiðtvinnann alltaf tvöfald- an. Þræðið fyrst 8 litlar perlur í hring. f hverja perlu eru síðan þræddar 12 litlar perlur, þá 1 stór og að lokum 13 litlar. Þá er snúið við og þrætt til baka í gegnum 12 litlar perlur, eina stóra og 12 litlar. Þegar búið er að þræða í all- ar 8 perlurnar í hringnum er þrætt í gegnum alla endana og satínkúlunni komið fyrir innan í netinu. Festið satínkúluna með tvinna svo netið leggist fallega utan um hana. Einfaldari kúlan: Stungið er í gegnum satínkúluna, síðan í gegnum stóra, gyllta perlu og þá eina litla. Þegar það er búið er snúið við og stungið aftur í gegnum litlu kúluna og síðan gegnum satínkúluna. Að því loknu er haldið áfram að þræða í gegnum minni perlurnar þartil perlubandið er orðið mátulega langt. 22 Vikan Þórhalla fékk að launum konfektkassa frá Nóa Síríus.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.