Vikan


Vikan - 28.11.2000, Page 50

Vikan - 28.11.2000, Page 50
Texti: Jóhanna Harðardóttir svona er lífið! Þurrar uarirP Varaþurrkur er eitt af mörgum vandamálum sem fylgja vetrin- um. Mjög margar konur eiga við varaþurrk að stríða strax frá því að byrjar að kólna á haustin þangað til fer að hlýna aftur á vorin. Varaþurrkinum geta fylgt mikil óþægindi, m.a. sársaukafullar sprung- ur sem erfitt er að græða. En það er hægt að varast varaþurrk : með réttum aðgerð- um. Byrjið og endið hvern dag á því að bera feitt krem svo sem júgurfeiti, á var- irnar og látið það standa í u.þ.b. 15 mín- útur. Þurrkið þá krem- ið af vörunum og berið venjulegan varasalva á þær í staðinn. Konur sem nota varalit þurfa ekki einsmikiðávarasal- vanum að halda. Þær ættu að kaupa vandaðan, mjúkan varalit sem gerir í flestum tilfellum alveg sama gagn og varasalvinn. Muniðað hafa varalitinn eða - salvann í töskunni og bera reglulega á varirnar, sérstaklega þegar þið ætlið út í kuldann. Varalína Og meira um varirnar... Þegar konur eru komnar á fertugsaldur fer varalín- an að óskýrast ör- lítiðogviðþaðfer að verða erfiðara að mála varirnar svo vel sé. Allar konursem komn- ar eru af barns- aldri ættu aðeiga varablýant því hann er enn nauðsynlegri fyrir útlitið en varalit- urinn sjálfur. Veljið litsemfellurvel að litarafti ykkar og sem passarvið varalit- inn sem þið notið venjulega. Varablýant- urinn á að vera mjúk- uren samtstífur, hann á að vera fastur á (prófið það með því að draga línu á hand- arbakið og strjúka yfir hana með fingurgómunum) og hann á að vera með hettu. Dragið alltaf útlínur var- anna með blýantinum áður en þið berið vara- litinn á þær. Munið að kaupa sérstakan yddara fyr- ir vara og - augna- brúnablýantana ykk- ar. Venjulegir yddar- ar skemma þessa fínu blýanta eins og skot. Fótabað fyrir breytta og kalda fætur Hver hefur ekki lent í því að kólna illa á fótum strax á morgnana og vera fótköld(kaldur) og haldin(n) vanlíðan allan daginn? Það er mjög vont að festa svefn ef kuldi eða þreyta hrjáir mann í fótunum og það er svo sannarlega vel þess 50 Vikan virði að gefa sér 10-15 mínút- ur til að dekra við fæturna þeg- ar komið er heim úr vinnu. Það getur verið ágætt að fara í gott bað en þeir sem ekki eiga bað- ker eiga líka að veita fótum sín- um þann munað að liggja í bleyti. Láttu renna mátulega heitt vatn í bala eða sturtubotninn og bættu ilmolíu eða baðsalti í vatnið. Sestu þarsemvelferum þig og settu fæturna á kaf í vatnið. Fyrstu 5-10 mínúturnar skaltu hafa fæturna kyrra í vatn- inu en eftir það skaltu kreppa og rétta tærn- ar og síðan ökklana. Þegar vatnið fer að kólna skaltu úða þægi- lega köldu vatni yfir fæturna og þurrka þá rækilega með grófu handklæði áður en þú ferð í hlýja sokka eða beint upp í rúmið þitt! Vittu til, þú munt sofna miklu betur en venjulega. Gættu að sjóninni! Ótrúlega stór hópur fólks sér illa án þess að gera sér grein fyrir því og afar marg- ir láta líða allt of langan tíma milli þess sem þeirfaratil augn- læknis. Þeir sem á annað borð eru farnir að nota gleraugu ættu að fara til augnlæknis á tveggja, eða í allra mesta lagi þriggja, ára fresti. Sjóninni hrakar mis- hratt hjá fólki, en þegar hún er orðin slæm eða gleraugun passa ekki lengur geta alls kyns fylgi- kvillar látið á sér kræla, svo sem höfuðverkur, svimi og fleira.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.