Vikan


Vikan - 28.11.2000, Síða 58

Vikan - 28.11.2000, Síða 58
mnMímmuLimMi / Ég hef borið mikinn harm í brjósti mér í tæp tvö ár. Frá því að atburðurinn, sem olli þessari miklu sorg, gerðist hef ég ávallt reynt að ýta minning- unni frá mér, þrýsta sársaukanum burt en hann liggur alltaf í leyni og gýs reglulega upp. Ég hef ekki viljað gráta, ekki viljað gefa mig sorginni á vald. Ég veit að þetta getur ekki gengið svona lengur og ég verð að ræða þetta. Ég tók því þá ákvörðun að setja sögu mína niður á blað í þeirri von að ég gæti rifjað þetta upp skref fyrir skref og loksins tekist á við sársaukann, svo ég geti lifað áfram laus undan klöfum fortíð- arinnar og því sem ég fæ ekki breytt. lfeikindi á meðgöngu Við Björn vorum búin að vera saman í rúmt ár þegar við tók- um þá sameiginlegu ákvörðun að eignast barn. Við vorum búin að festa kaup á húsnæði og þar sem við vorum bæði í kringum 35 ára aldur fannst okkur ekki seinna vænna að fara að huga að barneignum. Við vorum mjög ástfangin og þráðum að eign- ast barn saman. Ég átti 7 ára barn frá fyrra hjónabandi og Björn gekk því í föðurstað. Ég varð ófrísk mun fyrr en ég hafði átt von á og gleði okkar Björns varð mikil þegar þung- unin var staðfest. Innan skamms var ég farin að þjást af slæmri morgunógleði en það þekkti ég frá fyrri meðgöngu minni. Ég tókst á við það eftir bestu getu og leitaði fljótlega til læknistil þess að láta skoða mig hátt og lágt. Fyrri meðganga mín hafði verið mjög erfið og ég hafði fengið meðgöngueitr- un á háu stigi svo ég vildi hafa vaðið fyrir neðan mig og láta fylgjast sérlega vel með mér, þrátt fyrir að ég væri aðeins komin tvo mánuði á leið. Þá kom hins vegar í Ijós að ég var með of háan blóðþrýsting og ég var strax sett á lyf til að lækka hann. Þann dag ákvað ég að vera heima frá vinnu til að hvíl- ast, hringdi í Björn og bað hann að sækja lyfin i apótekið. Þeg- ar hann kom heim með lyfin rétti hann mér þau fúll á svip- inn og sagði þurrlega: ,,Rosa- lega er þetta dýrtl" Mér sárn- uðu þessi ummæli hans því blóðþrýstingslækkandi lyf voru forsenda þess að ég gæti átt eðlilega meðgöngu og þau voru mér hugsanlega lífsnauðsynleg. Ég lofaði lækninum að fylgj- ast sjálf með blóðþrýstingnum og varð óörugg og hrædd þegar hann fór stighækkandi, svo að segja við hverja mælingu. Lyfja- skammturinn var aukinn í þeirri von að hægt væri að halda hon- um í skefjum. Ég spurði lækn- inn hvort hár blóðþrýstingur í byrjun meðgöngu væri merki um yfirvofandi meðgöngueitrun en hann fullvissaði mig um að svo væri ekki því að hún gerði yfirleitt aðeins vart við sig á seinni hluta meðgöngu og því hefði ég eflaust verið með há- þrýsting áður en ég varð ófrísk. Samband okkar Björns fór að verða með stirðara móti. Mér fannst hann hvorki hafa skiln- ing á óléttunni né veikindum mínum og hann var oft þungur í skapi. Ég tók þetta ástand að vonum nærri mér sem er ósköp skiljanlegt þar sem við höfðum verið svo ástfangin og ham- ingjusöm yfir væntanlegu barni í upphafi. Björn tók upp á því að fara einn út að skemmta sér og kom oftar en ekki blindfull- ur heim, rétt undir morgun. Næst þegar ég fór í skoðun hjá kvensjúkdómalækninum sagði hann við mig að með- ganga mín liti ekki vel út og ég skyldi alvarlega íhuga fóstur- eyðingu. Nú styttist í að ég væri komin 3 mánuði á leiðog égyrði að vera fljót að ákveða mig þar sem fóstureyðing væri ekki framkvæmd eftir þann tíma. Mér var mjög brugðið við þessi orð læknisins en hann sagði að það gengi illa að halda blóð- þrýstingnum í skefjum og ef þetta ástand yrði viðvarandi væri hætta á að ég fæddi barn- ið allt of snemma. Ég ræddi þessi mál við Björn en hann fyrtist við og sagði að fóstur- eyðing kæmi ekki til greina. Ég sjálf var reyndar heldur ekki sátt við að fara þá leið. Böðull míns ófædda barns Ég hugsaði ekki um neitt ann- að næstu daga en gat samt ekki komist að niðurstöðu. Annars vegar langaði mig að þráast við, liggja í rúminu það sem eftir væri af meðgöngunni og koma barninu mínu í heiminn á eðli- legum tíma. Hins vegar var ég skelfingu lostin við tilhugsun- ina um að fæða barnið allt of snemma og þær hræðilegu af- leiðingar sem það gæti haft í för með sér. Það gat enginn tekið þessa ákvörðun nema ég sjálf og það var vægast sagt erfitt að velta þessum tveimur möguleik- um stöðugt fyrir sér. Loks tók ég þá ákvörðun að láta reyna á þetta aðeins lengur. Lyfja- skammturinn var aftur aukinn og mér sýndist sem læknirinn væri alls ekki ánægður með þetta. Ég fór síðan í legvatns- stungu og óskaði eftir því að fá að vita kyn barnsins sem ég gengi með. Ég sveiflaðist á milli þess að vera hamingjusöm og þess að vera með nagandi sam- viskubit. Hvaða rétt hafði ég til að taka ákvörðun um líf þessa ófædda barns? Var ég að taka skelfilega áhættu? Myndi ég 58 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.