Vikan


Vikan - 28.11.2000, Side 61

Vikan - 28.11.2000, Side 61
Góð á suiðí Sarah Jessica Parker er fædd þann 25. mars árið 1965 í borginni Nelsonville í Ohio. For- eldrar hennar skildu þegar hún var eins árs en móðir hennar giftist aftur stuttu síðar og eign- aðist Sarah Jessica þá fjögur stjúpsystkini á einu bretti en fyrir átti hún þrjú alsystkini. Þrátt fyrir að vera yngsta barnið í stórri fjölskyldu kunni Sarah Jessica svo sannarlega að fá sínu framgengt. Hún var aðeins átta ára göm- ul þegar hún ákvað að verða leikkona og þremur árum seinna flutti öll fjölskyldan til New York svo Sarah gæti spreytt sig. Hún var fljót að sanna að það var mikið í hana spunnið því hún hreppti hlutverk Annie í samnefndum söngleik á Broad- way strax eftir komuna til New York. Hún söng og lék í Annie í tvö ár en sneri sér svo að öðrum verkum á Broadway auk þess að leggja stund á ballett. Þættirnir Sex in the City eða Beðmál í borginni, eins og þeir heita í snilld- arlegri íslenskri þýðingu hafa aflað sér mikilla vin- sælda hérlendis sem og erlendis á stuttum tíma. Þættirnir, sem eru sýndir í Ríkissjónvarpinu, fjalla um fjórar einhleypar konur á fertugsaldri sem eru í karl- mannsleit í New York. Þættirnir hafa líklega hneykslað margan tepru- legan Bandaríkjamanninn þegar þeir fóru fyrst í loft- ið því þeir fjalla um sam- skipti kynjanna, og þar með talið kynlíf, á opinská- an og skemmtilegan hátt. Aðalstjarna þáttanna er leikkonan Sarah Jessica Parker sem leikur kynlífs- blaðakonuna Carrie Bradshaw. Unglingastjarna Þegar Sarah Jessica komst á gelgjuskeiðið tóku svo við nokkrar misjafnlega góðar ung- lingamyndir og leikur í lítt vin- sælli sjónvarpsþáttaröð sem hétu Square Pegs. Þómánefna að Sarah Jessica lék á þessu tímabili í hinni vinsælu dans- mynd Footloose, sem kom leik- aranum Kevin Bacon á kortið, og ( myndinni Girls Just Want To Have Fun, ásamt Helen Hunt og Shannen Doherty. Seinni hluta nlunda áratug- arins eyddi Sarah Jessica hins vegar mest á sviði. Á tfunda áratugnum lék hún svo í nokkrum þekktum mynd- um, eins og L.A. Story, Honey Moon in Vegas, Ed Wood , The First Wives Club, Mars Attacks og Extreme Measures. í öllum þessum myndum var Sarah þó í aukahlutverki og tilraunir hennartil að komast áfram sem aðalleikkona í stórum Hollywoodbíómyndum báru lít- inn árangur. Þrátt fyrir basl í kvikmynda- heiminum gaf Sarah Jessica sér samt tíma til að leika áfram á sviði og fékk meðal annars góða dóma og tilnefningu til leiklist- arverðlauna fyrir aðalhlutverk- ið í leikritinu Sylvia þarsem hún lék hund! Beðmál í borginni Þrátt fyrir að Sarah Jessica hafi leikið í á þriðja tug kvik- mynda og verið viðloðandi leik- iistina frá barnsaldri er óhætt að segja að þættirnir Sex in the City hafi gert hana að stór- stjörnu. Það hlutverk hreppti hún árið 1998 og hefur meðal annars hlotið Emmy-verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum. Einkalíf Söruh Jessicu hefur verið friðsælt undanfarin ár, ólíkt því sem gerist hjá mörg- um Hollywoodstjörnum. Hún átti þó í ástarsambandi við vandræðagemsann Robert Dow- ney Jr. og síðar leikarann Nicolas Cage áður en hún fann ástina og giftist sómapiltinum og leikaranum Matthew Broder- ick árið 1997. Myndir Söruh Jessicu Parker: Rich Kids (1979) Somewhere Tomorrow (1983) Firstborn (1984) Footloose (1984) Girls Just Want to Have Fun (1985) Going for the Gold: The Bill Johnson Story (1985) Flight of the Navigator (1986) The Room Upstairs (1987) Dadah is Death (1988) The Ryan White Story (1989) Twist of Fate (1989) Equal Justice (1990) L.A. Story (1991) Honeymoon in Vegas (1992) Inthe Best Interest of the Children (1992) Hocus Pocus (1993) Striking Distance (1993) EdWood (1994) Miami Rhapsody (1995) If Lucy Fell (1996) The First Wives Club (1996) Extreme Measures (1996) Mars Attacks! (1996) The Substance of Fire (1997) ‘Til There Was You (1997) Dudley Do-Right (1999).

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.