Vikan - 15.02.1973, Page 3
7. tbl. - 15. febrúar 1973 - 35. árgangur
Vikan
Skelfing
í Skaftár-
eldi
„Soltnar tófur skjótast
þjófalega á milli beina-
grindanna, og strífjaðrað-
ir hrafnar flögra yfir
þeim. Þetta er eina lífs-
markið, sem fyrir okkur
ber á þessari eyðimörku
dauðans". Sjó „Skelfing
í Skaftóreldi" á bls. 12.
Myndir frá
Þingeyinga-
móti
Það var þröng á þingi í
salarkynnum Hótel Sögu
hér ó dögunum, þegar
Þingeyingafélagið í
Reykjavík minntist 30
óra afmælis sins með
veglegu hófi. Við birt-
um margar myndir af
veiziugestum í miðopnu
þessa blaðs.
Eyjar viS
enda
regnbogans
Þegar gígurinn á Tristan
da Cunha gaus fyrir
ellefu árum, var allt
fólkið flutt til Englands.
Þó sáu íbúar eldfjalla-
eyjunnar umheiminn í
fyrsta sinn. En það.var
síður en svo, að þeir
kynnu að meta menn-
inguna. Sjá grein á
bls. 18.
KÆRI LESANDI!
„Heima við* bæinn er enginn
maðnr á ferli. Þeir, sem enn eiga
þar beima, eru illa til þess færir
að vera úti við á gangi, encla ekk-
ert út að gera, því að allar skepn-
ur ern dauðar fyrir löngu. — Við
Iwörflum austur í kirkjugarð.
Þar er sorglegt um að litast. All-
ur garðurinn er samfelld mold-
arhrúga og i henni sér sums stað-
ar á klúrar líkkistur. Menn
geymdu lík þeirra, sem dóu í
sókninni í hverri viku, til næsta
sunnudags. Þái gengu allir vinnu-
færir menn að því að taka eina
gröf handa öllum, stundum 6—8
líkum í einu. Mátturinn var lítill
hjá mörgum til að berja upp
klakann, en það vannst þó er
margir lögðu saman. Þegar niður
i'ir klakanum var komið, var
grafið innundir klakahelluna til
beggja handa. 1 þessar gryfjur
var líkkistunum raðað og klaka-
hrönglinu mokað yfir. Nú er
klakaþekjan sigin niður, og sum-
ar kisturnar standa hálfar upp
úr moldinni...“
Þannig lýsir Jón Trausti að-
komunni að Kirkjubæjarklaustri
í Skaftáreldi, einhverju mesta
gosi, sem sögur fara af í nokkru
landi. Eldgosið í Vestmannaeyj-
um hefur eðlilega beint hugan-
um til hamfara náttúrunnar fyrr
á öldum. Kjör og aðstæður hafa
gjörbreytzt til batnaðar, en nátt-
úran er söm við sig. — Við birt-
um kafla úr „Sögum frá Skaftár-
eldi" á bls. 12.
EFNISYFIRLIT
GREINAR
BLS.
Skelfing í Skaftáreldi, kafli úr „Sögum frá
Skaftáreldi" eftir Jón Trausta, sem byggðar
eru á raunverulegum staðreyndum 12
Eyjar við enda regnbogans, grein um Trist-
an da Cunha, eyjuna, sem ibúarnir urðu að
flýja vegna eldgoss fyrir ellefu árum 18
Fanginn á lögmannsskrifstofunni, grein um
óvenjulegt sakamál, fyrsti hluti 8
Verðbólga i öllu sinu veldi, grein um efna-
hagshrunið í Þýzkalandi fyrir stríð, en nú
eru fimmtíu ár liðin síðan eitt brauð kostaði
milljónir marka 23
Þröng á Þingeyingamóti, myndir frá þrjá-
tiu ára afmæli Þingeyingafélagsins í Reykja-
vik 26
SÖGUR
Úrsmiðurinn reglusami, smásaga eftir Ger-
ald Sinstadt 16
Eilíf æska, framhaldssaga, 9. hjuti
20
Skuggagil, framhaldssaga, 12. hluti
34
ÝMISLEGT
3M — músik með meiru, poppþáttur í um-
sjá Edvards Sverrissonar 32
„Flestir vilja feita sneið". — Visnaþáttur Vik-
unnar
11
FASTIR ÞÆTTIR
Pósturinn
Síðan síðast
Mig dreymdi
Myndasögur
43, 46, 49
Stjörnuspá
Krossgáta
48
50
FORSÍÐAN
Elizabet Taylor hefur löngum verið talin feg-
ursta kona heims, og þessi mynd af henni styð-
ur sannarlega það álit. I þetta sinn hefur hún
sótt hugmyndina að hárgreiðslunni til hundsins
síns.
VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi
Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matt-
hildur Edwald og Kristín Halldórsdóttir. Útlits-
teikning: Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar:
Sigríður Þorvaldsdóttir og Sigrfður Ólafsdóttir.
Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing:
Siðumúla 12. Símar: 35320 - 35323. Pósthólf
533. Verð í lausasölu kr. 75,00. Áskriftarverð er
750 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega eða
1450 kr. fyrir 26 tölublöð hálfsárslega. Áskriftar-
verðið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: nóvem-
ber, febrúar, maí og ágúst.
7. TBL. VIKAN 3