Vikan

Issue

Vikan - 15.02.1973, Page 6

Vikan - 15.02.1973, Page 6
FLORENCE GABIN sem er nítján ára gömul og dóttir hins fræga franska leikara Jeans Ga- bin, Var aðstoðarstúlka framleiðanda í kvikmyndum, sem faðir hennar lék í og gegnum vináttu hans við leikstjór- ann Michel Audiard fékk hún hlut- verk í kvikmyndinni „Elle Cause plus, elle Flingue". Annie Girardot lék að- alkvenhlutverkið og hún eggjaði Flor- ence til að snúa sér að leiklistarnámi, en það vill Florence ekki, hún er ánægð með sitt starf sem aðstoðarstúlka (script-girl). PRINSESSA Á HÆKJUM Það mátti sannarlega ekki tæpara standa með þýzku prinsessuna Hanne- lore Auersperg, þegar bíll hennar lenti í árekstri á dögunum. Lengi var prins- essunni ekki hugað líf, en nú er hún komin yfir það versta og hefur fengið að fara heim af sjúkrahúsinu, eftir yfir hundrað og níutíu daga legu þar. Hún verður þó enn um ófyrirsjáan- legan tíma að ganga við hækjur. Bíll prinsessunnar var illa útleik- inn eftir áreksturinn, en logsuðu- tæki þurfti til að ná henni út úr flak- inu. — meðfylgjandi mynd yfirgefur Hannelore sjúkrahúsið í fylgd yfir- læknisins þar, móður sinnar og eigin- manns síns, Alfi prins von Auersperg. SEAN CONNERY var orðinn hundleiður á að leika 007, svo hann er mjög ánægður nú, þegar framleiðendurnir hafa fundið annan til að leika þetta hlutverk, nefni- lega Roger Moore, sjálfan Dýrðling- inn. Aður höfðu framleiðendurnir elt hann um heiminn þveran til að særa hann til að halda áfram með hlut- verkið. Nú er Sean Connery í La Mancha á Spáni og unir sér vel við að leika golf. EINN KEMUR ÞÁ ANNAR FER Kvikmyndaleikarar virðast ekki taka nærri sér hjónaskilnaði og láta sér ekki detta í hug að sitja heima og syrgja. Leikstjórinn Harry Mayer sást fara inn á næturklúbbinn „Le Privé“ í París með ljóshærðri fegurðardís. En hann var ekki þangað kominn til að hitta fyrrverandi eiginkonu sína, Ro- my Schneider, sem þó var á staðnum. Hún virtist una sér vel, enda var herr- ann hennar Bob Evans, framleiðand- inn að „Love Story“ og fyrrverandi eiginmaður Ali MacGraw. Nú eru menn að stingja saman nefjum um það hvort hinn glæsilegi framleiðandi sé ekki að hugsa um að fá Romy í næstu kvikmynd sína. Meyer vildi ekki láta uppskátt nafn þeirrar ljós- hærðu. ekkja Humphreys Bogart, er nú orð- in 48 ára og hefur nú fundið nýjan vin í Frakklandi, franska tízkumeist- arann Ungaro. Það er sagt að Laureen Bacall sé ein af ríkustu kvikmynda- stjörnunum í Ameríku. Áður en hún fór til París, var hún viðstödd minn- ingarhátíð um hinn fræga eiginmann sinn. Blaðaljósmyndarar voru ekki lengi að koma auga á hana og hlupu til. En Laureen tók því vel og hafði ekkert á móti því að þeir smelltu af, þar sem hún var að fara inn á skemmti- stað með hinum franska vini sínum. LAUREEN BACALL SÍÐAN SÍÐAST

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.