Vikan

Útgáva

Vikan - 15.02.1973, Síða 9

Vikan - 15.02.1973, Síða 9
Ollenburg og vinkona hans Hannelore á grímuballi. lofa hárinu að síkka. Fljótlega náði hún yfir honum slíku valdi, að hann þorði varla í neinu að breyta gegn vilja hennar. Hún mælti svo fyrir að hann yrði að vera kominn heim hálfsjö á hverju kvöldi, og lék hann harðlega ef hann varð mínútu of seinn. Aðfaranótt þrítugasta nóv- embers síðastliðins fékk hann þannig heldur betur að kenna á kökukeflinu, en þá kom hann fyrst um miðnætti heim í íbúð- ina, sem þau Hannelore höfðu nálægt Dússeldorf miðri. Á hinn bóginn fór því fjarri að lögfræðingurinn sóaði tíma sín- um í slark og sukk það kvöld- ið. Þess í stað rændi hann auð- kýfingi nokkrum, sem Theo Albrecht hét, og hjálpaði hon- um til þess Paul nokkur Kron, félagi hans úr glæpabransan- um, auknefndur Diamanten- paul, eða Demanta-Páll. Hefur Ollenburg sagt svo siðar, að þótt Albrecht hafi áreiðaniega ekki verið öfundsverður þá nótt, þá hafi hann, Ollenburg, þó sætt miklu harðari meðferð, það er að segja þegar hann loksins skilaði sér heim. Þeir kumpánar lögðu Al- brecht inn í aftursæti bíls, og þoldi hann þar þó nokkrar þrengingar. Hendur hans voru tryggilega fjötraðar saman, og plástur hafði verið límdur yf- ir augun. Auðmaðurinn var nær dauða en lífi af hræðslu. í framsætinu sat Diamanten- paul, miðaði skammbyssu á fangann og hótaði honum bráð- um bana, ef hann léti eitthvað á sér kræla. Bílnum höfðu dólgarnir lagt í bílskúr við húsið Kreiten- strasse fjórtán í Dússeldorf. Þetta var í góðborgarahverfi með dýrum leiguíbúðum, rúm- góðum svölum, snyrtilega slegn- um grasflötum og trjálundum. En það vissi Theo Albrecht ekki. Hann hélt sig helzt vera staddan í verkstæði einhvers staðar víðsfjarri ibúðarhverf- um. Sem fyrr er að vikið, yfir- gaf Ollenburg bílskúrinn um miðnætti. Hann gekk fyrir næsta húshorn út á Brehm- strasse. Þar var útisímaklefi. Úr klefanum hringdi Ollen- burg heim til Albrechts, að Westerwaldstrasse 58 í Essen. Þegar frú Cilly, kona Al- brechts, kom í símann, sagði Ollenburg: „Þér þurfið engu að kvíða. Manni yðar hefur verið rænt. En ég ráðlegg yð- ur eindregið að vera ekkert að ónáða lögregluna eða blöðin. Sofið þér vel.“ Þegar þetta símtal fór fram, var klukkan átta minútur yfir tólf. Eftir þetta hélt Ollenburg heim til Hannelore sinnar. Hún jós yfir hann óbótaskömmum og vændi hann um slark og framhjáhald, en aldrei þessu vant x-eyndi hann ekki hið minnsta til að bera af sér sak- ir. Hann var guðsfeginn að henni skyldi ekki detta neitt annað í hug. „Hefði Hannelore komizt að brottnáminu, hefði hún jafnskjótt látið lögregluna vita,“ sagði hann síðar. Um síðir tókst Ollenburg að sofna út frá skömmunum og var bærilega úthvíldur, er hann mætti í bílskúi-num klukkan tíu morguninn eftir. Paul Kron var þá allmjög þreyttur orðinn á varðsetunni, og Theo Albrecht dauða nær af andlegum þjáningum og lík- amlegum óþægindum. Ræn- ingjarnir ákváðu nú að flytja hann á Graf-Adolf-Strasse fjörutíu og fimm, fjórðu hæð. Þar var lögmannsskrifstofa Ollenburgs, og þótti þeim kumpánum ólíklegt, að nokk- ur léti sér detta í hug að leita brottnumins manns í húsnæði lögfræðings. En þessi flutningur krafðist nokkurs undirbúnings, svo að Ollenburg fór á stjá á ný, í þetta sinn til að útvega kassa, sem hægt væri að láta Al- brecht í, og bera hann þannig inn í skrifstofuhúsnæðið. Ætlaði hann að láta í veðri vaka að þar væri um að ræða einhvern hlut, sem hann hefði fengið sendan eða keypt. En hvernig sem hann leitaði, gat hann hvergi fundið nógu lang- an og rúmgóðan kassa. Að lok- um gafst hann upp og ákvað að láta duga að vefja fangann inn í teppi. Hann tók á leigu sendibíl og ók honum skömmu eftir há- degið til bílskúrsins. Þaðan óku þeir Kron svo báðir af stað, Ki'on á undan í sínum bíl, sem var Mercedes, með Albrecht aftur í, en Ollenburg á eftir i sendibílnum. Þeir komu við í götunni Im Kessel, númer níu. Þar bjó Karl nokkur Rath, sem verzl- aði með teppi og stal þeim, allt eftir því hvernig landið lá. Hann var félagi Krons og skjól- stæðingur Ollenburgs sem lög- fræðings. Ollenburg hitti konu Raths og fékk hjá henni dýr- indis teppi, rautt að lit. Og áfram héldu þeir, Kron á undan, Ollenburg á eftir. Þeir fóru á fáfarinn stað við Hasenbrucher Weg, þar sem smáskógur var. Þar tóku þeir Albrecht út úr Mercedesinum, settu hann í geymslurúm sendi- bílsins og breiddu þar yfir hann teppið. Enn óku þeir af stað. í námunda við Mannesmann- verksmiðjurnar lagði Kron sín- um bíl og klifraði upp í geymslurými sendibílsins. Hon- um fannst mikið til um hve illa og þjösnalega Ollenburg ók. Fanginn, sem var rígbund- inn, rúllaði til og frá um vagn-* gólfið. Jafnvel Diamantenpaul vorkenndi honum. Þeir óku inn í borgina miðja og stönzuðu skammt frá skrif- .... )rin vísar á bílskúrinn, þar sem Albrecht var geymdur fyrstu nóttina ftir að honum var rænt. Þetta var í friðsælu, —ih.'.X.huorfi 7. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.