Vikan - 15.02.1973, Side 14
SKELFING
í SKAFTÁRELDI
H
óskapa—vatn beljar fram.
Meðallandið er alt i voða.
Kúðafljót sýður og svellur á
hraungeiranum, t sem runnið
hefir út i farveg þess. Alstaðar
streymir vatn fram af
hraununum og undan jöðrum
þess. Ný lón skapast meðfram
hraununum og á sijettlendinu
framan við þau, en hin minka
ekkert við það. Þau vaxa eftir
sem áður.
Meðallandið er nærri þvi alt i
eyði. Bæirnir standa umflotnir
af vatni, sumir fullir af vatni eða
i kafi i vatni. Túnin, engjarnar
og grashagarnir, — heilar jarðir
eru á kafi i vatni. Þær fáu mann-
eskjur, sem enn haldast þar við,
biðja og andvarpa: Guð
almáttugur, leiddu vötnin i ein-
hverja farvegi!
Lifandi skepna sjest varla úti
á viðavangi, en hvarvetna liggja
beinagrindur, — úti i haganum,
frammi á sjávarströndunum og
á botni uppistöðulónanna. Fjöldi
hesta hefir varið siðustu
kröftunum til að rölta fram á
sanda og leita þar ætis. Þar
liggja beinagrindur þeirra,
hálf—sandorpnar.
Soltnar tófur skjótast þjófa-
lega á mílli beinagrindanna, og
strifjaðraðir hrafnar flögra yfir
þeim. Þetta er eina lifsmarkið,
sem fyrir okkur ber á þessari
eyðimörku dauðans.
Nei, ekki þó alveg. Ef við
gáum betur að, sjáum við snögg-
hærða grákolla koma upp úr
ánum. Forvitin, einfaldleg augu
blina upp til landsins og
kampamiklar granir þefa i allar
áttir. Á meðan þessir granagráu
snoðkollar sveima i ánum, er
hjeraðið ekki aldauða.
— Við förum um á
Kirkjubæjarklaustri. Heima víð
bæinn er enginn maður á ferli.
Þeir, sem enn eiga þar heima,
eru illa til þess færir að vera á
gangi úti við, enda ekkert út að
gera, þvi að allar skepnur eru
dauðar fyrir löngu.
Húsbóndanum mættum við á
leiðinni. — Túnið breiðir sig upp i
brekkuræturnar og er ofurlitið
farið að grænka. Fossinn hoppar
glaðlega fram af brúninni á bak
við bæinn og liðar sig i silfur-
hvitum streng ofan hliðina. —
Við hvörflum austur i kirkju-
garð. Þar er sorglegt um að
litast. Allur garðurinn er sam-
feld moldarhrúga og i henni sjer
sumsstaðar á klúrar likkistur.
Menn geymdu lik þeirra, sem
dóu i sókninni i hverri viku, til
næsta sunnudags. Þá gengu allir
vinnufærir menn að þvi, að taka
eina gröf handa öllum, stundum
6—8 likum i einu. Mátturinn var
litill hjá mörgum til að berja upp
klakann, en það vanst þó, er
margir lögðu saman. Þegar
niður úr klakanum var komið,
var grafið inn undir klaka-
helluna til beggja handa. í
þessar gryfjur var likkistunum
raðað og klakahrönglinu mokað
yfir. Nú er klakaekjan, sem
verið hafði á lofti, sigin niður, og
sumar kisturnar standa hálfar
upp úr moldinni.
— Eitt leiðið er á bak við
kórinn, og er betur um það hirt
en hin leiðin. Þegar sr. Jón
Steingrimsson kemur þangað,
krýpur hann niður og gerir bæn
sina. Tár renna niður kinnar
hans. — Undir þessu leiði hvilir
konan hans, md. Þórunn
Hannesdóttir. Hún andaðist 7.
april þá um veturinn.
Þaðan stefnir prófastur austur
með brekkunum. Hinumegin i
dalnum, sem þá opnast, blasa
við mörg timburþil i röð. Það er
Prestbakki.
2. Jón prófastur Steingrimsson.
Svo stóð á ferð Jóns prófasts
Steingrimssonar að þessu sinni,
að hann hafði lagt á stað heiman
að um sumarmálaleytið, fót-
gangandi, þvi að ekki átti hann
þá nema einn hest, — og það var
eini hesturinn, sem þá lifði i allri
kirkjusókninni.
Haustinu áður, meðan
eldurinn gevsaði enn þá. hafði
hann sent tvo vinnumenn sina
með 9 hesta suður (eða rjettara
sagt vestur) á Eyrarbakka, til
að sækja þangað matvöru, sem
hann hafði sjálfur tekið þar út og
átti að vera 7 hestbyrðir. Þá
voru hestar orðnir mjög illa út-
leiknir af eldharðindunum og
ekki ferðafærir, þótt menn
neyddust til að nota þá. Veturinn
lagðist snemma að það haust og
vinnumennirnir fengu hin verstu
veður. Náðu þeir loks heim eftir
9 vikna útivist og höfðu þá engan
af þeim hestum, sem þeir höfðu
lagt á stað með. Þeir voru allir
dauðir. Hestar þeir, er þeir
komu með, voru ýmist lánaðir
eða keyptir á leiðinni og
reyndust allir illa. Matvaran,
sem þeir loks komu heim með,
var stór—skemmd, bæði af
rigningum og hrakningum i
ánum, og sumu af þvi, sem þeir
höfðu átt að sækja, höfðu þeir
týnt með öllu.
Seinna um veturinn, eftir
nýárið, sendi sr. Jón austur á
Djúpavog til að herja þar út eina
mjöltunnu. Sú ferð kostaði hann
það, sem eftir var af hestunum.
Nú var þvi ekki annars kostur
en ganga.
Erindi þau, sem sr. Jón átti i
þessari ferð, voru mörg, meðal
annars það, að festa kaup á
gripum vestur i sýslum, þvi að
þar var nú helst gripi að fá.
Sr. Jón tók unglings—pilt, sem
lengi hafði verið hjá honum og
Jón Sigurðsson hjet, með sjer i
þessa ferð. Gengu þeir fyrst i
Skálholt, til að hafa tal af yfir-
völdum kirkjunnar.
Biskuparnir voru um þessar
mundir tveir i Skálholti. Hannes
biskup Finnsson var (frá 1777)
orðinn aðstoðarbiskup hjá föður
sinum, dr. Finni, sem nú hafði
verið þar biskup i 30 ár (siðan
1754), og var orðinn háaldraður
maður. í orði kveðnu hjelt
Finnur biskupstign sinni, en
Hannes ánnaðist öll biskupsstörf
og þótti röggsamur i embættis-
14 VIKAN 7. TBL.