Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 15.02.1973, Qupperneq 36

Vikan - 15.02.1973, Qupperneq 36
ÚRSMIÐURINN REGLUSAMI Framhald af bls. 17. hugsaöi meö sér, að fáeinar- minútur gætu engu breytt, úr þvi sem komið væri, svo að hann stanzaði viö sölupall þar sem voru seldar ristaðar kastaniur og stóð við hornið á húsa- samstæðunni þar sem verkstæðið hans var. Meðan afgreiðslumaðurinn var að taka af sér þykku leður- hanzkana, sem hann notaði við að snúa hnetunum, tók William eftir nokkrum mönnum, sem komu út úr dyrunum hjá fyrirtækinu hans. Og I miðjum hópnum var Feldner, hattlaus og yfirhafnar- laus. Tveir menn, sinn hvorum megin héldu fast um handleggina á honum. Án þess að bfða eftir að fá til baka, tók William til fótanna Hann stökk upp á tröppuna á strætis- vagni á ferð, hrasaði og var næstum dottinn niður á götuna. Þegar heim kom, lét hann niður i ferðatösku og lagði af stað. Næsta morgun var hann kominn til Sviss... Mest af þessu, sem að framan er sagt, hlaut aö vera skráð I bækurnar hjá Linz - lögreglunni. Eftir innrásina hlutu þessar bækur að hafa verið afhentar — eins og allt annað. Og svo hlaut einhver, jafn—hárnákvæmur um smáihuni og William var sjálfur, aö hafa verið settur til að rannsaka bækurnar. Og þá hlaut sá sami að hafa fyrr eða siðar rekizt á óafgreitt mál gegn Wolfgang Feldner og Wilhelm Walter König. Allt þetta hafði William lokið við að álykta áöur en bjallan hætti að dingla. En hann var búinn með svarta tóbakið úr löngu pipunni sinni, áður en hann hafði getið sér til um, hvernig þeir hefðu rakið slóð hans alla leið i verkstæöið I Camberwell. Hann rifjaði upp fyrir sér alla áhyggjusömu mánuðina I Sviss, öllu ódýru gistihúsin i borginni og stööugan ótta við barsmið á dyrnar. sem mundi boða um komu einhvers forvitins lögreglu- manns. En það var aldrei bariö að dyrum. En svo var þaö vanda- mál óleyst aö verða ný persóna. William vildi tryggja sér þaö, að jafnskjótt sem hann stigi fæti á nýja jörð, þyrfti hann ekki framar aö vera, ef svo mætti segja, meö ferðatöskuna i hendinni. Og lausnin blasti við honum eitt kvöldið. af forsiðunni á einu Zurich-dagblaðinu. Anschluss stóö meö flannaletri. Þá var honum ekki ljós þýðing þess, að Austurríki sameinaðist Hitler—Þýzkalandi. Þaö var ekki fyrr en fyrstu flóttamennirnir tóku að tinast yfir iandamæri Sviss, að hann gerði sér ljóst, að ógæfa annarra gæti oröið honum til bjargar. Hann mundi þegar hann hafði safnaö saman plöggunum, sem hann hafði varö- veitt svo vandlega, fariö meö þau I skóg nokkurn utan borgarinnar og horft á jaðrana á skjölunum verpast og sortna, þegar hann kveikti i bögglinum. William var ekki Gyðingur og gætti þess vandlega að þykjast ekki vera það, hvenær sem brezk yfirvöld gerðust forvitin. William veittist það létt að þykjast vera útrækur Miðevrópubúi, sem óskaöi þess heitast aö komast I fóstur hjá siöasta vigi frelsis og lýöræðis. Þegar svo styrjöldin hófst og sirenurnar glumdu yfir borgina á sunnudegi, geröi hann sér að góðu að vera innilokaður. Og honum fannst það tilvinnandi, þegar honum var loks sleppt lausum og fengiö brúna spjaldið, sem viðurkenndi hann sem William Walter King. 1 fimm ár beitti William fúslega kröftum sinum að styrjaldar- vinnu i verksmiöjum og varöi þvi sem hann átti afgangs I hver vikulok til kaupa á spari- skirteinum. Arið 1947 nægði þetta, ásamt afganginum af þvl, sem hann hafði fengið hjá Feldner, til þess að festa kauþ á litlu verk- stæði I Camberwell. Þar lifði hann rólegu lifi i góðu sam- komulagi við nágrannana, sem fannst hann vera viðkunnanlegur og vingjarnlegur maður, sem væri engum til ama. Og svo áriö 1950, þegar hann varð I fyrsta sinn meistari i skákklúbbnum, sem hann hafði gengið i i Clapham, þá fór hann heim rrieð verðlaunagripinn, fægði hann vandlega og setti hann i glerkassa uppi yfir búðarboröinu i verkstæðinu. Honum fannst lifið hafa farið vel meö William Walter King. Fimm mánuöir voru liönir frá fyrstu komu Smiths áöur en fyrsta bréfið kom. Það kom einn vormorgun ásamt verölista frá verksmiðju og boðsbréfi frá skák- klúbbnum um aö taka þátt I fjöl- tefli tólf manna á næstu samkomu klúbbsins. Bréfiö var ein örk, sem á var vélritaö: „HLJÓMLISTARPALLINUM I Brockwell. Endasætiö i fjórðu röð. 2.30 föstudag”. Bréfiö var stimplað I hverfinu SW.l. og haföi verið póstlagt daginn áður.Smith, sem var Iklæddur gráum yfir- frakka, þrátt fyrir sólskinið, var þegar seztur fyrir framan pallinn, þegar William bar að. Hann stóð samstundis upp og sagði: — Við skulum ganga. Þeir löbbuðu um i nokkrar minútur þegjandi, áður en Smith rauf þögnina, eftir að hafa litið um öxl nokkrum sinnum. En þá sagði hann: Ég hef verk að vinna handa þér. Og þvi verður að vera lokið um þetta leyti á morgun. Skiluröu það? William hikaði dálitið við áður en hann svaraði. Þegar eitthvað kom á hann, var hann enn vanur að hugsa á þýzku og þýða siðan hugsanir sinar á ensku, áður en hann lét þær I ljós. — Ég veit ekki, sagði hann. Ég verð nú að hugsa um viðskiptavinina mina, skilurðu. — Þeir geta beðið. Smith horfði á hann og beið eftir svari. — Það fer eftir þvi, hvað ég á að gera. Ég get ekkert sagt um tlmann, sem það tekur fyrr en ég veit hvað það er. Hinn maöurinn hneppti frá sér frakkanum og dró fram litla pappaöskju. — Taktu þetta, sagði hann, — og farðu varlega með það. — Hvaö er þetta? — Innan i þvi er plpa með sprengiefni i og timalæsing. Smith talaði jafn eðlilega og hefði hann verið aö rétta bilað úr yfir búðarborðið. — Það þarf aö festa klukkuútbúnaö við það. Hann áttu að setja á klukkan þrjú á sunnu- dag og skilaðu mér svo þessu hérna um sama leyti á morgun. Aöur en William gæti nokkru svarað, gekk Smith frá honum og hneppti að sér frakkanum um leiö. Þegar William kom aftur á verkstæðið sitt, setti hann öskjuna á borðiö og kveikti sér i pipu. Æfilangur vani neyddi hann til að hugsa um þá kosti, sem hann átti völ á. í fyrsta lagi gæti hann farið meö öskjuna til lögreglunnar. En hvaö þá? Ef honum yrði trúaö, yrði þess sennilega krafizt, að hann færi á stefnumótið við Smith, svo að hægt væri að taka hann fastan. Allt I lagi með það. En þá yrði hann llka að skýra frá öllum aödragandanum að fyrsta fundi þeirra Smiths. Og jafnvel þó lögreglan sleppti nú atriðum, sem hennikomu ekki beinlinis við, yrði hann að muna eftir félögum Smiths. Næsta sprengja kynni að koma inn um bréfarifuna hjá honum. I öðru lagi gat hann ekkert gert. Færi hann að biða átekta, mundi Smith áreiöanlega koma aftur. Og hvernig gæti hann losnaö viö sprengiefnið? Og ef hann I þriðja lagi svæfði fagmannssamvizkuna og fremdi ónýta aðgerð. Þá gæti hann skilað öskjunni, en hún mundi aldrei springa og enginn skaði mundi ske. En gallinn var bara sá, að jafnvel þótt Smith tryði þvi, að þetta hefði verið slvsni. var hann vis til aö koma aftur i sömu erindum. Og þá yrði William eins staddur og hann var nú. 1 fjórða lagi gæti hann ger.t eins og honum var sagt... Sprengjan var notuð til þess að eyðileggja rannsóknastöð i Wiltshire. Þegar William las um þetta I blöðunum, var þaö honum litil huggun, að sprengingin varö þegar aðeins einn varðmaður var á staönum og enginn hafði slasazt. Nú vissi hann alveg fyrir vist, að Smith mundi aldrei láta hann i friði. A næstu árum fékk William fimm bréf I viðbót. Alltaf haföi veriö breytt um mótsstað. I hvert sinn gaf Smith stuttorðar fyrir- skipanir. I hvert skipti las hann nokkrum dögum siöar um einhverja skemmdarstarfsemi á verksmiöjum — og hann tók eftir þvi, að blöðin þögðu að mestu um það, hverskonar starfsemi hafði verið trufluð. En það var auðvelt að geta sér þess til að þarna var rekiö vendilegt tilræli við ein- hvern mikilvægan þátt I leyni- hernaði — hernaðinum, sem aldrei linnti I heimi, kvöldum af ótta og grunsemdum.Og nú virtist herferðin á þessu sérstaka sviði, sem William hafði kynnzt litils- háttar, vera að nálgast endalokin — og þá tæki við eitthvað stærra og mikilvægara en allt það, sem á undan var gengið. Smith hafði neyðzt til að láta uppskátt meira en hann hafði llklega ætlað sér, eftir að hann komst að þvi, að William var ekkert hrifin af þeim ráðstöfunum, sem gerðar höfðu verið til þess. aö koma honum aftur til Linz. En hann hafði verið ósveigjanlegur og þar gat ekki verið um neina málamiðlun aö ræða. Timaklukkuna átti að setja á kl. 1. e.h. William átti að afhenda böggulinn i aðal- ganginum á flugvellinum i London, nákvæmlega tólf klukku- stundum fyrr. 1 staðinn fengi hann svo farmiða til Austurrikis, ásamt skilrlkjum, sem breyttu honum aftur i Wilhelm Walter König. — En það get ég ekki, kveinaði Wiiliam. — Lögreglan .... — Feldnermálið er komið úr vörzlu lögreglunnar. Wiliiam áttaöi sig ekki strax á þessu, og spurði: Hvernig: Hvernig gekk það til? Og hvenær? — Hver veit þaö. Kannski endur fyrir löngu. Nú skildi William fyrst skensið. — Þú átt við, að máliö heföi aldrei geta oröið tekið fyrir? I fyrsta sinn siöan William hafði kynnzt Smith, sá hann ein- hvern kipring á vörum hans, sem heföi getaö veriö bros. — Þaö skipti engu máli. Þú ert 36 VIKAN 7. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.