Vikan


Vikan - 19.12.1957, Síða 12

Vikan - 19.12.1957, Síða 12
ÞAÐ VAR KVÖLD I NASARET RIR nokkrum árum gekk trésmiður að nafni .Jósep taugaóstyrkur fram og aftur fyrir fram- an dyrnar á hrörlegri fæðingarstofnun í einu af úthverfum Jerúsalemborgar. Þetta var að- faranótt 25. desember. Svona seint að kvöldi var útborgin Betlehem líkust því sem hún væri í eyði og sandborinn vindurinn, sem feykti blöðunum af olífuviðartrjánum uppi í hæðunum í nágrenninu, reif í hin þunnu klæði þessa einmana vökumanns. Þetta var kornungur maður, kraftalega vaxinn og óframfær- inn, og hann gekk með alskegg í þeim barnalega tilgangi að reyna að bæta upp snemmfenginn skalla. Af þessu leiddi að hann leit út fyrir að vera eldri en hann í rauninni var. En honum var lítil hjálp í því. Allra síst í kvöld. Honum fannst skikkja karlmannlegrar ábyrgðar hvíla þungt á herðum sín- um, þegar hann stóð svona uppi einn og gat hvergi leitað stuðnings. Hann hefði gjarnan viljað létt andartak á þessari sívakandi óþolinmæði sinni með því að leita inn í hlýjuna í kránni sem hann sá innan um vínviðinn uppi í brekkunni. En gullin stjarna hélt honum kyrrum við dyr fæðingarhreysis- ins. Hún var eins og hún hefði verið negld þarna fyrir ofan hann á Júdeuhimininn. — Stjarna stjörnum fegri. Það er orð að sönnu, tautaði Jósep háðslega og sparkaði með skótánni í stein, sem hafði losn- að úr rauðbrúnu steinlagningunni á götunni. Hann hafði ferðast frá Nazaret með stuttum hvíldum, þegar hann fleygði sér niður bak við múrveggi, og komið til höfuð- borgarinnar upp úr miðjum degi. Hann hafði sést ganga yfir torgið á hælunum á vesælum asna og styðja með hendinni við konu, sem sat óstöðug á asnanum í fyrirferðarmiklu pilsun- um sínum. Sennilega var þetta konan hans, eða þá litla syst- ir hans. Hann hafði barið að dyrum allra gistihúsanna, en á þessum tíma árs höfðu þau öll uppi auglýsingar um að þar væri fullt, ef setuliðið í héraðinu hafði þá ekki lagt þau undir sig. Vesöld þeirra hafði ýmist vakið gremju hermanna eða ferðamanna, þó að þau væru sýnilega fulltrúar þessara fátæku, stoltu ungu hjóna, sem eiga alla framtíðina fyrir sér. I nafni hins glæsta og þunglamalega herliðs sem átti allt sitt að baki, hafði þeim verið boðið að halda áfram ferðinni. Þetta miskunnarleysi mannanna hafði þó ekki komið þeim á óvart. Um nokkurt skeið höfðu þau vanizt því að hvert orð sem til þeirra va?r beint, væri tvírætt, og að allar breytingar á högum þeirra hefðu einhverja dulda merkingu. Þau höfðu því haldið allt að því sátt við tilveruna í gegnum Bab-el-Khalil hliðið og áfram til Bethlehem, þar sem þegar var búið að kveikja upp elda. Þegar þau svo voru á báðum áttum um hvað þá skyldi taka til bragðs, hafði þessi stjarna haldið í þau. Hún minnti þau óljóst á eitthvað, sem Jósep hafði ekki gert sér fulla grein fyrir, þó hann hefði staðið þama og beðið síðan í rökkurbyrjun. Þessi óaflátanlega óheppni þeirra læddi aðeins inn hjá honum grun um, að hún væri ekki góður fyrir- boði. Enda var trésmiðurinn atvinnulaus, kona hans þunguð og fæðingarstaðurinn opinber stofnun. Jósep hálfskalf í þunnu vinnufötunum sínum. Öðru hverju stanzaði hann á göngu sinni, lagði við eyrun og horfði upp í illa þvegna gluggann, sem skuggarnir hreyfðust bak við. Um sólarlag hafði María fundið ákafan og kveljandi sársauka. Hann hafði orðið að fara með hana í þennan bragga, þar sem hún hafði verið hrifin frá honum. Skuldadagurinn sem nú fór í hönd, stíaði þeim í sundur. Nú var hann einn eftir með angist- ina yfir að geta ekki fylgt Maríu á þessum leyndárdómsfullu áföngum, sem hún átti fyrir höndum. Aðgerðarlausar héngu hendur hans á handleggjunum. Þegar hann velti fyrir sér ástæðunni fyrir því að þau höfðu lagt upp í þessa löngu ferð, gat hann ekki fundið fullnægjandi skýringu. Að vísu át£u íbúarnir í Nazaret sinn þátt í því með allri sinni þröngsýni og sínu illgirnislega þvaðri. En það skýrði ekki fyllilega þennan skyndilega ákafa í að rjúka að heim- an, þetta óljósa afl sem rak þau af stað út á torgið, þetta æði sem hann gat ekki sér til málsbóta samrýmt sinni óbrotnu þörf fyrir að gera gagn, skipleggja athafnir sínar eða yfir- leitt nokkru öðru. Jósep var ekki alveg ókunnugt um tauga- óstyrk verðandi ferða. Félagar hans höfðu gengið í gegnum þetta á undan honum; húsgögnin voru kannski færð til, húsið málað og eitt og annað lagfært. En þetta var engu slíku líkt — þetta líktist miklu fremur einhverri segulmögnun, sem hann hafði ekki einu sinni reynt að standa á móti. Jósep settist á stein og lagði tóbakspakkann á hnén á sér. Á vinstri hönd sá hann í fjarska uppljómaða Jerúsalemborg, þessa mjólkurlitu gerlasúpu, þar sem þúsundir ágjarnra og sam- heldinna mannvera iðuðu. Hann þekkti ekki lengur nokkurn mann í borginni, eins og það skipti á þessari stundu máli að hann væri útilokaður og hefði sérstöðu. Hann lét hreykn- ina yfir að vera að færa heiminum son ná tökum á sér. Óvenjuleg jólasaga um hversdagslegan atburð eftir Antoine Blondin 12 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.