Vikan


Vikan - 19.12.1957, Side 21

Vikan - 19.12.1957, Side 21
— Um það bil -— já, það hljóta að vera tíu dagar síðan. Þá birtist hann allt í einu hérna. Eg furðaði mig á því. Hann bað mikillar afsökunar á því að hann skyldi ónáða mig, en sagði að ég væri einasta manneskjan sem hann þekkti í Englandi. Svo sagðist hann nauðsynlega þurfa á pen- ingum að halda til að komast heim til Sviss, þvi móðir hans væri hættu- lega veik. — En Letty hafði enga meðaumkun með honum, skaut ungfrú Bunner inn í með ákafa. — Þetta var ákaflega tortryggileg saga, sagði ungfrú Blacklock með áherzlu. Ég komst að þeirri niðurstöðu að hann væri ekki sem heiðar- legastur. Það að hann þyrfti peninga til að komast heim til Sviss var ekkert annað en þvættingur. Paðir hans hefði auðveldlega getað sent skeyti og- látið aðstoða hann hér. Þessir hóteleigendur eru allir í sam- bandi hver við annan. Ég gerði ráð fyrir að hann hefði dregið sér fé eða eitthvað þessháttar. Hún þagnaði og bætti svo við þurrlega: Ef yður skyldi finnast ég harðbrjósta, þá ætla ég að gefa þá skýringu, að ég var i mörg ár einkaritári auðugs fésýslumanns og maður verður þreyttur á peningasnýkjum. Ég kann utanað allar sögurnar um ólán, sem notaðar eru. Svo hélt hún áfram hugsandi á svip: Það eina sem kom mér á óvart, var hve fljótt hann gafst upp. Hann fór án þess að malda nokkuð i mó- inn. Það var engu líkara en að hann hefði aldrei búizt við þvi að fá neina peninga. — Þegar þér lítið til baka, haldið þér þá að hann hafi komið til að njósna um allar aðstæður? Ungfrú Blacklock kinkaði kolli með ákafa. — Já, það held ég einmitt — núna. Hann lét falla nokkrar athugasemdir um stofurnar, þegar ég var að fylgja honum til dyranna. Hann sagði: Þarna hafið þér ansi .skemmtilega borðstofu (en það er hún auðvitað ekki — þetta er leiðin- leg, hálfdimm stofa), bara til að fá tækifæri til að líta þangað inn. Svo steig hann fram fyrir mig, til að lyfta smekklásnum og sagði: —: Ég skal. Nú er ég þeirrar skoðunar að hann hafi viljað skoða læsinguna. Satt að segja læsum við aldrei útidyrahurðinni fyrr en dimmt er orðið, frekar en aðrir hér í nágrenninu. Hver sem er getur gengið beint inn. — En hvað um garðdyrnar? Það eru garðdyr á hliðinni á húsinu, er það ekki? — Jú, ég fór út um þær til að loka hjá öndunum, rétt áður en fólkið kom. — Var hurðin læst þegar þér fóruð út? Ungfrú Blacklock hleypti brúnum. — Ég man það ekki fyrir víst . . . ég held það. En ég ei' viss um að ég læsti henni þegai' ég kom inn aftur. — Var það um fimmtán mínútur yfir sex? — Já, eitthvað nálægt því. — Og útidyrnar? — Þeim er venjulega ekki læst fyrr en seinna. — Þá hefði Scherz auðveldlega getað komið inn þar. Ef hann hefur þá ekki laumast inn gegnum garðdyrnar meðan þér voruð úti hjá öndunum. Hann var þegar búinn að kanna landið og hefur getað verið búinn að sjá út felustað — skáp eða eitthvað þessháttar. Já, þetta virðist allt liggja Ijóst fyrir. — Afsakið, en það liggur hreint ekki ljóst fyrir, sagði ungfrú Black- lock. Því í ósköpunum skyldi nokkur leggja það á sig að koma hingað til að stela og leika svona heimskulegan leik. — Geymið þér mikla peninga heima, ungfrú Blacklock? — Um það bil fimm pund í skrifborðinu þarna og sennilega eitt til tvö pund í töskunni minni. — En skartgripi? — Nokkra hringi og nælur og festina sem ég er með um hálsinn. Þér hljótið að vera mér sammála um að þetta er allt ósköp fjarstæðukennt, fulltrúi. — Þetta var alls ekki innbrotsþjófnaður, hrópaði ungfrú Bunner upp yfii' sig. Ég er búin að segja þér það ótal sinnum Letty. Það var hefnd- arráðstöfun! Af því þú vildir ekki láta hann fá peningana! Hann skaut tvisvar sinnum vísvitandi á þig. — Já, nú skulum við snúa okkur að kvöldinu í gær, sagði Craddock. Hvað gerðist í smáatriðum, ungfrú Blaclock? Segið mér það með yðar eigin orðurn og eins nákvæmlega og yður er unnt. Ungfrú Blacklock hugsaði sig andartak um og sagði svo: — Klukkan sló, þessi þarna á arinhyllunni. Ég man að ég sagði að ef eitthvað mundi gerast, þá yrði það núna. Og þá sló klukkan. Við hlustuðum öll stein- þegjandi. Hún slær mörg hljómfögur högg, og allt i einu slokknuðu ljósin. — Hvaða Ijós voru kveikt? — Það var ljós á vegglömpunum hérna og í hinu herbei'ginu. Loft- ljósið og ljósin á leslömpunum tveimur loguðu ekki. — Kom glampi eða heyrðist nokkuð hljóð þegar Ijósin fóru? — Það held ég ekki. — Jú, ég er viss um að það kom glampi, sagði Dóra Bunner. Og það heyrðist eitthvert brak. Þetta getur verið stórhættulegt! — Og hvað svo ungfrú Blacklock? — Dyrnar opnuðust . . . ■— Hvaða dyr? Það eru tvær hurðir á þessari stofu? Nú þessi hér. Dyrnar í hinni stofunni opnast ekki. Sú hurð er ekki notuð. Dyrnar opnuðust semsagt og hann stóð í gættinni — með grímu fyrir andlitinu og skammbyssu í hendinni. Þetta virtist allt svo fjarstæðu- kennt að við áttum ekkert orð. En þá hélt ég auðvitað að þetta væri bara heimskulegt spaug. Hann sagði eitthvað — ég er nú búin að gleyma hvað það var . . . — Upp með hendurnar eða ég skýt! sagði ungfrú Bunner með mlki- um tilburðum. — Eitthvað þessháttar, sagði ungfrú Blacklock eins og hún væri í vafa. — Og réttuð þið öll upp hendurnar? — Já, auðvitað, sagði ungfrú Bunner. Við gerðum það öll, það til- heyrði leiknum. Framhdld í nœsta blaði. Spurningin er: ERTI) ÞROSKAÐUR? eftir B. S. BREED Þroski fer ekki eftir stærð. Þú getur ekki kallast þroskað- ur fyrr en þú hefur vald á sjálfum þér og tilfinningum þínum. Við það er átt, þegar talað er um þroska. Ertu þroskaður ? Svaraðu eftirfar- andi spurningum og sjáðu hver útkoman verður. 1. Hvað af eftirfarandi orð- um seturðu i samband við orðið MAKI: a) Pening- ar? b) Öryggi? c) Ást? 2. Hér koma þrjár stuttar setningar. Hver þeirra lýs- ir bezt afstöðu þinni til vinnunnar ? a) Spennandi -— svona úr fjai'lægð. b) Maður verður að vinna fyrir sér. c) Maður á að hafa ánægju af vinnunni. 3. Maki þinn (eða samstarfs- maður) gerir slæma skyssu. Segirðu: a) „Þú gerðir þetta og þú verður aö taka afleiðingunum." ? b) „Hvernig í ósköpunum tókst þér að gera aðra eins vitleysu"? c) Alls ekkert, sleppir allri gagn- rýni og reynir bara að hjálpa sökudólgnum út úr ógöngunum ? 4. Hvað eftirfarandi orða set- urðu í samband við SVEPN: a) Priður? b) Draumur? c) Hvíld? 5. Einhver reynir að skjótast fram fyrir þig í biðröð. Segirðu: „Afsakið, en ég var á undan yður b) „Gjörið svo vel; mér er al- veg sama“? c) „Mér þykir fyrir því, en þér verðið að láta yður lynda að biða eins og hinir"? 6. Hvað af eftirfarandi orð- um lýsir bezt höfuðein- kenni þínu? Ég er: a) Greindur b) Dálítið óeig- ingjarn. c) Umburðar- lyndur. 7. Svaraðu nú ekki of fljótt en hve oft missirðu stjórn á skapi þínu: a) Mjög oft? b) Þegar ég hef fyllstu á- stæðu til þess? c) Mjög sjaldan ? 8. Hvað af þessum orðum seturðu i samband við orðin MÓÐIR: a) öryggi? b) Heimili? c) Æska? 9. Einhver, sem stendur mjög nærri þér, gerir þér mik- inn óleik. Áttu: a) Mjög erfitt með að fyrirgefa honum? b) Mjög auðvelt með að segja honum, að þú fyrirgefir honum, þó að þú haldir áfram að bera kala til hans? c) Mjög auðvelt með að fyrirgefa honum ? 10. Hvað eftii'farandi orða seturðu í samband við STRIÐ: a) Frægð? b) Sprengjur? c) Hatur? Einkunn: 1 fyrir hvert a; 2 fyrir hvert b; 3 fyrir hvert c. Því dœmist rétt vera: Þú ert óvenjulega þroskuð persóna ef einkunn þín var frá 26 til 30. Svör þin bera með sér, að þér hefur tekist að hemja þær tilfinningar, sem oft hafa talsverða eigingirni i för með sér. Þér ætti að ganga vel aö umgangast fólk, því að þú ert hafinn yfir þá tegund smá- munasemi, sem oft leiðir til sundurþykkju. Þú ert líka um- burðarlyndur og varkár í dóm- um þínum. Prá 19 til 25. Þú ert þrosk- aður að sumu leyti, en á öðr- um sviðum hefurðu ekki nógu Vnikið vald yfir tilfinningum þínum, með þeim árangri, að stundum ertu reikull og óviss. Þegar þetta kemur fyrir þig, þarftu að gefa þér meiri tíma til að hugsa, að forðast eftir megni að vaða áfram í blindni. Áð öðru leyti er eiginlega ekk- ert út á andlegan þroska þinn að setja. Prá 15 til 18. Þú ert dálítið of móðgunargjarn og hefur stundum mjög litið vald á til- finningum þínum. Þegar þú reiðist snögglega, áttu mjög erfitt með að hafa hemil á þér. Þú þarft að gera þér meira fara um að hugsa með höfðinu fremur en hjartanu. Undir 14. Þú ert enn sem komið er fremur óþroskaður. Tilfinningarnar stjórna þér að miklu leyti. Reyndu að hemja þennan tilfinningaofsa öðru hvoru, og þú munt verða þrosk- aðri persóna. VIKAN 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.