Vikan


Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 42

Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 42
Það var kvöld í Nasaret Framhald af bls. 39. regluþjónninn, sem hafði ruðst gegnum hópinn, án þess að eftir honum væri tekið. Komið með mér á lögreglustöðina og þar getum við fengið einhverja skýringu á þessu. — Ég læt slíkt ekki viðgangast, sagði rauðhærði maðurinn. Þér vitið ekki við hvern þér eigið. — Takið þessa tvo, sagði lögregluþjónninn. Menn hans komu hlaupandi út úr bíl með rimlagluggum, viku sér undan grjót- kasti sem á þeim dundi, hikuðu og tóku sér svo vopn í hönd. Þetta var að verða að upphlaupi. Og það hefði vafalaust endað með götubardaga, ef þremur stórum fagurgljáandi bílum hefði ekki skotið upp í sömu andrá. Út úr þeim stigu þrír menn, klæddir mjúkum skinnpelsum, og eftir stuttar umræður báðu þeir lögregluþjónana um að sleppa Jósep og rauðhærða mann- inum. Að baki þeirra stóðu bílstjóramir þeirra og héldu á fall- egum pökkum með gljáandi silkiborðum. — Ef þið takið ábyrgðina á þeim, þá verður svo að vera, sagði lögregluþjónninn önugur. Ég tek kæruna aftur. — Hér er það ekki ábyrgðin sem máli skiptir, heldur heil- brigð skynsemi, sagði einn mannanna. Svo sneri hann sér að Jósep og fékk homnn með virðingu aflangan pakka. — Leyf- ist mér að færa föðurnum nokkra vindla. — Og móðurinni ofurlítið kölnarvatn, sagði annar og rétti honum glas. Sá þriðji dró upp úr innri brjóstvasanum blokk, reif út úr henni blað og skrifaði á það nokkrar línur: — Mér datt í hug að ávísun .... Fólkið hafði vikið ofuriítið frá og nú skalf það af eftir- væntingu og fögnuði, eins og það ætti von á einhverjum heilla- vænlegum tíðindum á hverri stundu. Jósep vissi ekki hvað hann átti að segja. Hann velti því fyrir sér hvers konar undarlegt happdrætti þetta gæti verið, sem færði honum allar þessar gjafir. Þá opnuðust dyrnar á fæðingarbragganum og kona með hvítan höfuðbúnað kom út. Hún stanzaði á þrepskildinum og virti undr- andi fyrir sér þennan óvenjulega mannsöfnuð. Þegar hún kom auga á Jósep, kallaði hún hátt: — Það var dóttir. Það ljómaði bros á andliti Jóseps, þegar hann sneri sér að fólkinu. — Loksins, sagði hann. Gleðileg jól! HÚSGÖGIM GÓLFTEPPI LJÓSATÆKI allskonar FINNSKUR kristall Kristján Siggeirsson h.f. Laugavcg 13 — Stmar 13879 & 17172 ReyJcjavtk FYRIR Fyrir herra: KARLMANNAFÖT DRENGJAFÖT FRAKKAR HATTAR SKYRTUR BINDI NÆRFÖT SOKKAR PEYSUR VESTI NÁTTFÖT o. fl. JOLIIXI! Fyrir dömur: DÖMUKÁPUR DRAGTIR PILS HANSKAR NYLON UNDIRFATNAÐUR SLÆÐUR SOKKAR PEYSUR ILMVÖTN HÚFUR STÖK PILS o. fl. KLÆÐAVERZLUN ANDRÉSAR ANDRÉSSONAR H.F. LAUGAVEGI 1 - SÍMI 1B25G 42 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.