Menntamál - 01.10.1933, Síða 10

Menntamál - 01.10.1933, Síða 10
ioó MENNTAMÁL eiginlegu undirstöðu hinna, og á þeim hyggist ö'ðru fremur hver heildarárangurinn verður. Undirslaða sannrar menningar og einn af hennar merkilegustu þáttum, er fræðslan og félagslífið. Eg liygg það ekki ofmælt, að vér höfum vanrælct þetta tvennt um of, og erum ekki sísl þess vegna ekki komnir lengra áleiðis og rekum oss á, í allri vorri viðleitni, félagslejrsi, skiln- ingsskort og ýms þau mein, sem standa þversum í götu allra góðra málefna og l'ramfara. Það virðist ])ví ekki úr vegi, þegar skyggnst er um eftir uýjum leiðum til hjargar og umhóta á liinum ýihsu sviðum, að tekin séu til allmgunar fræðslu- og félagsmál sveitanna. í fyrsta lagi, livernig er núverandi ástand í þessum efnuni. í öðru lagi, hvað þarf að gera til bóta og hvern- ig er það framkvæmanlegt. Skal eg nú leitast við að gera það, þó i mjög sluttum dráttum verði og hér tekið fátt eitt af þvi, sem til mætti tína. Eg vil laka það fram, að þó að eg miði hér einkum við sveitirnar, þá á sumt það engu siður við hvar sem er á landinu, einkum það, sem eg segi um námsefni og starf skólanna. Enn fremur vil eg biðja menn að hafa ])að í hygg'ju, um margt af því, sen) eg nefni, bæði er eg tala um núverandi ástand og eins liverju þurfi að breyta, að þá er mér það ljóst, að sumt á ekki allsstaðar jafnt við, og ýmislegt nú þegar fram- kvæmt i einliverri mynd og að einhverju leyti, þótt óviða sé um ])eilsleyj)t skipulag að ræða. Tilgangur allrar fræðslu er að -sjálfsögðu sá, að gera nemandann hæfari i lífsbaráttunni og mn leið nýtan þjóðfélags- borgara; yfirleitt starfhæfari og hamingjusamari mann en ella. I flestum sveitum landsins eru nú farskólar. Þeir eiga við að stríða alla hina verstu erfiðleika, sem strjál- býli og hrakningar skapa. Húsakynni til kennslunnar eru í þrengslum á heimilunum, og mega þvi teljast

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.