Menntamál - 01.10.1933, Page 29

Menntamál - 01.10.1933, Page 29
MENNTAMÁL 125 Á tveira fundum, seni ég var á í héraðinu og skólamáliÖ var til umrætSu, kom fram óvenjulega glöggur skilningur á hlutverki skólanna og þeirri nauðsyn, aÖ leggja sem mest í sölur fyrir æskuna, — framtíð héraosins. Skólanefndir l>eggja hreppanna og héraðsbúar leggjast á eitt um aÖ hrinda þessu máli í framkvæmd. Einn þefssara áhugamanna, Jón H. Fjalldal, Melgrasey'ri, hefir stofnað fræðslusjóð fyrir Nauteyrarhrepp, til minning- ar um komi sína, frú Jónínu Fjalldal. Var hún framúrskar- andi áhugasöm um fræÖslumál, svo sem lesendum „Mennta- mála“ mun kunnugt. Hér fer á eftir skipulagsskrá sjóðsins: S K I P U L A G S S K R Á fyrir Fræðslusjóð Nauteyrarhrepps. 1. gr. — SjóÖurinn heitir „FræðslusjóÖur Nauteyrarhrepps”. StofnféÖ, kr. 500.00 — fimm hundruð krónur —. er gefið á dánardegi frú Jónínu Kristjánsdóttur Fjalldal, til minningar um hana. 2. gr. •—• Sjóðinn má auka með gjöfum. áheitum og öðru. er íbúar Nauteyrarhrepþs kynnu aÖ efla hann meÖ. 3. gr. — Sjóðinn skal ávaxta i Söfnunarsjóði Islands, þar til Nauteyrarhreppur hefir eignast sinn eigin sparisjóÖ, en þá skal sjóðurinn ávaxtast þar. 4. gr. —• Takmark sjóðsins á aÖ vera það að bera uppi all- an kostnaö viÖ barna- og unglingafræðslu i Nauteyrarhreppi af hálfu foreldra og hrepjrsfélagsins, að þeim hluta, sem rík- ið ekki kostar fræðsluna. 5. gr. — Höfuðstól sjóðsins má aldrei skerða. Allir vextir leggist við höfuðstólinn, þar til hann er orðinn kr. 5000-00 — fimm þúsund krónur, — úr því má vcrja einurn þriÖja vaxt- anna til styrktar fátækum börnum á skólaaldri. Þegar sjóður- inn er orðinn kr. 20 þús., má verja % af vöxtum hans í sama skyni, en 's leggist við höfuðstólinn, uns sjóðurinn er kr. 50.000. Úr |)ví gangi J/? vaxtanna til barna- og unglinga-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.